Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Heiðarlegur bókhaldsfalsari hafður fyrir rangri sök.

Ég skil nú ekkert í Birni að kalla hinn heiðarlega bókhaldsfalsara Jón Ásgeir Jóhannesson fjárdráttarmann. Þetta eru auðvitað slæm afglöp og klaufaskapur hjá Birni sem hefði ekki þurft að skrökva neinu upp á Jón Ásgeir til að upplýsa um rétt innræti hans.

En samt finnst mér nú Björn fá harðan dóm fyrir þetta mismæli í bókinni. Get varla séð annað en að Hæstiréttur hljóti að milda dóminn verulega í ljósi þess að Björn hafði afsakað sig í bak og fyrir opinberlega og leiðrétt bókina. Það er nú ekki eins og Björn hafi verið mjög forhertur í glæpnum þegar ljóst var að hann notaði ekki alveg rétt orð um Jón Ásgeir.


mbl.is Tiltekin ummæli ómerkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta rétta spurningin?

Auðvitað getur það ekki verið ólöglegt að frambjóðandi bjóðist til að greiða fyrir vinnu vegna framboðsins. Það er kjánalegt að spyrja Sigurð Líndal um það.

Hefði ekki frekar átt að spyrja hann hvort það sé löglegt að leyna fólk þeim hagsmunatengslum sem búa að baki framboðum og frambjóðendur þurfa að gjalda fyrir nái þeir kjöri? Þá er ég að vísa í hagsmunatengsl Ólafs Ragnars og fjölmiðlasamsteypu Jóns Ásgeirs þegar sá fyrrnefndi var kjörinn forseti 1996. Þau tengsl reyndust þjóðinni ekki farsæl. Nú er Ólafur aftur kominn með stuðningsmenn en það hefur ekki komið skýrt fram til hvers þeir ætlast af honum í staðinn fyrir stuðninginn.

Ætti það ekki að vera krafan núna að allir frambjóðendur séu einmitt með kosningabaráttu sína gagnsæja. Að kostnaður við framboðin og hagsmunatengsl vegna þeirra séu uppi á borðum. Ástþór á skilið hrós fyrir sína aðferð. Tökum hann til fyrirmyndar í þessu, tökum nú nýja Ísland á þetta til tilbreytingar.


mbl.is Spánarboðið ekki ólöglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími á að lögmenn setji gott fordæmi?

Enginn fagnar þessari árás á lögmann í morgun og vonandi tekst að bjarga honum. En það er umhugsunarefni að margir hafa séð þetta koma og varað við því á opinberum vettvangi. Við venjulegu fólki blasir það við að sá þjófnaður á eignum almennings sem stundaður er í landinu í gegn um gengislán, verðtryggingu lána, afskriftir til auðmanna og fleira er algjörlega óþolandi og ólíðandi fyrir duglegt og heiðarlegt fólk. Nú síðast hefur það bæst ofan á annað óréttlæti að fjármálastofnanir eru hættar að taka mark á Hæstarétti og fara í engu að dómum hans varðandi útreikning lána.

Lögmenn landsins hafa upp til hópa tekið þátt í þessu þjóðarráni og þegið glaðir stóran skerf af þýfinu undir því yfirskyni að þeir séu bara að vinna vinnuna sína. Þeir hafa sýnt það í verki að nútíma lögfræði snýst um það eitt að gera sér sem mestar tekjur af lögunum. Þeir una sér glaðir sem böðlar fjármagnsins svo lengi sem greiðslur berast.

Ég veit svo sem ekkert um aðdraganda þess ólánsatburðar sem varð í morgun en leyfi mér þó að setja hann í samhengi við áralanga atburðarás óréttlætis í landinu. Hvort sem þetta er rétt hjá mér eða ekki held ég að það sé kominn tími til að lögmenn líti í eigin barm og hyggji að hvort þeir hafi ekki skyldur til að hefja lögin upp úr því efnahagsböðlastarfi sem þau eru að mestu helguð nú orðið. Er ekki kominn tími til að lögmenn horfi til réttlætis fyrir landsmenn og að beita kunnáttu sinni í þágu almannahagsmuna fremur en hæstgreiðanda? Kemur það ekki lögmönnum til góða að lokum eins og öðrum að viðhalda réttarríki í stað þess að efla græðgisvæðinguna og óréttinn? Það er ekki merkilegt réttarríki þar sem menn mega nota þýfi til að kaupa sér varnir færustu lögmanna. Hvernig samrýmist slíkt siðferði lögmanna?

Setjið nú gott fordæmi og takið frumkvæði í að koma með lausnir á vanda þjóðarinnar í stað þess að láta fjármagnsöflin siga ykkur á þjóðina eins og hverja aðra handrukkara. Græðgin er að eyðileggja lögin í landinu, lögmennina og réttarríkið. Takið nú góða samvisku og gott líf fram yfir skyndigróða.


mbl.is „Allir eru harmi slegnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg túlkun á niðurstöðum.

Skv. tölunum sem fréttin styðst við telja 88-89% þeirra sem svöruðu að horfurnar í efnahagslífnu fyrir 2012 séu jafnslæmar eða verri en á árinu 2011. Það er nú að mínu mati ekkert bjartsýniskast í þessum tölum og undarlegt að líkja þessu mati á efnahagshorfunum við hástökk í bjartsýni.
mbl.is Ísland meðal hástökkvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvatti fólk til að hætta að skipta við bankana.

Það var mjög athyglisvert í ávarpi Ólafs Ragnars að hann hvatti fólk til að hætta að taka lán. Hann virðist skynja það að hagsmunir fjármálakerfisins og almennings fara ekki lengur saman. Ég er alveg sammála honum um þetta og árétta það bara að fólk á alls ekki að skipta við íslensku bankana. Það er ekki hægt að taka lán hjá þeim vegna þess að engin leið er að vita fyrirfram hvað það kostar að lokum. Það er heldur ekki hægt að treysta þeim fyrir peningum því enginn veit hvar þeir enda að lokum eins og nýleg dæmi sanna svo vel.

Hitt þótti mér minni frétt þó hann minntist á ofvöxt ríkisbáknsins. Það hefur lengið blasað við öllum að það bákn er stjórnlaus ótemja sem hvílir á herðum þjóðarinnar af sívaxandi þunga. Í tíð fjármálaráðherrans sem var sem betur fer að hætta í gær hélt þetta skrímsli áfram að vaxa og kosta meira á hverju ári.

Þetta voru góð tilmæli hjá forsetanum að benda okkur á að skera niður ríkisbáknið og hætta að skipta við bankana.


mbl.is Kvöddum viðburðaríkt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa hinir seku ekki nóga forgjöf?

Það kemur úr hörðustu átt að hópur lögmanna sem nú treður út vasana af illa fengnu fé þeirra manna sem þeir verja og eru sumir nú þegar dæmdir glæpamenn, skuli segja mönnum að hafa hægt um sig og hætta að pönkast á skjólstæðingum sínum.

Forgjöf skjólstæðinga þessara lögmanna er mikil á almenning sem sækir á um, í gegn um embætti sérstaks saksóknara, að þeir standi skil gjörða sinna og skili ránsfeng úr nokkrum af stærstu bankaránum síðari tíma.

Er ekki nóg að menn hafi yfir hundruðum milljóna eða milljörðum af illa fengnu fé að ráða til að verja sig og búi þar að auki við þá einstöku og fáránlegu löggjöf sem er á Íslandi að vart má snerta við illa fengnu fé þessara manna þó fyrir liggi svo sterkar sannanir um ólöglega öflun fjárins að enginn vafi leiki á um kaldrifjaðar og útsmognar vel skipulagðar aðgerðir til að komast yfir sem mest fé á sem stystum tíma með svikum, prettum, lagaklækjum og alls konar flækjum undir huliðshjúp bankaleyndar.

Nú vilja lögmenn að menn hætti að tala um skjólstæðinga sína á opinberum vettvangi. Þessir sakleysingjar þola ekki að sannleikurinn um þá komi fram. Sjálfsagt gæti það komið þeim vel fyrir dómi að úti í þjóðfélaginu væri enginn að fjalla um mál þeirra, þá myndu dómarar álíta sem svo að afbrotin þættu ekki merkileg og dæma skv. því. En það er ekki skoðun fólks, áhyggjuefni flestra er fremur að refsiramminn sé allt of lítill og að menn haldi ávinningi af brotum að miklu leyti.

Það sem þarf að tala um í þessu sambandi er hvort ekki eigi að finna ráð til að ná öllu þýfinu til baka, bæði af þeim sem sáu til þess að bankarnir voru tæmdir og af þeim sem nú njóta þess að taka við því frá bankaræningjunum. Er það sanngjarnt eða eðlilegt að menn geti keypt sér endalausar varnir fyrir dómstólum fyrir illa fengið fé?

Það var ekki efnilegt þegar dómur var upp kveðinn í héraðsdómi um daginn í skattamáli Baugs. Í dómnum mátti sjá að dómarinn vildi dæma Jón Ásgeir og félaga í harða refsingu fyrir brot sín. Hann treysti sér hins vegar ekki til þess þar sem lögmenn voru búnir að tefja og þvæla málið árum saman. Dómarinn virtist öskufúll yfir að málið var eyðilagt með þessum hætti. Þarf ekki að loka þessari undankomuleið sakamanna frá réttlátum dómum? Er það forherðing brotamannsins eða beiðni um betri lögmann að eftir að dómur er kveðinn upp kemur Jón Ásgeir fram og segir að það megi aldrei aftur fara eins með nokkrun mann eins og farið var með hann í þessu máli? Ég er sumpartinn sammála honum. Þetta á bæði að ganga hraðar og það á ekkert að láta menn eins og hann sleppa þegar þeir eru borðleggjandi sekir, bara af því þeir hafa stolið nógu miklu til að geta haldið úti lögmönnum til að tefja málin og þvæla í hið óendanlega.
Meira að segja brotamenn eins og Jón Ásgeir eru ekki ánægðir með varnir sínar. Eigum við ekki að láta það eftir honum að breyta kerfinu þannig að mál geti ekki verið svona lengi að tefjast vegna lagaklækja?

Við ættum að fá í Kastljósið umfjöllun um þetta, hvernig stórglæpamenn nota illa fengið fé til að kaupa sér varnir og komast undan dómum þó þeir séu sekir. Kastljósið ætti að fjalla aðeins um þetta og hvernig illa fengið fé endar að stórum hluta í vasa lögmanna á kostnað almennings. Það ætti líka að fjalla um hvernig má eyðileggja mál með lagaklækjum og töfum og koma þannig í veg fyrir að menn séu dæmdir til eðlilegra refsinga fyrir brot sín. Það mætti fjalla um hvort það er löglegt og siðferðilega rétt að lögmenn komist upp með slíka dómasniðgöngu fyrir skjólstæðinga sína? Er hægt að stefna lögmönnum fyrir að eyðileggja mál? Menn eru dæmdir fyrir þær sakir að spilla sönnunargögnum og bera ljúgvitni, af hverju er það látið óátalið þegar lögmenn spilla dómsuppkvaðningu? Eigum við ekki að fá umræðu um þessa hluti líka? Það vantar alveg pressu á lögmannastéttina.


mbl.is Segja mál að linni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland stærsti kínarúlluvagn í heimi.

Ég held að það sé stórlega orðum aukið að líkja kaupum á Grímsstöðum á Fjöllum við söguþráð í James Bond mynd. Kannski stendur bara til að byggja á Íslandi stærsta skyndibitastað í heimi fyrir alla Kínverjana sem ætla að spila golf upp á öræfum á veturna eftir að þeir hafa ferðast þangað með skíðalyftu frá Egilsstöðum og rennt sér á skautum á Mývatni og flogið með þyrlu upp á Herðubreið til að stökkva af henni í kínverskum flugdrekum og svífa niður í Öskju þar sem hægt væri að gista í upphituðum snjóhúsum áður en haldið er í Ásbyrgi til að skoða Ísbirni. Kannski verður líka mörgæsagarður á Kínajökli sem verður byggður rétt ofan við Dettifoss með snjóframleiðsluvélum. Svo er hægt að bora michelin veitingastað inn í Dettifoss með frábæru útsýni gegn um fossvatnið og dinnertónlist frá fossinum sjálfum.

Nei, ég segi bara svona, það eru ýmsir möguleikar í ferðaþjónustu fyrir stórhuga menn.


mbl.is Dr. No á eldfjallaeyjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrsla mín um skýrslu AGS.

Steingrímur og Jóhanna eru útskrifuð úr smalahundaskóla AGS. Sjá nánar hér:
mbl.is Nýjar tekjur skila 29 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur eignarhald á Íslandi verið tekið af Íslendingum bótalaust til að færa það útlendingum?

Það er augljóst að MBL hefur eitthvað misskilið heimildarmenn sína og klúðrar útreikningum í þessari frétt um verð Grímsstaða. Það er alrangt að algeng stærð á bújörðum á Íslandi sé 4-5 þúsund hektarar. Meðalstærð íslenskra bújarða er 1.103 hektarar (sjá nánar hér) og algjör undantekning að jarðir séu 4 þúsund hektarar eða stærri.

Stærstu jarðir Íslands eru eins og Grímsstaðir, jarðir sem liggja að hálendi landsins. Þessar jarðir hafa þó verið skertar verulega að stærð á undanförnum árum og land þeirra verið þjóðnýtt að verulegu leyti  með störfum Óbyggðanefndar sem hefur unnið að því á undanförnum árum að færa land úr einkaeigu yfir í ríkiseigu. Hins vegar er það algengt og rétt sem fram kemur í fréttinni að stórar og góðar jarðir séu seldar á 100-300 milljónir. Í stuttu máli þá virðist skeika ca. hálfu til einu núllí í útreikningum MBL á jarðastærðum og þar með verði. Þú núll sé ekki stór tala ein og sér þá skiptir hún talsverðu máli í útreikningum, sérstaklega þegar um er að ræða eitt núll af mörgum sem notuð eru í sömu tölunni. Þeir útreikningar sem MBL slengir fram um algeng verð á landi á Íslandi eru algjörlega ómarktækir og staðlausir stafir.

Annað mál er svo að ríkið hlýtur sem eignaraðili að jörðinni Grímsstöðum að ganga inn í kaup Huangs Nubo, enda er það í samræmi við stefnu undanfarinna ára um að þjóðnýta Ísland og minnka prívat eignarhald á landinu. Varla er þjóðnýting landsins á undanförnum árum framkvæmd í þeim tilgangi einum að færa útlendingum landið.


mbl.is Verð Grímsstaða sagt í samræmi við jarðaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið á að ganga inn í þessi kaup.

Það á ekki að selja útlendingi þessa jörð af þeirri einföldu ástæðu að það er heimska. Það er skammtímahagnaður af sölunni en á móti er fórnað framtíðarávinningi. Þetta er eins og að pissa í skóinn sinn. Kínverjar leyfa t.d. ekki svona heimsku í sínu heimalandi. Þar er algjörlega bannað að selja útlendingum land, strangt til tekið má ekki einu sinni selja eitt kg. af kínversku landi í poka til að fara með úr landi ef maður vildi, hvað þá heldur 300 ferkílómetra með gögnum og gæðum.

Hins vegar er engin ástæða til að standa í vegi fyrir því að kínverjinn Huang Nubo, starfsmaður kínverska áróðursmálaráðuneytisins, fái að byggja þarna golfvöll og hótel fyrir 100 milljónir dala. Ef hann hefur áhuga á því þá getur hann leigt jörðina af ríkinu til þess í 40-50 ár. Að ríkið gangi inn í jarðakaupin mundi í raun styðja við ferðaþjónustu áform Huang Nubos, því þannig getur hann dreift greiðslum fyrir jörðina á langan tíma í formi leigu og þarf ekki sjálfur að standa í fjármögnum vegna jarðakaupanna. Ríkið hlýtur að eiga auðvelt með af afla sér lánsfjár í landakaup úr því það hefur tekið mörg hundruð sinnum meira fé að láni til að setja í tapaðar skuldir sem engu skila og eru einskis virði. Auk þess að eiga landið allan tímann þá væri lán ríkisins vegna kaupanna gulltryggt með greiðslum Huang Nubos á leigutímanum.

Svona kæmi þetta best út fyrir alla, landeigendur sem nú eru að selja, ríkið og Huang Nubo. Þetta hlýtur að vera rétta leiðin í þessu nema eitthvað búi að baki kaupunum sem ekki er uppi á borðum.

Svo á auðvitað að taka upp kínversku leiðina í þessu og harðbanna alla sölu á Íslandi til útlendinga. Það sem jarðarbúar þurfa mest á að halda í framtíðinni er land og vatn og orka. Grímsstaðir á fjöllum er ekkert nema land og vatn og orka. Að selja þetta til kínverja núna er metheimska. Að trúa því að eitthvað hald sé í íslenskum reglum og stjórnmálamönnum til að hafa stjórn á erlendum innrásarvíkingum er enn meiri heimska.
Landsölubann til útlendinga þarf að setja í stjórnarskrá.


mbl.is Á að selja Grímsstaði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband