Yfirbyggða hjólastíga um höfuðborgarsvæðið.

Í tilefni af þessari frétt ákv. ég að endurtaka hér bloggfærslu mína um samgöngumál frá í ágúst s.l.

Ég hef stundum furðað mig á síendurteknum hugmyndum um allskonar jarðgöng í Reykjavík fyrir bílaumferð. Það hefur verið talað um að setja Miklubraut að hluta í stokk og moka yfir, jarðgöng undir Öskjuhlíð, neðansjávargöng við Sundahöfn og etv. eitthvað fleira. Mér finnst þetta nú arfavitlaust, bílar voru hannaðir til að fara eftir yfirborði jarðar. Mengun frá þeim, eldhætta, hávaði o.fl. gerir það aldrei góðan kost að troða þeim í þúsundavís í jarðgöng og láta þá standa þar á rauðum ljósum í þéttri borgarumferð. En nóg um það.

Það er hins vegar annað sem gæti verið hagkvæmt og skynsamlegt að gera í samgöngumálum á Höfuðborgarsvæðinu. Það er að byggja sérstaka yfirbyggða reiðhjólastíga um allt svæðið og jafnvel grafa eitthvað af göngum fyrir þessa stíga líka. Það er nefnilega þannig að mannskepnan er þannig hönnuð að hún þarf skjól fyrir veðri og vindum og íslenskt veðurfar er aðal hemillinn á að íbúar hér geti nýtt sér hjólreiðar að einhverju marki og þar með talið tekið hjólreiðar upp sem samgöngumáta allan ársins hring.

Í dag eru hjólreiðar fyrst og fremst viðbót við einkabílinn sem menn geta notað sér þegar vel viðrar. Í fáum tilvikum duga reiðhjól til þess að fólk geti alveg losað sig við bílinn, jafnvel þó það fegið vildi. Það eru a.m.k. 8 mánuðir á ári sem koma í veg fyrir það, þeir heita september, október, nóvember, desember, janúar, febrúar, mars og apríl. Það sem heldur fólki frá hjólreiðum þessa mánuði eru regn, kuldi, snjór, hálka, vindur, slysahætta, ófærð og landslag.

Það væri vel athugandi að leggja net yfirbyggðra hjólastíga um allt höfuðborgarsvæðið. 150-200 km. af þessum stígum þyrfti til að mynda net sem dygði til að þessi samgöngumáti yrði þægilegur og aðgengilegur fyrir alla íbúa svæðisins allt árið. Það er auðvitað ómögulegt að spá um kostnaðinn við þetta. Opinberum aðilum er lagið að láta hlutina kosta sem mest, samanber tónlistarhúsið í Reykjavík sem upphaflega átti víst að kosta um 3 milljarða en stefnir víst í tuttugu og eitthvað núna. Ég held að það væri reyndar hægt að byggja stóran hluta af þessu hjólastíga kerfi fyrir upphæð af þessari stærðargráðu, að tuttugu og eitthvað milljörðum, þannig að þess samgöngubót myndi kannski kosta eins og garganið á höfninni.
En það er auðvelt að sjá þetta borgar sig fljótt. Eins og bílaeldsneytið og bílarekstur allur kostar í dag og mun gera í fyrirsjáanlegri framtíð yrði varla erfitt að fá góða nýtingu á þetta samgöngukerfi. Og þar með sést fljótt gjaldeyrissparnaður, malbikssparnaður, minni mengun, bætt fjárhagsstaða íbúanna, minni þörf fyrir önnur ný umferðarmannvirki o.fl. sem skilar þessu fljótt til baka. Þannig sparar þetta fljótt fyrir einstaklingana, sveitarfélögin og ríkið. Um leið skapast einhver atvinna við að byggja þetta og það verður til gjaldeyrir til að borga fyrir Icesave og ESB aðildina. Hvernig er hægt að láta svona góða hugmynd ónotaða.

Og úr hverju ætti að byggja þessa stíga. Það væri gaman að smíða þetta sem mest úr innlendu áli, það er nóg til af því, en kannski er það ekki hagkvæmt fyrir okkur, líklega of dýrt hráefni.

En nú er þessari góðu hugmynd minni hér með formlega komið á framfæri.


mbl.is Ferðatími styttist á milli hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að borgin skuldi nú alveg nóg nú þegar, þeir ættu nú ekki annað eftir en að auka skuldirnar enn meira með hjólreiðastígum sem yrðu svo ekkert notaðir. 

Janus (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 18:29

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Janus og takk fyrir athugasemdina. Það er alveg rétt hjá þér að borgin skuldar alveg nóg og miklu meira en það. En þetta er bara miklu ódýrari og gagnlegri leið til að bæta samgöngur í borginni en það sem öll borgaryfirvöld undanfarið hefur langað til að gera með nokkur hundruð metra jarðgöngum fyrir tugi milljarða. Þess vegna er þetta nú sett fram, svo þeir geti nú skoðað fleiri valkosti, og kannski nýtt peningana aðeins betur ef einhvern tíma aftur verða einhverir peningar til samgönguframkvæmda hjá borginni.

Jón Pétur Líndal, 10.12.2009 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband