Er Guð ekki svört múslimsk lesbía?

Mér er nú mikið til sama hvað Svíar gera í sínum trúmálum og hver sinnir hverju þar. En úr því þetta er fréttnæmt þá rifjast upp margvísleg umræða um Guð í gegn um tíðina. Þar hefur margt áhugavert komið fram.

T.d. telja svertingjar að guð sé svartur, enda styðja rannsóknir í mannfræði að fyrstu mennirnir séu upprunnir í Afríku og hafi verið svartir, en hvíti maðurinn sé seinni tíma gerð. Hafi þeir verið þannig af Guði gerðir er ekki ólíklegt að liturinn hafi verið valinn í samræmi við húðlit Guðs sjálfs.

Svo hafa margar áhrifakonur innan kirkjunnar (eða er það kallað kvennakirkja?) haldið því fram að Guð sé kona, ekki man ég nú sérstaklega rökin fyrir því, en eflaust eru þau góð.

Þá hafa samkynhneigðir talið það sjálfsagt að kirkjan þjóni þeim á allan hátt eins og öðrum og að Guð styðji það að fólk fjölgi sér með samkynhneigð rétt eins og öðrum aðferðum. Perraskapur ýmissa kirkjunnar þjóna vítt um heiminn í gegn um tíðina hefur líka bent til þess að ákveðins frjálsræðis megi gæta á þessum sviðum innan trúarinnar.

Múslimar og kristnir trúa líka á sama Guð. Og þar sem múslimarnir eru miklu fleiri en hinir kristnu er ekki óeðlilegt að álykta að Guð sé kannski meira múslimskur en hitt.

Þegar þetta er dregið saman er komin þessi ályktun að Guð er líklega svört múslimsk lesbía. En með þessu er auðvitað verið að persónugera Guð sem er kannski tóm vitleysa.


mbl.is Lesbía vígð biskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá eitthvað eftir af kristindóminum?

Hefur sá sem vígði lespíuna; lesið HEILAGRA RITNINGU?

*1.Korintubréf 6.9.

*3.Mósebók.20.13.

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Takk fyrir athugasemdina Jón. Ég veit svo sem ósköp lítið um kristindóminn. Var bara að setja fram þessar vangaveltur sem hafa verið í umræðunni af og til.

Jón Pétur Líndal, 8.11.2009 kl. 21:15

3 Smámynd: Reputo

Reyndar eru kristnir töluvert fleiri en múslimar. 2,1 milljarður á móti 1,3 milljarði ef ég man rétt. Hinsvegar eru þekkt um 34 þúsund afbrigði af kristninni, sem sýnir kannski það að hægt er að túlka biblíuna eins og manni sýnist.

Reputo, 8.11.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: Reputo

Svo má kannski geta þess að trúlausir eru þriðji stærsti hópurinn með um 1 milljarð.

Reputo, 8.11.2009 kl. 21:48

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Takk fyrir leiðréttinguna Reputo. Ég held þú hafir rétt fyrir þér um að múslinar séu færri en kristnir. Það var að þvælast fyrir mér að það eru Lúterstrúarmenn sem eru miklu færri en kaþólskir.

Jón Pétur Líndal, 8.11.2009 kl. 23:04

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samkvæmt Gunnari í Krossinum er Yehova og Allah ekki sami Guðinn og hann vill láta endur-helga Hallgrímskirkju eftir að Tamini, formaður múslima á Íslandi fékk að söngla eitthvað í kirkjunni. Hann telur að kirkjan hafi verið vanhelguð með sönglinu

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 07:48

7 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Gunnar og takk fyrir athugasemdina. Þessi afstaða Gunnars í Krossinum er enn eitt dæmið um hvað umburðarlyndið innan trúarinnar er lítið í verki. Enda löngum verið auðvelt að flokka menn í "vini" og "óvini" eða "trúaða" og "villutrúandi" eftir trúarbrögðum.

Jón Pétur Líndal, 9.11.2009 kl. 09:15

8 identicon

Guð er í speglinum þegar sá trúaði horfir í hann.

Allah er Yahweh og Yahweh er Allah.
Múslímar viðurkenna þetta, hnífurinn stendur í trúnni með honum Sússa, sem múslímar viðurkenna bara sem spámann eins og Mummi.

Kaþólska kirkjan bjó Sússa til, nokkrir kuflar tóku þá ákvörun fyrir allan heiminn að Sússi væri guð og vísa versa...
Rétt eins og aðrir ákváðu fyrir allan heiminn að þessi eða hinn væri guð..

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband