Meira um herskyldu á Íslandi og hernaðarstefnu ESB, að gefnu tilefni.

Ég skrifaði fyrr í dag bloggfærslu um væntanlega þáttöku okkar Íslendinga í hernaði ESB í framtíðinni. Það kom mér á óvart að fá athugasemd frá lesanda sem fullyrti að ég væri í þessari bloggfærslu að ljúga að sjálfum mér og þá líklega öðrum um leið. Ég hélt að Íslendingar sem almennt eru nokkuð vel menntaðir og upplýstir um umheiminn samanborðið við ýmsa aðra, væru ekki svona einfaldir afneitunarsinnar þegar kemur að einhverju sem illt er að láta orða sig við.

Þess vegna ætla ég nú, ef vera skyldi að fleiri svona afneitunarsinnar hafi lesið hið fyrra blogg mitt um þetta án þess að gera samt athugasemdir, að birta hér ítarlegri upplýsingar máli mínu til stuðnings og þeim til fróðleiks og íhugunar.

Í stjórnarskrá ESB segir orðrétt: "The Union shall have competence to define and implement a common foreign and security policy, including the progressive framing of a common defence policy." (Article I-12, paragraph 4)
Í lauslegri þýðingu þá segir í þessari grein að ESB skuli geta ákveðið og framfylgt sameiginlegri stefnu í utanríkis- og öryggismálum, þ.m.t. varnarmálastefna.

Þetta er mjög víðtækt vald sem þarna er stefnt að hjá ESB. Ef orðalagið sem notað er, öryggis og varnarmál, er misskilið af einhverjum, þá eru þetta þau orð sem notuð eru í dag yfir hernaðarmálefni. Ég veit ekki til að nokkurt ríki noti lengur orð eins og "war policy" yfir hermálastefnu sína eða "minister of war" eða "secretary of war" yfir hermálaráðherra. Þetta er í dag allt flokkað undir öryggis- og varnarmál.

En fleira úr stjórnarskrá ESB. "The European Union shall conduct a common foreign and security policy, based on the development of mutual political solidarity among Member States, the identification of questions of
general interest and the achievement of an ever‑increasing degree of convergence of Member States'actions. Þetta er úr "article I-40 paragraph 2".

Þarna kemur skýrt fram að Evrópuráðið geti ákveðið sameiginlega öryggis- og utanríkismálastefnu.

Þetta þýðir bara það sem það segir, Evrópuráðið getur ákveðið sameiginlega varnarmálastefnu. Sem sagt þeir geta ákveðið að Íslendingar þurfi að skaffa mannskap í hernað og blóðpeninga með. Eins og við vitum vel sem erum ekki í afneitun, þá eru varnir með ýmsum hætti í dag. T.d. hafa Bandaríkjamenn og Bretar ákveðið að verjast hryðjuverkamönnum með því að fara í stríð við þá og drepa sem flesta þeirra á þeirra heimavelli áður en þeir fremja hryðjuverk. Og þá skiptir engu þó margfalt fleiri, kannski þúsundfalt fleiri saklausir séu drepnir í leiðinni. Þess vegna er nútíma öryggis- og varnarmálastefna vestrænna ríkja ekkert annað en blóðugur hernaður. Og það er þetta sem Íslendingar munu þurfa að taka þátt í eftir inngöngu í ESB.

Jæja, best að koma með fleira úr stjórnarskránni okkar tilvonandi.
Þetta er tekið úr "Article I-41 paragraph 3."
Member States shall make civilian and military capabilities available to the Union for the implementation of the common security and defence policy, to contribute to the objectives defined by the Council. Those Member States which together establish multinational forces may also make them available to the common security and defence policy.

Þarna segir að aðildarríkin skuli leggja fram hernaðarmátt. Athygli vekur að þarna er ekki talað um varnargetu eða öryggisviðbúnað, heldur "military capabilities" eða hernaðarmátt og svo er talað um fjölþjóðaher (multinational forces).
Þá ætti það ekki lengur að fara á milli mála sem ég var að ræða í hinu fyrra bloggi að við Íslendingar þurfum að vera tilbúnir til að taka þátt í hernaðarbrölti ESB, bæði með mannskap og blóðpeninga.

Og það er fullt af fleiri greinum í þessari stjórnarskrá ESB sem undirstrika þessa stefnu enn betur. En ég nenni nú ekki að tyggja þetta allt hér oní fólk en bendi mönnum bara á að skoða þetta sjálfir á heimasíðu ESB.

Og eftir stendur spurningin, hvernig ætla Íslendingar að uppfylla herskyldu sína í ESB þegar þar að kemur?

Hér er tenging á stjórnarskrá ESB.
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:C:2004:310:0011:0040:EN:PDF


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband