Ólafur að vekja falskar vonir.

Ólafur Ragnar hefur hingað til ekki talist traustur maður í venjulegum skilningi þess orðs. Frekar hefur hann talist ólíkindatól með afbrigðum. Nú virðist hann vera farinn að vekja falskar vonir með þjóðinni um að hann ætli ekki að staðfesta landráðalögin sem Alþingi samþykkti í gær um að láta almenning borga meira af prívatskuldum óreiðumannanna í Landsbankanum, þeirra Björgólfsfeðga og bankastjóranna þeirra.

Ég óttast nú satt að segja að hann sé aðallega að gefa sér tíma til að búa til einhverja fallega afsökun fyrir því að staðfesta lögin, fremur en að hann sé að velta því fyrir sér í alvöru að synja þeim undirritunar. En það verður gaman að sjá hvað gerist 2. janúar 2010 þegar hann ætlar að hitta InDefence. Þá verður hann sjálfsagt búinn að gera þetta upp við sig. Ég býst líka við að AGS hringi í hann í dag eða á morgun til að útskýra fyrir honum hvað það þýðir ef hann er í alvöru að hugsa um að skrifa ekki undir.

En ef hann ætlar að ýta þessum lögum áfram í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef svo ólíklega skyldi nú fara hjá honum, þá skal ég taka ofan fyrir honum fyrir það.


mbl.is Undirskriftir yfir 49.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Jón Pétur. 

Sammála þér.

Því miður er þetta bara biðleikur hjá honum.

Hann mun skrifa undir og verða mjög langorður í afsökunum sínum og útskýringum.

Því miður.

Óska þér svo gleðilegs árs.

Gunnlaugur I., 31.12.2009 kl. 17:19

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Gunnlaugur og takk fyrir innlitið. Gleðilegt ár, eða þannig.

Jón Pétur Líndal, 31.12.2009 kl. 17:48

3 identicon

hættulegur 'biðleikur' hjá honum, það verður verra og verra fyrir hann með hverju þúsundinu sem skrifar undir hjá indefence...

órg er enginn frelsari en hann er ekki verri en hinir lúðarnir á þingi sem hafa kallað þessa ógæfu yfir okkur

Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 17:51

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Gullvagn. Þetta er alveg hárrétt hjá þér.

Jón Pétur Líndal, 31.12.2009 kl. 18:04

5 identicon

Gleðilegt ár - ég er á suðupunkti yfir þessu rugli, og sinnuleysi hjá kjánunum í kring

Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 21:55

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég kem úr norðri kom sérstaklega til að mótmæla því sem gerðist nú um áramót lítil voru áhrifin vegna manfæðar samt er ég stoltur af þeim sem komu og voru við mótmælin margt smátt gerir stórt ég er einn af ykkur og er á móti öllu óréttlæti.

Sigurður Haraldsson, 1.1.2010 kl. 01:29

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gleðilegt ár.

Sigurður Haraldsson, 1.1.2010 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband