Til hamingju Ólafur Ragnar Grímsson

Ég verð að senda Ólafi Ragnari hamingjuóskir með fyrsta almennilega nýársávarp hans til þjóðarinnar í forsetaembætti.

Og ef hann er að meina það sem hann sagði verð ég líka að óska honum aftur til hamingju, því batnandi manni er best að lifa.

Það var afar athyglisvert hve sterklega Ólafur gagnrýndi stjórnskipun, spillingu, flokkstengsl og sundurlyndi. Hann talaði með lýðræði og móti flokksræði. Og ef hann er nú samkvæmur sjálfum sér, hlustar á sína eigin ræðu, hlýtur hann sjálfur að víkja sundurlyndisfjandanum til hliðar á morgun þegar hann tilkynnir hvort hann skrifar undir Icesave lögin eða vísar þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hlýtur í nafni sátta í stað sundurlyndis að ætla að fylgja vilja þeirra 53000 Íslendinga sem hafa skrifað undir áskorun um að fá málið til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hlýtur í nafni sátta í stað sundurlyndis að taka mark á vilja þeirra 70% þjóðarinnar sem skoðanakannanir sýna að vill fá að greiða þjóðaratkvæði um málið. Hann hlýtur í nafni lýðræðis í stað flokksræðis að leyfa þjóðinni að ákveða afgreiðslu þessa máls í stað 33. atkvæða á Alþingi sem eru mörg hver hluti af þeirri spillingu sem Ólafi þykir greinilega nóg komið af.

Það er augljóst að margir eiga eftir að fjalla um nýársávarp Ólafs og leggja út af því. Ólafur hefur greinilega ákveðið eins og við Ástþór Magnússon og fleiri að stíga út fyrir löngu úrelta flokkspólitík og horfa nú frekar til almannahagsmuna og lýðræðisumbóta en flokkshagsmuna, klíkuskapar og spillingar. Það var raunar athyglisvert hve einstaklega mikill samhljómur er orðinn með Ólafi og Ástþóri. Ræðan hljómaði eins og innihald hennar kæmi frá Ástþóri, en lesin með vel slípuðu orðfæri Ólafs.


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjónar glæpasamtaka.

Það á að breyta Íslendingum í þjóna og skuldaþræla alþjóðlegra glæpasamtaka. Þetta er alveg orðið fullljóst. Ríkisstjórn Íslands er búin að sætta sig við þetta. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er búinn að sætta sig við þetta. Nú er verið að þjarma að forsetanum að sætta sig við þetta. Þjóðin verður neydd í þetta, því hún fær engu að ráða um málið.

Þetta er mín afstaða því í þessu Icesave máli hefur þetta gerst:

1. Geir Haarde gaf út eftir bankahrun þá yfirlýsingu að innistæður í bönkum yrðu tryggðar. Þegar þessi yfirlýsing var skoðuð nánar kom í ljós að hún gekk lengra en lög Íslands, Bretlands og ESB krefjast.

2. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur í stað þess að leiðrétta yfirlýsingu Geirs í samræmi við það sem lög allra málsaðila áskilja, ákveðið að standa við ítrustu túlkanir á yfirlýsingu Geirs og telur sig skuldbundinn til að saklausir Íslendingar borgi það sem krafist er án allra fyrirvara.

3. Íslendingar flutu sofandi að feigðarósi í aðdraganda hrunsins. Um það verður ekki deilt, eftirlitsstofnanir brugðust, eigendur og stjórnendur bankanna brugðust, enda nú þegar dæmdir glæpamenn sumir hverjir. Stjórnmálamenn brugðust, enda á miklum styrkjum frá fjármálakerfinu sem virka sem sterkt deyfilyf á siðferði þeirra sem styrkina þiggja. En það sem verra er en að fljóta sofandi að feigðarósi er að fljóta þangað vakandi. Það er það sem nú er að gerast, ríkisstjórnin hefur ákveðið að fljóta áfram í sömu átt og áður og er þó öllum ljóst hvert stefnir nú þegar allir eru vaknaðir.

4. Ekkert hefur verið hreyft við þeim mönnum sem keyrðu bankana og fleiri fyrirtæki í þrot. Enginn hefur verið settur í varðhald, engar eignir frystar utan smáupphæðar hjá manni í aukahlutverki í þessu hruni, ríkið er meira að segja í verulegum viðskiptum og samstarfi við suma þá sem allra mesta ábyrgð bera á óförunum. Spillingin er því algjör. Hvernig er hægt að taka ekki á þessum þætti málsins þegar þó er búið af stjórnvöldum að viðurkenna að stór glæpur hafi verið framinn með því að setja sérstök lög um að íslenskur almenningur skuli greiða gríðarlegar skaðabætur vegna þess. Skaðabætur sem eru jafnvel á við stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöld, sé tekið tillit til höfðatölu þeirra sem bæturnar borga. Og munum það að enn var verið að borga af stríðsskaðabótareikningi þjóðverja á þessu ári, rúmum 90 árum eftir að þeirri heimsstyrjöld lauk sem þeir eru að borga fyrir. Verðum við enn að berjast við þetta óréttlæti eftir 90 ár??

5. Alþjóðastofnanir eins og AGS, ESB, LSD, S&P og fjölmargar ríkisstjórnir Evrópuríkja beita miklum þrýstingi til að almenningur á Íslandi verði látinn borga. Enginn gerir hins vegar kröfur um að fjármálagerningar verði raktir upp, eigendur og stjórnendur fyrirtækja dregnir til ábyrgðar og undanskotið fé sótt og notað til að gera upp við sparifjáreigendur. Þess vegna verð ég að kalla alla þessa aðila glæpasamtök. Þetta er alþjóðlegt þjóðarrán.

6. Allri ábyrgð á því hvernig fór er velt á Íslendinga. Samt var allt kerfið sett upp eftir reglum Íslands, ESB og þeirra landa þar sem bankarnir voru með starfsemi. Engin ábyrgð virðist þurfa að fylgja því að þeir sem lögðu inn á Icesave reikninga og Edge reikninga höfðu sjálfstætt val um að leggja fé á þessa reikninga. Enginn neyddi þá til þess. Engin loforð voru um að þessir reikningar væru tryggari en almennar reglur þessara ríkja og ríkjasambanda segja til um.

7. Einhvern veginn hefur því verið komið inn hjá ríkisstjórn Íslands að íslenskur almenningur megi alls ekki skipta sér af þessu máli, t.d. með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort greiða eigi meira en reglur kveða á um. Það á ekki að leyfa þjóðinni að leggja málið fyrir dómstóla, nema e.t.v. héraðsdóm í Bretlandi. Það voru sett hryðjuverkalög á Íslendinga út af þessu máli í Bretlandi. Trúlegt að dómstólar þar séu þá þeir hæfustu til að fjalla hlutlaust og réttlátlega um málið.

Ég get ekki annað lesið út úr þessari málsmeðferð og aumingjaskap stjórnvalda á Íslandi en að Bretar séu með ósvífni og yfirgangi að gera Ísland að næstu nýlendu sinni með óbærilegum og óréttmætum skuldaklafa vegna óréttmætra krafna sem dengt er yfir þjóð okkar í stað þess að gera upp sakir við þá sem sekir eru. Ég fordæmi þessa aðferðafræði sem aðgerðir hverra annarra glæpasamtaka. Megi öllum þeim sem að þessu standa farnast sem verst héðan í frá og öllum þeirra afkomendum í sjö liði. Megi bölvun hvíla á öllu því fólki sem þessu hefur komið til leiðar þar til það hefur bætt sig og leiðrétt gjörðir sínar.

Öllum öðrum lesendum mínum óska ég gleðilegs árs og góðrar ævi. Megið þið öll komast sem best af í þeim ósköpum sem yfir þjóðina ganga.


mbl.is Gæti endurvakið diplómatíska deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afneitunarávarp forsætisráðherra.

Það var ekki mikið um djúpa hugsun í ávarpi forsætisráðherra áðan. Gamlir frasar eins og að hanga á tungumáli sem enginn skilur í bland við afneitun og einræðistilburði eins og að tala um að þjóðin eigi bara að kyngja aulaskap ríkisstjórnarinnar og hætta að vera fúl með það. Hver hefur alið meira á óánægju landsmanna en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem passar upp á að fólk fái engu að ráða um sína framtíð. Og svo talar hún um að ábyrg fyrirtæki eigi að leggja rækt við það samfélag sem þau eru sprottin upp úr. Eru það fyrirtækin sem enn er verið að drepa eða eru það ríkisfyrirtækin og ríkisbankarnir sem eru öll niðurgreidd af skattpeningum og gefið forskot á samkeppnisaðila með afskriftum og vildarkjörum frá ríkisstjórninni. Er þetta ábyrgðin sem hún talaði um. Jóhanna nefndi líka ekki að hún ætli að beita sér fyrir lýðræðisumbótum eins og að þjóðin fái að kjósa sjálf um sín helstu mál og þau sem mestu varða um horfur til framtíðar. Þetta var mikið afneitunar og afturhaldsávarp. Það er ljóst að þjóðin kemst aldrei neitt framávið með svona forystu. Vonandi hættir Jóhanna sem fyrst í pólitík og vonandi fellur ríkisstjórnin sem fyrst. Þjóðin þolir ekki að vera í þessari afturhaldsgíslingu öllu lengur.
mbl.is Krefjumst ábyrgra fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur að vekja falskar vonir.

Ólafur Ragnar hefur hingað til ekki talist traustur maður í venjulegum skilningi þess orðs. Frekar hefur hann talist ólíkindatól með afbrigðum. Nú virðist hann vera farinn að vekja falskar vonir með þjóðinni um að hann ætli ekki að staðfesta landráðalögin sem Alþingi samþykkti í gær um að láta almenning borga meira af prívatskuldum óreiðumannanna í Landsbankanum, þeirra Björgólfsfeðga og bankastjóranna þeirra.

Ég óttast nú satt að segja að hann sé aðallega að gefa sér tíma til að búa til einhverja fallega afsökun fyrir því að staðfesta lögin, fremur en að hann sé að velta því fyrir sér í alvöru að synja þeim undirritunar. En það verður gaman að sjá hvað gerist 2. janúar 2010 þegar hann ætlar að hitta InDefence. Þá verður hann sjálfsagt búinn að gera þetta upp við sig. Ég býst líka við að AGS hringi í hann í dag eða á morgun til að útskýra fyrir honum hvað það þýðir ef hann er í alvöru að hugsa um að skrifa ekki undir.

En ef hann ætlar að ýta þessum lögum áfram í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef svo ólíklega skyldi nú fara hjá honum, þá skal ég taka ofan fyrir honum fyrir það.


mbl.is Undirskriftir yfir 49.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretland og Ísland á niðurleið í goggunarröðinni.

Heimspólitíkin er eins og hænsnahús. Það er ákveðin goggunarröð. Þeir feitustu og frekustu gogga í alla hina, en neðar í píramídanum eru aðrar hænur og önnur lönd sem þora ekki að gogga í þá sem eru stærri og frekari en gogga bara í þá sem eru minni og aumari. Bretland er á niðurleið í þessari röð. Nú eru Kínverjar komnir hærra í röðina, bráðum líka Indland og kannski fleiri lönd. En allra neðst í goggunarröðinni eru svo lönd eins og Ísland. Ísland goggar ekki neitt í neinn nema þá með einhverju landi sem er hærra í röðinni. Hins vegar mega allir gogga í Ísland sem vilja. En sumum finnst það reyndar tímasóun, Ísland skiptir svo litlu máli. Svona eru viðhorfin í heimspólitíkinni í dag. Ég hugsa að áhugi Breta á að þyrma lífi þessa samlanda í Kína hafi verið hinn endanlegi dauðadómur yfir honum. Hálfpartinn hvarflar að manni að Kínverjar hafi viljað sýna Bretum hver má gogga í hvern. Ef Bretar hefðu þagað og látið málið afskiptalaust hefði verið smá sjens að Kínverjar hefðu sýnt manninum miskunn. En þá hefðu Bretar engu að síður litið illa út í augum heimsins ef þeir hefðu ekkert gert í málinu til að forða manninum frá dauða. Þeirra staða er því vonlaus í svona málum. Rétt eins og Íslands.
mbl.is Bretar sagðir valdalausir gagnvart Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave afgreitt - 2 til 3 milljónir á mann í viðbót - guð hjálpi okkur.

Takk fyrir skuldirnar sem ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á Alþingi voru að gefa okkur í síðbúna jólagjöf núna 30. desember anno domini 1 e.h. (e.h. = eftir hrun)

Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.

Góði guð, fyrirgefðu þingmönnum mistök þeirra því þeir vita ekki hvað þeir gera.
Góði guð, fyrirgefðu kjósendum að kjósa þessa þingmenn, því þeir héldu að þingmenn meintu það sem þeir sögðu fyrir kosningar.
Góði guð, fyrirgefðu forsetanum fyrir að styðja þessa ríkisstjórn, því hann er samlitur henni, en ekki þjóðinni.

Guð blessi báða Björgólfana og bankastjóra þeirra sem kölluðu Icesave yfir okkur. Þeirra er ríkisstjórnin, framtíðin og endurreisnin um áratuga framtíð.

Amen.


Fjölgun í stjórnarliðinu - ekki alveg óvænt.

Nú virðist Þráinn Bertelsson hafa gengið til liðs við stjórnarflokkana. Maðurinn sem var hin nýja aldna vonarstjarna í íslenskri pólitík s.l. vor. Bauð sig fram á nýjum framboðslista Borgarahreyfingarinnar og komst á þing. Þráinn náði að komast á tveggja manna laun hjá ríkinu, bæði með því að þiggja laun sem rithöfundur og síðan sem þingmaður á sama tíma. Að þessu takmarki náðu virðist Þráinn láta duga að Össur vinur hans lyfti höndum Þráins í atkvæðagreiðslum. Hefur Þráinn bundið aðra hönd sína við atkvæðagreiðsluhönd Össurar og getur nú samið og flutt sögur í þinginu eða gert hvað annað sem hann langar til á meðan Össur greiðir atkvæði fyrir báða. Þannig hefur hann sameinað með grannri taug til Össurar bæði störfin og getur sinnt þeim báðum samtímis án þess að láta annað trufla hitt.

Svona koma nú krossvinataugar í íslenskri pólitík til hagræðis þegar sinna þarf mörgum störfum í einu.


Maður ársins 2009 er Björgólfur Thor.

madurarsins@ruv.is

Björgólfur Thor Björgólfsson hlýtur að vera maður ársins. Búinn að koma þjóðinni á hausinn með Icesave. Búinn að fá ríkisstjórnina til að koma skuldahalanum vegna þessa máls á þjóðina. Lúrir með Actavis og þúsund milljaraða skuld þess fyrirtækis í bakhöndinni. Búinn að leggja fram frumvarp um skattaafslátt til sín fyrir nýtt snilldarfyrirtæki. Lifir í vellystingum praktuglega og brosir framan í heiminn og flónin á Íslandi. Þetta er maður til að líta upp til. Þetta er maður ársins að mínu mati.

Jón P. Líndal.

Ég sendi þetta áðan inn í val á manni ársins hjá RÚV. Það er ótrúlegt hvað Björgólfur hefur áorkað á árinu sem er að líða. Enginn annar einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á þjóðina alla á árinu með athöfnum sínum. Þó afleiðingarnar af gerðum hans séu hörmulegar er ekki hægt annað en greiða honum atkvæði í vali á manni ársins að ótal mörgum öðrum ólöstuðum. Enginn annar hefur haft viðlíka áhrif á þjóðina alla á árinu með athöfnum sínum. Þið sem getið tekið undir þetta megið gjarna greiða honum atkvæði ykkar.


Ruglingslegar tölur og vanmetnar skuldir.

Ég fæ nú engan botn í þessar tölur, enda segir fréttin að Seðlabankinn segi þetta mat í sífelldri endurskoðun og háð mikilli óvissu.

Það er tvennt sem mætti vera skýrara í þessu. Annars vegar fjárlagahallinn, er hann með í skuldinni eða ekki??

Hins vegar Icesave. Það segir á einum stað í fréttinni að Icesave sé um 800 milljarðar en annars staðar að heildarskuldir hins opinbera séu um 2024 milljarðar með Icesave en 1794 milljarðar án Icesave. Í þessum hluta skýrslunnar er Icesave því metið á 230 milljarða. Þar skakkar um 570 milljörðum frá hinum hluta skýrslunnar um þetta atriði.

Svo væri gaman að fá í fréttirnar sundurliðun á þessum skuldum.

Hvað skuldar ríkissjóður.
Hvað skuldar seðlabankinn.
Hvað skulda sveitarfélögin.
Hvað skulda orkufyrirtækin sem eru í opinberri eigu.
Hvað skulda önnur opinber fyrirtæki.
Hvað skulda bankarnir.
Hvað skulda aðrir aðilar.

Ég hef nú vissar efasemdir um að 2024 milljarðar séu allar opinberar skuldir. En gott væri að það hugtak væri betur skilgreint svo hægt sé að sjá hvað er talið með í þessu og hvað ekki.
Eftir því sem fram hefur komið í fréttum skulda stærstu orkufyrirtækin líklega um 700 milljarða og flest sveitarfélög skulda orðið milljarða eða tugi milljarða hvert um sig.
Ríkissjóður skuldar sjálfur gríðarfjárhæðir og fjárlagahallinn er nærri hálfur milljarður á hverjum virkum degi ársins.
Svo er seðlabankinn búinn að taka fullt af lánum sem hann skuldar.
Icesave skuldbindingn er ein og sér 800 milljarðar ef maður tekur þá töluna sem raunhæfari virðist.
Ef maður leggur þá saman það sem er borðleggjandi í þessu þá eru skuldir orkufyrirtækja 700 milljarðar, Icesave 800 og aðrar skuldir sveitarfélaga og stofnana þeirra líklega 300 milljarðar. Þá eru komnir 1800 milljarðar og enn eftir að bæta við skuldum seðlabankans og ríkisins. Ég trúi ekki að þær séu bara rúmir 200 milljarðar til samans fyrir utan Icesave. Fjárlagahalli síðustu tveggja ára einn og sér er svo miklu meiri að þetta getur ekki staðist. Það er því vonandi að menn fari að leggja spilin á borðið og sýna hverjar réttar tölur eru. Þessi fegraða útgáfa af skuldunum er of fögur til að vera trúverðug.


mbl.is Skuldum 5150 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað ekki - Skoðið Verneglobal.com - Það er líka fleira gruggugt við þetta dæmi.

Kristinn sýnir það að hann hefði nú frekar átt að fara á þing núna en sumir sem þar sitja. Auðvitað er það rétt hjá Kristni sem hann segir um mörg hundruð milljóna stuðning við gagnaver Björgólfs Thors. Það er þvílíkur hálfvitagangur að nokkrum manni skuli detta í hug að ríkisstyrkja þetta dæmi.

Ég vil nú skora á alla áhugsama bloggara að skoða heimsíðuna Verneglobal.com, þar sem aðstandendur gagnaversins eru með opinbera kynningu á því og kostum Íslands fyrir gagnaversþjónustu. Þegar síðan er skoðuð er fljótséð að það er ekki bara verið að plata stjórnvöld á Íslandi heldur einnig væntanlega viðskiptavini. Það eru nokkrar staðhæfingar á síðunni sem eru alveg ótrúlegar og væru vart settar þar fram nema vegna þess að búið er að plata íslensk stjórnvöld og vegna þess að verið er að reyna að plata fyrirtæki í viðskipti við þetta gagnaver.

Fyrir það fyrsta þá er á síðunni væntanlegum viðskiptavinum lofað skítbillegum verðbólguvörðum rafmagnstaxta með séríslenskri skjaldborgarvörn gegn hækkandi heimsmarkaðsverði á rafmagni til næstu 20 ára.
Þetta er nú ekki hægt að gera nema búið sé að plata stjórnvöld og opinber orkufyrirtæki til að selja rafmagn til gagnaversins á undirverði til langs tíma.

Í öðru lagi er fullyrt að gagnaverið sé á stað þar sem rekstraröryggi sé meira en í Ameríku, Bretlandi og Indlandi. M.a. vísað í að Reykjanesið sé búið að vera óhreyft á sínum stað í 200 milljón ár. Þetta eru nú alveg nýjar fréttir fyrir mig og líklega jarðvísindamenn á Íslandi. Allavega segir Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands á vísindavef Háskólans, að elsta berg á Íslandi sé um 16 milljón ára gamalt. Þá er auðvelt að sjá að hraun hafa nýlega runnið um Reykjanes, skv. rannsóknum síðast fyrir 8-900 árum síðan. Jarðskjálftavirkni er talsverð og veðurfar á Íslandi auk þess vel til þess fallið að trufla raforkuflutning eins og allir landsmenn þekkja í mismiklum mæli af eigin raun.
Þarna er vægt til orða tekið verið að blanda saman hreinum lygum og miklum ýkjum til að selja þessa hugmynd. Ekki góð blanda það. Það er því full ástæða til að fá fram hvað íslenska þjóðin á að bera mikla ábyrgð á þessu nýja ævintýri Björgólfs.

Og það er ekki allt búið.

"At Verne Global, we help your company untether itself from high data center rents, high power costs and massive carbon footprints. Iceland is an excellent place to locate your next data center because it eliminates all three. The country provides an optimized combination of locational, economic and ecological benefits for data center implementations. Our wholesale model allows us to pass the benefits of Iceland's low-cost, renewable power directly to you. Thanks to Iceland's climate, we also provide free ambient cooling, which immediately impacts your TCO."

Þessi klausa er tekin beint af heimasíðunni. Þar kemur fram að viðskiptavinir geta losnað við háa leigu, hátt orkuverð og mengun með því að koma í viðskipti við gagnaverið. Þar að auki fylgir frí kæling með.
Ef þetta er svona gott dæmi, búið að kaupa fasteignir fyrir þetta á spottprís af ríkinu, búið að semja um orku á spottprís fyrir orkufyrirtækjunum, kælingin ókeypis og engin mengun, af hverju þarf þá líka að veita þessu fyrirtæki skattaafslátt??? Ég spyr, alveg burtséð frá því hvort Björgólfur fær hlut í þessum skattaafslætti eða ekki. Ástæðan er væntanlega bara sú að það er verið að láta reyna á hvað hægt er að mjólka mikið af ríkinu og þjóðinni á meðan fárið út af hruninu stendur yfir. Nota tækifærið til að sparka aðeins meira og hirða eitthvað fleira, á meðan allt er hér á hnjánum eftir Björgólf og félaga. Þetta lýsir viðskiptasiðferði sem er algjörlega óþolandi og ég krefst þess að stjórnvöld fari að berja frá sér þegar svona óþverrabrögðum er beitt í stað þess að láta þetta yfir sig ganga.


mbl.is Kristinn H: Ekki krónu til Björgólfs Thors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel skipulögð fjársvik - af hverju ganga allir lausir??

Þetta er víst ekkert annað en vel skipulögð fjársvik eftir því sem þeir segja sem vel hafa skoðað þetta. Á flestum stigum fléttunnar tekst að svíkja út peninga. Það eru sviknir út peningar með lánum út á léleg veð, það eru sviknir út peningar á hlutabréfamarkaði, það eru sviknir út peningar með tilbúinni viðskiptavild og það er svikið undan skatti. Svikna féð er oftar en ekki falið á leynireikningum og í skattaskjólum að einhverju eða jafnvel öllu leyti. Eitthvað af því þarf þó að nota áfram í fléttunni eða til að koma næstu fléttu í gang. Það kostar víst peninga að búa til peninga, líka þegar um vel skipulögð fjársvik er að ræða.

Einn þeirra sem er nú orðaður við þetta hjá Berlingske Tidende er glæpamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, sem má víst fara að flokka sem einn af góðkunningjum lögreglunnar nú þegar dómum sem hann fær er smám saman að fjölga. En af hverju gengur hann laus?? Stundum er ekki annað að sjá en sérstakur saksóknari og Eva Joly séu bara dýrt grín. Það gerist ekkert markvert hjá þeim ennþá, og það sem verra er, það virðist vera búið að koma öllum málum yfir á þau. Aðrir laganna verðir horfa bara aulalega til glæpamannanna halda áfram á sömu braut og áður og virðast halda að ákveðin tegund glæpamanna á Íslandi hafi verið eyrnamerkt Evu Joly og sérstökum saksóknara. Þetta virkar nú í reynd eins og þessar glæpaklíkur séu nú undir vernd Evu Joly og Ólafs Haukssonar.
Allavega er ríkisstjórnin óhrædd við að vera í félagsskap við þá og rétta þeim upp í hendurnar ódýra orku og skattaafslætti á kostnað almennings. Að viðbættum endalausum afskriftum og skuldabyrði sem þjóðin á nú að bera fyrir þessa menn. Og ríkisstjórnin er svo dugleg að verja þetta að almenningur er farinn að trúa því aftur að þessir glæpamenn séu snillingar. Og samt eru þeir hættir að beita sínum eigin fjölmiðlum fyrir sig, allavega með áberandi hætti, til að sannfæra almenning. Enda þurfa þeir þess ekki. Þeir eru svo heppnir að hafa fengið hér þá allra bestu ríkisstjórn sem þeir gátu óskað sér, engin ríkisstjórn á Íslandi hefur nokkru sinni þjónað fámennum hagsmunahópi eins vel og núverandi ríkisstjórn gerir fyrir útrásarglæpamennina.


mbl.is Flett ofan af íslensku aðferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókatíðindi - Monica Lewinsky og Bill Clinton aftur saman í sviðsljósið.

Nú er stutt í að út komi bók í Bandaríkjunum um framhjáhald og lygar Bills Clinton í forsetatíð hans. Þar kemur m.a. fram að hann hafi ekki bara verið í sambandi við Monicu, heldur einnig við Susan McDougal sem var ein af persónum í svokölluðu Whitewater máli. Í bókinni er víst ítarleg umfjöllun um þetta allt saman og einnig um lygar Clintons og yfirhylmingar hans og Ken Starr vegna þessara mála. Bókin er væntanleg í búðir í febrúar n.k. Þetta er eflaust fróðleg lesning um bull og bellibrögð valdamanna sem þurfa að snúa sig út úr erfiðum einkamálum.

Hér er tenging á nánari upplýsingar um þetta.

http://www.politico.com/news/stories/1209/30745.html


Grátleg samtök.

SI eru grátleg samtök. Lýsa hér yfir stuðningi við gagnaver í Reykjanesbæ og finnst það grátlegt að ég og fleiri skulum ekki vilja sjá fleiri af tærum snilldarhugmyndum Bjórgólfs Thors.

Þeir hafa greinilega gleymt því hvað þeir eru sjálfir oft búnir að kvarta yfir háum vöxtum sem eru allt að drepa á Íslandi. Þessum vöxtum er nú haldið himinháum ennþá og má alls ekki lækka þá sem neinu nemur eftir nokkurra ára bankabrellur Bjórgólfs Thors og fleiri manna. Fasteignamarkaðurinn er nánast alveg stopp eftir m.a. þáttöku Bjórgólfs Thors og gömlu bankanna í fjármögnun íbúðarhúsnæðis. SI vilja sjá opinberar framkvæmdir á næstu árum til að tryggja félagsmönnum sínum einhver verkefni. Opinberir aðilar eru flestir í erfiðri eða vonlausri fjárhagsstöðu sem Björgólfur Thor hefur lagt sitt af mörkum til að skapa með aðild sinni að fjármálalífi landsins. Ríkið er svo skuldugt að vaxtagreiðslur þess á næstu árum munu einar og sér nema hærri fjárhæðum en framkvæmdafé undanfarinna ára hefur verið. Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun eru svo skuldug fyrirtæki að óvíst er að þeim takist að greiða af skuldum mikið lengur og endurfjármagna sig, hvað þá að þau geti fengið lán til nýframkvæmda til að tryggja orkusölu til gagnavers.

Það er eins og forsvarsmenn SI séu með bæði augun blind í þessu máli. Ég legg til að þeir lesi sínar fyrri yfirlýsingar og setji sig inn í orsakir og afleiðingar hlutanna áður en þeir gerast sendisveinar klíkuhópa gegn almannahagsmunum. Það rifjast upp í þessu sambandi gamla máltækið "Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur".


mbl.is „Grátleg umræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nú ekki kæruleysi að hafa ekki áhyggjur af þessu Lúðvík?

Eigið fé uppurið og tugmilljaraða skuldir bæjarsjóðs. Er það ekkert til að hafa áhyggjur af? Bæjarstjórinn segir einhverjar eignir vantaldar í bókhaldinu sem muni stórbæta stöðuna. Þetta minnir nú á bókhaldsbrellur útrásarfyrirtækjanna og bankanna undanfarin ár. Þar voru efnahagsreikningar stöðugt fegraðir til að búa til hagnað og góða eiginfjárstöðu með því að "búa til" eignir á pappír sem hvergi hafa fundist þegar á reyndi. Loftbólubókhald má kalla þetta. Það er ekki til eftirbreytni að nota þessar aðferðir áfram. Síst til að bæta fjárhag sveitarfélaga. Miklu nær væri að bæjarstjórinn lýsti því yfir að hann hefði áhyggjur og ynni skv. því að því að laga stöðuna. Ef hann hefur engar áhyggjur og gerir ekkert raunhæft í málinu fer allt á versta veg hjá honum áður en langt um líður.
mbl.is Ekki áhyggjur af fjárhag Hafnarfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður fróðlegt að skoða þessa skýrslu.

Gaman verður að sjá hvers konar skýrsla kemur frá Alþingi um hrunið. Þetta er nú svo "óháður" aðili að maður verður náttúrulega að taka öllu í skýrslunni bókstaflega. En burtséð frá öllu gamni þá verður fróðlegt að skoða þessa skýrslu. Það gæti hugsast að eitthvað nýtt og upplýsandi komi fram í henni ef þetta er heiðarlega gerð skýrsla. Allavega ættu að vera hæg heimatökin að upplýsa um tengsl alþingismanna og viðskiftajöfra.

mbl.is Fjölluðu um rannsóknarskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband