Einhver er að ljúga, en er víst að það sé Magnús?

Það er augljóst að það er einhver að ljúga í þessu máli. Fyrst Straumur er ósammála Magnúsi og segir að hann ljúgi þá er ljóst að annaðhvor aðilinn er að ljúga. Nú er bara að sjá hverju fram vindur, vonandi verður reynt að komast til botns í þessu og vonandi eru til einhver gögn sem geta varpað ljósi á málið. En það er eðlilegt að Straumur vilji ekki samþykkja fullyrðingu Magnúsar því það væri auðvitað bein játning á verulegri spillingu og sviksemi sem varðar fangelsisvist. Auðvitað reyna menn að koma sér hjá því. Ef einhver sem les þetta veit meira þá væri gott að fá það fram. Allar upplýsingar eru vel þegnar.
En það er vel þekkt að Magnús og Björgólfarnir voru miklir mátar og viðskiptafélagar lengi þannig að ef Magnúsi væri trúandi til að gera einhverjum svona greiða þá væru það þeir. Mér finnst því líklega að Magnús sé ekki að ljúga, en spurning hvort hann getur sannað sitt mál.
mbl.is Segja Magnús ljúga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég held að þeir séu allir að ljúga, einhverju að minnsta kosti!

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband