Merkilegt hvað hægt er að gera mikið fyrir fáa en lítið fyrir marga.
12.12.2009 | 08:45
575 íbúðir og 10 milljarðar segir í fréttinni. Sennilega hefði þurft að afskrifa eða endursemja um 2-4 milljarða af þessari upphæð til að viðkomandi aðilar hefðu flestir getað bjargað sér áfram. Og það má búast við að upp undir 10 sinnum fleiri íbúðir og fullt af atvinnuhúsnæði eigi eftir að fara á hendur bankanna í viðbót þegar uppboðshléi lýkur 1. mars á næsta ári. Og það þýðir þá að verðmætið sem bankarnir fá þar í viðbót má áætla um 100 milljarða og að sama skapi má áætla að með 20-40 milljörðum í afskrift eða endurskoðuðum lánakjörum mætti leysa úr flestum þessara mála. Þannig að vanda íbúðareigenda virðist þá vera að stærðargráðu allt að 45 milljarðar. Það er nú ekki nema eins og vextir af Icesave í stuttan tíma eða eins og brot af einu "litlu" gjaldþroti hjá stóru köllunum sem eru að afskrifa hjá sér í belg og biðu.
Og ég vil koma því hér að að ég hef séð nokkur dæmi um mál þar sem eignir eru komnar á hendur bankanna eða stefna í þá átt og í öllum þeim tilfellum sem ég hef séð þá væri ekki um nokkurn vanda að ræða fyrir lántakandann ef bankarnir hefðu staðið við sín upphaflegu kjör á lánunum og áætlanir um verðþróun þeirra. Þeir rukka alltaf það sem þá langar í á hverjum tíma í skjóli verðtryggingar og breytilegra vaxta. Sjálfur hef ég kynnst því í mínum rekstri á undanförnum árum að það hefur verið auðvelt að gera áætlanir um reksturinn með 90-95% nákvæmi á öllum sviðum nema einu. Þetta eina sem engin leið er að áætla nærri lagi er kostnaður af lánsfé, vaxtakostnaður og skyldir liðir. Sé farið eftir upplýsingum frá bönkunum er allt eins víst að sá liður fari 300-600% fram úr áætlun. Þetta er vandi íbúðareigenda og smáfyrirtækja í hnotskurn. Þess vegna hef ég oft sagt og legg enn á það áherslu að það þarf að tryggja í bankakerfi framtíðarinnar að bankarnir verði látnir standa við sín kjör. Öðruvísi verður aldrei hægt að endurreisa Ísland.
Það er óskiljanlegt að ekki skuli vera hægt að endurskoða lánakjör á um 6000 eignum sem hafa veruleg áhrif á framtíð álíka margra fjölskyldna og kannski um 20000 manns þegar að líklega þarf ekki stærri upphæð til þess. Hins vegar virðist ekkert mál þurrka út 300 sinnum hærri upphæðir fyrir nærri því 300 sinnum færra fólk. Merkilegt hvað hægt er að gera mikið fyrir fáa en lítið fyrir marga.
![]() |
Hafa yfirtekið 575 íbúðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Neró spilaði á hörpu meðan Róm brann.
11.12.2009 | 17:02
Til hamingju Íslendingar með nafnið á tónlistarhúsinu. Það rifjaðist upp á augabragði þegar ég sá þetta nafn að Neró spilaði á hörpu meðan Róm brann á sínum tíma.
Það er kaldhæðnisleg samsvörun í því að þetta hús skuli fá þetta nafn á sama tíma og eignir landsmanna hafa brunnið upp í afleiðingum góðærisins sem var talið vera þegar ákveðið var að byggja þetta hús. Og þetta hús verður eldsneyti á skuldabálið næstu áratugina. Borg og ríki eiga að borga þetta ásamt svo mörgu öðru sem anað var út í af fyrirhyggjuleysi á góðæristímanum svokallaða.
Annars held ég að við eigum fljótlega eftir að sjá í bréfsefni hússins, undirtitilinn "Reykjavík City Music Hall" og að húsið muni nú ganga undir því nafni eða öðru sambærilegu alls staðar annars staðar en á Íslandi þegar fram í sækir.
![]() |
Harpa skal tónlistarhúsið heita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fáum við þá evrurnar þeirra??
11.12.2009 | 13:29
![]() |
Írar og Grikkir gætu misst evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Linka við Bretana - Ekki sama jón og Séra Jón.
11.12.2009 | 13:17
Ég er alveg steinhissa á að Moody´s sé að vara Breta við að kannski verði skoðað að lækka lánshæfismatið á næstu þrem árum ef ríkisstjórnin stendur sig ekki betur. Þetta er ótrúleg linka gangvart þjóð sem er með allt niðrum sig í efnahagsmálum.
Bretland er alveg komið á hausinn og fyrir alla sem vilja bera saman hagstærðir þar við ýmis önnur lönd er ljóst að Bretar geta ekki klórað sig út úr sinni stöðu nema með verulegum niðurskurði og skattahækkunum. Bretland er alveg eins og Ísland þegar horft er til erlendra skulda, þeir eru að vísu 2-4 árum á eftir okkur. En þegar horft er á ríkissjóð Bretlands þá hafa þeir verið langt á undan Íslandi í að safna opinberum skuldum. Það er fyrst núna á þessu ári þegar Steingrímur og kona ársins keppast við að skrifa undir skuldaviðurkenningar sem íslenska ríkið stendur hlutfallslega verr en það Breska.
![]() |
Lánshæfismat Bretlands í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einhver er að ljúga, en er víst að það sé Magnús?
11.12.2009 | 13:05
En það er vel þekkt að Magnús og Björgólfarnir voru miklir mátar og viðskiptafélagar lengi þannig að ef Magnúsi væri trúandi til að gera einhverjum svona greiða þá væru það þeir. Mér finnst því líklega að Magnús sé ekki að ljúga, en spurning hvort hann getur sannað sitt mál.
![]() |
Segja Magnús ljúga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er þetta nú ekki ósköp einfalt.
11.12.2009 | 12:58
Það segir í fréttinni að skera eigi upp herör gegn ofbeldisglæpum sem framdir eru undir áhrifum áfengis. Það kemur líka fram að áfengisneysla hafi aukist mikið hjá ungi fólki og afbrotum sem framin eru af drukknu fólki fjölgað mikið á sama tíma. Er þá nokkuð annað sem þarf að gera en að minnka drykkjuna? Hækka t.d. áfengiskaupaldur, minnka framboð, draga úr aðgengi eða banna þetta bara alveg o.s.frv. Þetta eru leiðirnar sem eru í boði. Um aðrar er ekki að ræða, allavega kem ég ekki auga á þær. Það er allavega tilgangslaust að reyna að hafa vit fyrir fólki þegar það er orðið drukkið.
Kannski mætti prófa að gefa út áfengiskaupaskírteini til allra landsmanna sem hafa aldur til og yrði að framvísa við áfengiskaup. Það yrði svo bara tekið af þeim sem eru til vandræða með víni eða yrðu uppvísir að því að nota það til að útvega vandræðagemlingunum vín. Þannig mætti kannski takmarka drykkjuna við þá sem teljast hófsamir á þessu sviði. Við ættum að skoða þessa leið hér á Íslandi. Drykkjuhegðun margra er mikið vandamál hér og vel þess virði að reyna að ná einhverri stjórn á vandamálinu.
![]() |
Skera upp herör gegn ofbeldi tengdu áfengisneyslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sýnir vel óeðlileg tengsl og áframhaldandi spillingu.
11.12.2009 | 08:14
Þetta er nú bara ágætt dæmi um óeðlileg tengsl, þegar eiginkona bankastjórans á umtalsverðra hagsmuna að gæta í viðskiptum við aðila sem eru yfirmenn eiginmannsins og meðal stærstu eigenda í bankanum. Er nú ekki ástæða til að fara vel yfir athafnir Bjarna í bankanum á þessum tíma? Eða vissu Baugsmenn ekki að Helga væri kona Bjarna?? Það er nú ólíklegt.
Og varðandi það sem hefur verið í fréttum í gær og morgun, að um 4 milljarða krafa félaga Bjarna á þrotabú Glitnis hafi farið á kröfulistann fyrir mistök og verið dregin til baka og allir aðilar hafi sæst á uppgjör. Það fylgir nú með í sumum fréttum af þessu, án þess að ég hafi neina fullvissu fyrir sannleiksgildi þessara frétta, að krafan sé dregin til baka vegna þess að henni hafi verið skuldajafnað. Það þýðir nú bara á einfaldara máli að þessi krafa hefur verið greidd. Það er því alrangt að Bjarni sé að skila þessum fjármunum til baka eða gefa þá eftir. Þvert á móti er hann búinn að fá borgað og frekar spurning hvort verið er að taka hans kröfur fram yfir aðrar kröfur í bankann með því að gera þetta upp með þessum hætti.
![]() |
Leigði Baugi einbýlishús þegar Bjarni stýrði Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ríkið setur 563 milljónir í hlutafé í RÚV
10.12.2009 | 20:48
Ég sé það í fjáraukalögum vegna ársins 2009 sem lögð hafa verið fram á Alþingi að þar á að breyta skuld RÚV upp á 563 milljónir í hlutafé í fyrirtækinu. Það er ekki nóg að nefskatturinn upp á 17.400 kr sem skilar líklega um 6 milljörðum í ríkiskassann sé innheimtur heldur þarf þar að auki að bæta við um 10% með beinni afskrift í formi hlutafjár.
Þetta er fáránlegur rekstur sem þarf að taka alvarlega til skoðunar. Þarna er verið að leika sama leikinn og Jón Ásgeir leikur reglulega með sína miðla, það er verið að afskrifa og velta tilgangslausum fjölmiðlarekstri á skattgreiðendur trekk í trekk með ýmsum aðferðum. Ég held nú að ríkið ætti að sýna gott fordæmi og skera bara dáldið niður á RÚV svo endar geti náð saman. Ég veit vel að RÚV launar eyðslusemina með því að verja sína fjárveitendur þegar þess er þörf að þeirra mati. En þetta er eins og venjulega allt á kostnað skattgreiðenda og hlutlauss fréttaflutnings.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Yfirbyggða hjólastíga um höfuðborgarsvæðið.
10.12.2009 | 18:12
Í tilefni af þessari frétt ákv. ég að endurtaka hér bloggfærslu mína um samgöngumál frá í ágúst s.l.
Ég hef stundum furðað mig á síendurteknum hugmyndum um allskonar jarðgöng í Reykjavík fyrir bílaumferð. Það hefur verið talað um að setja Miklubraut að hluta í stokk og moka yfir, jarðgöng undir Öskjuhlíð, neðansjávargöng við Sundahöfn og etv. eitthvað fleira. Mér finnst þetta nú arfavitlaust, bílar voru hannaðir til að fara eftir yfirborði jarðar. Mengun frá þeim, eldhætta, hávaði o.fl. gerir það aldrei góðan kost að troða þeim í þúsundavís í jarðgöng og láta þá standa þar á rauðum ljósum í þéttri borgarumferð. En nóg um það.
Það er hins vegar annað sem gæti verið hagkvæmt og skynsamlegt að gera í samgöngumálum á Höfuðborgarsvæðinu. Það er að byggja sérstaka yfirbyggða reiðhjólastíga um allt svæðið og jafnvel grafa eitthvað af göngum fyrir þessa stíga líka. Það er nefnilega þannig að mannskepnan er þannig hönnuð að hún þarf skjól fyrir veðri og vindum og íslenskt veðurfar er aðal hemillinn á að íbúar hér geti nýtt sér hjólreiðar að einhverju marki og þar með talið tekið hjólreiðar upp sem samgöngumáta allan ársins hring.
Í dag eru hjólreiðar fyrst og fremst viðbót við einkabílinn sem menn geta notað sér þegar vel viðrar. Í fáum tilvikum duga reiðhjól til þess að fólk geti alveg losað sig við bílinn, jafnvel þó það fegið vildi. Það eru a.m.k. 8 mánuðir á ári sem koma í veg fyrir það, þeir heita september, október, nóvember, desember, janúar, febrúar, mars og apríl. Það sem heldur fólki frá hjólreiðum þessa mánuði eru regn, kuldi, snjór, hálka, vindur, slysahætta, ófærð og landslag.
Það væri vel athugandi að leggja net yfirbyggðra hjólastíga um allt höfuðborgarsvæðið. 150-200 km. af þessum stígum þyrfti til að mynda net sem dygði til að þessi samgöngumáti yrði þægilegur og aðgengilegur fyrir alla íbúa svæðisins allt árið. Það er auðvitað ómögulegt að spá um kostnaðinn við þetta. Opinberum aðilum er lagið að láta hlutina kosta sem mest, samanber tónlistarhúsið í Reykjavík sem upphaflega átti víst að kosta um 3 milljarða en stefnir víst í tuttugu og eitthvað núna. Ég held að það væri reyndar hægt að byggja stóran hluta af þessu hjólastíga kerfi fyrir upphæð af þessari stærðargráðu, að tuttugu og eitthvað milljörðum, þannig að þess samgöngubót myndi kannski kosta eins og garganið á höfninni.
En það er auðvelt að sjá þetta borgar sig fljótt. Eins og bílaeldsneytið og bílarekstur allur kostar í dag og mun gera í fyrirsjáanlegri framtíð yrði varla erfitt að fá góða nýtingu á þetta samgöngukerfi. Og þar með sést fljótt gjaldeyrissparnaður, malbikssparnaður, minni mengun, bætt fjárhagsstaða íbúanna, minni þörf fyrir önnur ný umferðarmannvirki o.fl. sem skilar þessu fljótt til baka. Þannig sparar þetta fljótt fyrir einstaklingana, sveitarfélögin og ríkið. Um leið skapast einhver atvinna við að byggja þetta og það verður til gjaldeyrir til að borga fyrir Icesave og ESB aðildina. Hvernig er hægt að láta svona góða hugmynd ónotaða.
Og úr hverju ætti að byggja þessa stíga. Það væri gaman að smíða þetta sem mest úr innlendu áli, það er nóg til af því, en kannski er það ekki hagkvæmt fyrir okkur, líklega of dýrt hráefni.
En nú er þessari góðu hugmynd minni hér með formlega komið á framfæri.
![]() |
Ferðatími styttist á milli hverfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er tækifæri fyrir aðila að leggja fram lokauppgjör.
10.12.2009 | 17:52
Úr því þessir aðilar, Bjarni og Glitnir, eru búnir að semja um uppgjör út af starfslokum Bjarna væri auðvitað rétt að þetta uppgjör í heild sinni verði birt opinberlega. Það koma oft fréttir af Bjarna Ármannssyni og hans fjármálum sem venjulegt fólk á erfitt með að átta sig á. T.d. starfslok hans á sínum tíma, síðan endurgreiðslan í fyrra, kröfulýsingin núna upp á nokkra milljarða og svo þessi frétt um 650 milljóna endurgreiðslu. Þetta er nú frekar ruglingslegt en þó skín í gegn að Bjarni hafi á sinni tíð í bankanum verið svo upptekinn af eigin hagsmunum að ekki er að undra þó bankinn hafi setið á hakanum og farið á hausinn.
Og þar sem skattgreiðendur og lánardrottnar bankans hafa fengið hræið af honum í hausinn eftir fláningu Bjarna og félaga held ég það væri bara sanngjarnt að lagt verði fram heildaryfirlit yfir fjármálaumsvif Bjarna gagnvart bankanum á hans bankastjóratíð og eftir hana svo almenningur geti séð hvað sá þáttur er að kosta þjóðina og lánardrottna bankans. Þetta kemur öllum Íslendingum við.
![]() |
Bjarni endurgreiðir Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Spilling, leynd og þagnarskylda.
10.12.2009 | 17:40
Ekki ætla ég að gagnrýna Hæstarétt mikið fyrir þennan dóm þó ekki sé ég hrifinn af því að dómstóllinn sé um leið að hjálpa þeim að verja sig sem eitthvað hafa að fela með vafasömum athöfnum í fjármálafyrirtækjum. En dómurinn er vafalaust vel grundaður á lögum þeim sem eiga við í þessu máli þannig að ekki er við Hæstarétt að sakast þó hann fari að lögum.
Hins vegar ætla ég að hvetja ríkisstjórnina til að endurskoða nú rækilega lagasetningu sem snýr að hvers konar leynd og þagnarskyldu. Við höfum lært það á hverjum degi undanfarið ár að spilling og vondir og ólöglegir viðskiptahættir á ýmsum sviðum þrífast vel í skjóli leyndar og þagnarskyldu.
Það hlýtur að vera hægt að byggja hér upp viðskiptaumhverfi af því tagi að það þoli dagsljósið og þurfi ekki að vera varið með leynd og þagnarskyldu af ýmsu tagi, ég legg allavega til að þetta verði haft að leiðarljósi á Alþingi nú þegar til stendur að endurskoða ýmis lög og lagaákvæði á þessu sviði.
![]() |
Sekt fyrir að afhenda trúnaðarupplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tiger greinilega góður með kylfuna eins og golfkylfuna.
10.12.2009 | 14:04
Ég hugsa að "hola í höggi" sé algengari hjá Tiger en fólk hefur hingað til grunað. Hann kann greinilega vel á allar sínar kylfur. Hann er líklega ekki bara góður kylfingur þegar hann er úti á túni að elta golfkúlurnar. Hann virðist ekki síður kunna að beita áföstu kylfunni og vinna með henni góða sigra. En það er líka eins og sagt er að "kylfa ræður kasti" og þó hann sé góður með allar kylfurnar þá eru afleiðingarnar af góðum og skemmtilegum leik ekki endilega góðar. Sérstaklega ef notuð er röng kylfa á röngum stað í rangri keppni, þá getur illa farið, þó vel sé leikið.
En það er nú með Tiger Woods eins og Bjarna Ármannsson að honum ætti að vera vel borgið þrátt fyrir mótlætið og þó vitlaust hafi verið slegið með vitlausri kylfu þá gleymist það sjálfsagt fljótt, sérstaklega ef hann snýr sér að því að nota bara réttu kylfurnar þegar hann er að heiman og hina kylfuna bara heima hjá sér.
![]() |
Biður konu Tigers afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Til hamingju Bjarni.
10.12.2009 | 13:48
Ég samgleðst með Bjarna ef honum tekst að bjarga kröfum sínum og koma þessum aurum í sparibaukinn. Svo má ekki gleyma því að hann ætlar ekkert að borga einhverjar skuldir upp á nærri 1 milljarð ef ég man rétt, enda væri það fjárhagslega ábyrgðarlaust af honum að gera það. Og þar sem þetta er mjög ábyrgur maður lætur hann ekki hanka sig á slíkum aulahætti sem það er að borga þennan milljarð.
En að þessu samanlögðu þá nær hann vonandi að landa um 5 milljörðum af almannafé í sína vasa, þannig að honum ætti að vera sæmilega borgið. Flesta munar allavega eitthvað um svona upphæð.
Fyrir hönd forsetans, ríkisstjórnarinnar og almenning í landinu sendi ég þér, Bjarni Ármannsson, hamingjuóskir með árangur þinn og auðsýndan hlýhug til þjóðarinnar á erfiðum tímum.
![]() |
Heildarkröfur Bjarna 4 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Allt í ófriði út af friðarverðlaunum.
10.12.2009 | 13:38
Þetta er nú meiri vitleysan með þessi friðarverðlaun. Gífurlegur viðbúnaður í Osló vegna ótta um ófrið út af þessum verðlaunum. Hussein Obama er fúll, trúlega vegna þess að hann ætlar sér að halda áfram stríðsrekstri og ófriði í heimunum, og skammast sín að vera að taka við friðarverðlaunum þegar friður er ekki á dagskránni hjá honum. Og þessi friðarverðlaun valda ólgu í Noregi, kóngurinn móðgaður því Obama nennir ekki að borða með honum og Norðmenn lítilsvirtir því Obama nennir ekki að eyða tíma í Noregi í hlutfalli við mikilvægi Nóbelsverðlaunanna eins og Norðmenn meta þau. Þannig að í Noregi er flestir orðnir argir og fúlir út í friðarverðlaunahafann.
Þetta mál minnir mig á afstöðu Íslendinga til manns sem ég þekki ágætlega og er mikill friðarsinni, öfugt við Obama sem er það greinilega ekki. Þar er ég að vísa í Ástþór Magnússon, sem hefur nú lagt margt gott til málanna varðandi það að gera heiminn friðvænlegri. Og líka hefur hann talað tæpitungulaust um spillingu og klíkuskap og barist fyrir að tekið verði á slíkum málum. En það er yfirleitt þannig þegar Ástþór tekur til máls eða er í sviðsljósinu, að þá verða margir vitlausir og finna honum flest til foráttu. Það er eins og að í raun þá vilji almenningur halda í spillingu, græðgi og ófrið og úrelt flokkakerfi.
![]() |
Obama tekur við Nóbelnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stóðu sig eflaust öll vel í að koma bankanum á hausinn.
10.12.2009 | 01:26
Úps, ég gleymdi víst að þau hljóta að hafa átt að gæta þess að bankinn færi ekki á hausinn. Þá auðvitað horfir þetta öðruvísi við. Þá er nú spurning hvað þetta blessaða fólk á eiginlega inni hjá bankanum?? Eru þau ekki að snúa tölum við, það hlýtur að vera að þau telji sig skulda bankanum þessar fjárhæðir. Það hlýtur að vera skýringin. Þau hafa bara ruglast á debit og kredit þegar þau höfðu samband við skiptastjóra bankans.
![]() |
Birna með 12,5 milljóna kröfu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)