Ruglingslegar tölur og vanmetnar skuldir.

Ég fæ nú engan botn í þessar tölur, enda segir fréttin að Seðlabankinn segi þetta mat í sífelldri endurskoðun og háð mikilli óvissu.

Það er tvennt sem mætti vera skýrara í þessu. Annars vegar fjárlagahallinn, er hann með í skuldinni eða ekki??

Hins vegar Icesave. Það segir á einum stað í fréttinni að Icesave sé um 800 milljarðar en annars staðar að heildarskuldir hins opinbera séu um 2024 milljarðar með Icesave en 1794 milljarðar án Icesave. Í þessum hluta skýrslunnar er Icesave því metið á 230 milljarða. Þar skakkar um 570 milljörðum frá hinum hluta skýrslunnar um þetta atriði.

Svo væri gaman að fá í fréttirnar sundurliðun á þessum skuldum.

Hvað skuldar ríkissjóður.
Hvað skuldar seðlabankinn.
Hvað skulda sveitarfélögin.
Hvað skulda orkufyrirtækin sem eru í opinberri eigu.
Hvað skulda önnur opinber fyrirtæki.
Hvað skulda bankarnir.
Hvað skulda aðrir aðilar.

Ég hef nú vissar efasemdir um að 2024 milljarðar séu allar opinberar skuldir. En gott væri að það hugtak væri betur skilgreint svo hægt sé að sjá hvað er talið með í þessu og hvað ekki.
Eftir því sem fram hefur komið í fréttum skulda stærstu orkufyrirtækin líklega um 700 milljarða og flest sveitarfélög skulda orðið milljarða eða tugi milljarða hvert um sig.
Ríkissjóður skuldar sjálfur gríðarfjárhæðir og fjárlagahallinn er nærri hálfur milljarður á hverjum virkum degi ársins.
Svo er seðlabankinn búinn að taka fullt af lánum sem hann skuldar.
Icesave skuldbindingn er ein og sér 800 milljarðar ef maður tekur þá töluna sem raunhæfari virðist.
Ef maður leggur þá saman það sem er borðleggjandi í þessu þá eru skuldir orkufyrirtækja 700 milljarðar, Icesave 800 og aðrar skuldir sveitarfélaga og stofnana þeirra líklega 300 milljarðar. Þá eru komnir 1800 milljarðar og enn eftir að bæta við skuldum seðlabankans og ríkisins. Ég trúi ekki að þær séu bara rúmir 200 milljarðar til samans fyrir utan Icesave. Fjárlagahalli síðustu tveggja ára einn og sér er svo miklu meiri að þetta getur ekki staðist. Það er því vonandi að menn fari að leggja spilin á borðið og sýna hverjar réttar tölur eru. Þessi fegraða útgáfa af skuldunum er of fögur til að vera trúverðug.


mbl.is Skuldum 5150 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mér alveg óskyljanlegt hvernig þetta er sett upp !

Við skuldum núna 2150 milljarða....og í lok næsta árs skuldum við 5000 milljarða....

Hvernig getur þetta staðist....

Ég hélt að við værum búin að skuldsetja okkur alveg í botn...

Hvernig getur það verið að við skuldum rúmlega helmingi meira eftir eitt ár ????

Erum við að fara með fleiri banka á hausinn ???

Hvert stefnum við ???

Sól (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Er ekki aðal spurningin um hvernig við getum greitt okkar skuldir.  Þessi spurning er búin að liggja í loftinu lengi, en enginn hefur getað svarað henni.

Gylfi Magg- segir að þetta sé allt "pís of kake" er ekki gott fyrir okkur að fá hann til að útskýra fyrir okkur hans aðferð til að greiða þessar skuldir. Það er ekki hægt að sjá neina glóru í neinu sem okkur er sagt. 

Ef til vill erum við svona vitlaus?

Ég held að Ríkisstjórn okkar haldi það. Virkilega. Hvert glapræðið á fætur öðru er framið af okkar stjórnarherrum, á meðan skuldir okkar eru uppreiknaðar.  Okkur eru gefin bjargráðin til greiðslna, ekki eitt bjargræði, heldur mörg og fleiri. 

Í nafni "pís of kake" þá er verið að berja okkur áfram, í vonlausri stöðu, um að við verðum að borga allt það sem að okkur er rétt. Auðvitað gerum við það. Við Íslendingar borgum allar okkar skuldir sem við stofnum til. En við borgum þær á þeim forsendum sem við skrifuðum undir.  

Við borgum ekki skuldir sem við höfum ekki efnt til. (Ég skil ekki Ríkisstjórn, sem vill að þjóðin borgi  meira en hún hefur skrifað undir). Ég skil ekki "Gunnarsstaðagimbilinn" í hans andstöðu við vilja þjóðarinnar um samþykki lánastöðu íslendinga. Hvaða hagsmuni ber hann í brjósti?

Það skiptir engu máli hvort við skuldum 200% eða 400% af þjóðartekjum okkar íslendinga. Það sem skiptir máli er hvort við getum greitt þær eða ekki.

Ég vil sjá úrræðin?  Ég vil ekki sjá úrræði sem draga úr okkur máttinn með degi hverjum, með tillögum Ríkisstjórnar til tekjuöflunar.  Ég vil sjá alvöru úrræði frá ríkisstjórn, sem gefur tilefni til bjartsýnnar baráttu til lausna, en ekki orðfrasa eins og ráherra okkar segir " pís of kake" að greiða allar skuldir okkar.

Eggert Guðmundsson, 23.12.2009 kl. 00:16

3 Smámynd: Eygló

Ég hef mjög gaman af tölum og auðvitað sérstaklega það sem snýr að mér og okkar þjóð.

Hef nú fyrir nokkuð löngu, ákveðið að kynna mér þetta ekki áfram, i smáatriðum.

Skiptir ekki einu blóðdropa hvort maður er dauður eða rosalega mikið dauður.

Skuldirnar virðast gjörsamlega óyfirstíganlegar, - og þá finnst mér ekki taka því að lyfta fæti til að reyna það.

Eygló, 23.12.2009 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband