Hvatti fólk til að hætta að skipta við bankana.

Það var mjög athyglisvert í ávarpi Ólafs Ragnars að hann hvatti fólk til að hætta að taka lán. Hann virðist skynja það að hagsmunir fjármálakerfisins og almennings fara ekki lengur saman. Ég er alveg sammála honum um þetta og árétta það bara að fólk á alls ekki að skipta við íslensku bankana. Það er ekki hægt að taka lán hjá þeim vegna þess að engin leið er að vita fyrirfram hvað það kostar að lokum. Það er heldur ekki hægt að treysta þeim fyrir peningum því enginn veit hvar þeir enda að lokum eins og nýleg dæmi sanna svo vel.

Hitt þótti mér minni frétt þó hann minntist á ofvöxt ríkisbáknsins. Það hefur lengið blasað við öllum að það bákn er stjórnlaus ótemja sem hvílir á herðum þjóðarinnar af sívaxandi þunga. Í tíð fjármálaráðherrans sem var sem betur fer að hætta í gær hélt þetta skrímsli áfram að vaxa og kosta meira á hverju ári.

Þetta voru góð tilmæli hjá forsetanum að benda okkur á að skera niður ríkisbáknið og hætta að skipta við bankana.


mbl.is Kvöddum viðburðaríkt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jón Pétur; og þakka þér fyrir, hin liðnu ár !

Ályktanir þínar; sem hugvekja öll, er þakkarverð.

Íslendingum dygði: einn lítill Ríkisbanki - auk 6 - 7 Sparisjóða, sé mið tekið, af fjölda landsmanna, um hinar dreifðu byggðir, allar.

Með Áramótakveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 14:54

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Óskar Helgi og takk fyrir kveðjuna.

Það er alveg rétt hjá þér að okkur dygði einn lítill ríkisbanki og eitthvað smávegis af sparisjóðum.

Aðalmálið er bara að ef eitthvað í okkar lífi á að vera ríkisrekið en ekki einkarekið þá er það peningakerfið. Við viljum hafa ríkisrekið heilbrigðiskerfi, menntakerfi og samgöngukerfi vegna þess að við óttumst að þessi kerfi verði meira og minna eyðilögð ef þau verða einkarekin. En fjármálakerfið er einkarekið og það er líka búið að eyðileggja það rækilega. Ef það er eitthvað sem er okkur jafnmikilvægt eða mikilvægara en hin kerfin þá er það fjármálakerfið. Því kerfi þarf að koma aftur í almanneigu bæði á Íslandi og annars staðar ef koma á heiminum upp úr þeirri kreppu sem skollin er á.

Sendi þér áramótakveðjur í Árnesþing.

Jón P. Líndal.

Jón Pétur Líndal, 1.1.2012 kl. 15:17

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

það er bara hið besta mál að hafa ríkisrekinn þjóðarbanka sem væri fyrir fólkið.Sá banki stundaði öll almenn viðskipti fyrir almenning og smærri fyrirtæki.Verðbréfaviðskipti og hlutabréfaviðskipti geta svo einkaaðilar stundað.

Hörður Halldórsson, 2.1.2012 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband