Færsluflokkur: Bloggar

Fitch metur sem svo að erfiðara sé að ræna af Íslendingum en áður.

Þeir segjast alla tíð hafa metið það sem svo að Icesave samningur væri forsenda til að endurreisa traust á Íslandi.

Þetta mat sýnir bara að þetta Fitch fyrirtæki er að meta það sem svo að erfiðara sé að ræna Íslendinga en áður var talið. Ég álykta allavega svo úr því að þessi fáránlegi, órökrétti Icesave samningur var svona álitlegur í þeirra augum. En með honum var verið að ræna Íslendinga peningum með því að heimta að þjóðin borgaði til baka peninga sem hún hefur aldrei fengið, og meira að segja miklu meira en lög og reglur ESB kveða á um. En þjóðin vill ekki láta ræna sig með þessum hætti, forsetinn vill það ekki heldur og þá koma svona fyrirtæki og lækka lánshæfismatið. Ég hef ekki áhyggjur af þessu. Það væri mun mikilvægara fyrir matsfyrirtækin að koma með mat á því hvernig hægt er að siðvæða reglukerfi fjármálaumhverfis heimsins til að svona vitleysa komi ekki upp aftur. Grunnvandinn er hjá fjármálakerfinu, ekki því að saklausir Íslendinga vilji ekki borga eitthvað sem reynt er að troða upp á þá.


mbl.is Fitch lækkar lánshæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg yfirlýsing Jóhönnu.

Það vakti athygli mína í yfirlýsingu Jóhönnu forsætisráðherra núna áðan að í lok yfirlýsingarinnar sagði hún að ríkisstjórnin myndi fara að undirbúa að Icesave frumvarpið yrði lagt fyrir þjóðaratkvæði.

Þetta finnst mér nú fáránlegt skilningsleysi hjá forystumönnum stjórnarinnar. Það liggur fyrir að fumvarpið verður kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu og það er því bara óþarfa vesen og kostnaður að fara með það þangað. Það þarf bara að draga þetta til baka og fara að vinna af viti í þessu máli.

En þetta viðhorf sýnir ágætlega hvílík veruleikafyrring er stundum í þessari ríkisstjórn.

Þetta skýrir kannski ágætlega hversu illa hefur til tekist af Íslands hálfu í þessum Icesave samningum. Í stað þess að kynna málstað Íslands almennilega fyrir viðsemjendum og semja a.m.k. um þetta í samræmi við lög og reglur, þá hefur bara verið reynt að troða því upp á þjóðina sem hinir samningsaðilarnir vilja fá framgengt.

Þessi ríkisstjórn er því miður óhæf. Ég hélt lengi vel að það væri bara út af tengslum Samfylkingarinnar við útrásina, en líklega er bara því miður ákveðinn hæfileikaskortur fyrir hendi þar að auki. Og það gengur ekki að manna alþingi og ríkisstjórn á þessum tímum með óhæfu fólki.


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ólafur Ragnar Grímsson.

Ólafur með þjóðarvilja,
afstöðuna tók með sæmd.
JóSteina nú ætti að skilja,
að stjórnin hún er dauðadæmd.

Sómi landsins, sverð og skjöldur
ég hylli þig og heiður sýni.
Hafinn yfir pex og nöldur,
forseti vor, greindi og fíni.

Styrkur þinn er þjóðarhagur,
verðu áfram land og strönd.
Bráðum kemur betri dagur,
betri tíð við sjónarrönd.


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samspillingin í vanda.

Eigi Ísland að fara inn í ESB að uppfylltum hliðstæðum skilyrðum og Króatía þarf Samfylkingin líklega að byrja á að byggja fangelsi fyrir sína forystumenn og koma þeim þangað inn og henda lyklunum áður en möguleiki verður á að við komumst í ESB. Ef taka þarf á spillingu og óeðlilegri bankastarfsemi þurfa Íslendingar reyndar að byggja upp nýtt fjármálakerfi og nýtt stjórnkerfi, ætli þeir inn í ESB. Svo mikil er nú spillingin og sukkið hér að þessir 4 milljarðar í Króatíu myndu varla ná inn í nokkurn fréttatíma hér eða verða nokkurn tíma að ástæðu til að handtaka nokkurn mann. Allavega hefur enginn verið handtekinn út af 10-50 sinnum stærri málum hérlendis sem þó eru sambærileg að því leiti að óhófleg lán voru veitt vinum út á litlar eða engar raunverulegar tryggingar.

En ESB umsóknin fer að verða skrýtið mál ef umsækjendurnir þurfa að láta læsa sjálfa sig inni til langframa svo þeir geti uppfyllt nauðsynleg skilyrði til að koma þessu gæluverkefni í framkvæmd. Og þá þurfa þeir að loka sig inni með bestu vinum sínum, þeim Jóni Ásgeiri glæpamanni og Bjórgólfi Thor Icesaveskuldara. Það verða líklega ekki margir þekktir menn úr viðskiptalífi og stjórnmálum sem enn ganga lausir þegar ESB kveikir loksins græna ljósið fyrir Ísland til að ganga í sambandið ef nauðsynlegt er að taka á spillingu til að fá straum á þetta græna ljós.

Og þannig á þetta lið sem gekk harðast fram í að koma landinu á hausinn enn eftir að kosta okkur ómælt fé, hvernig sem fer, hvort sem það gengur laust eða ekki. Það kostar víst upp undir 30 þúsund kall dagurinn í steininum. Það er alveg ótrúlegt hvernig sumir geta einhvern veginn tryggt sér að verða eilíflega á opinberu framfæri, hvort sem þeir eru í afskrifuðum og ríkisstyrktum viðskiptum eins og Jón Ásgeir glæpamaður og Bjórgólfur Thor eða þeir eru í steininum eins og líkur eru á að báðir þessir menn verði innan fárra ára. Það virðist bara ekki vera hægt að komast hjá því að hafa þá á framfæri þjóðarinnar.


mbl.is Króatískir bankamenn handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ólafur Ragnar Grímsson

Ég verð að senda Ólafi Ragnari hamingjuóskir með fyrsta almennilega nýársávarp hans til þjóðarinnar í forsetaembætti.

Og ef hann er að meina það sem hann sagði verð ég líka að óska honum aftur til hamingju, því batnandi manni er best að lifa.

Það var afar athyglisvert hve sterklega Ólafur gagnrýndi stjórnskipun, spillingu, flokkstengsl og sundurlyndi. Hann talaði með lýðræði og móti flokksræði. Og ef hann er nú samkvæmur sjálfum sér, hlustar á sína eigin ræðu, hlýtur hann sjálfur að víkja sundurlyndisfjandanum til hliðar á morgun þegar hann tilkynnir hvort hann skrifar undir Icesave lögin eða vísar þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hlýtur í nafni sátta í stað sundurlyndis að ætla að fylgja vilja þeirra 53000 Íslendinga sem hafa skrifað undir áskorun um að fá málið til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hlýtur í nafni sátta í stað sundurlyndis að taka mark á vilja þeirra 70% þjóðarinnar sem skoðanakannanir sýna að vill fá að greiða þjóðaratkvæði um málið. Hann hlýtur í nafni lýðræðis í stað flokksræðis að leyfa þjóðinni að ákveða afgreiðslu þessa máls í stað 33. atkvæða á Alþingi sem eru mörg hver hluti af þeirri spillingu sem Ólafi þykir greinilega nóg komið af.

Það er augljóst að margir eiga eftir að fjalla um nýársávarp Ólafs og leggja út af því. Ólafur hefur greinilega ákveðið eins og við Ástþór Magnússon og fleiri að stíga út fyrir löngu úrelta flokkspólitík og horfa nú frekar til almannahagsmuna og lýðræðisumbóta en flokkshagsmuna, klíkuskapar og spillingar. Það var raunar athyglisvert hve einstaklega mikill samhljómur er orðinn með Ólafi og Ástþóri. Ræðan hljómaði eins og innihald hennar kæmi frá Ástþóri, en lesin með vel slípuðu orðfæri Ólafs.


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjónar glæpasamtaka.

Það á að breyta Íslendingum í þjóna og skuldaþræla alþjóðlegra glæpasamtaka. Þetta er alveg orðið fullljóst. Ríkisstjórn Íslands er búin að sætta sig við þetta. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er búinn að sætta sig við þetta. Nú er verið að þjarma að forsetanum að sætta sig við þetta. Þjóðin verður neydd í þetta, því hún fær engu að ráða um málið.

Þetta er mín afstaða því í þessu Icesave máli hefur þetta gerst:

1. Geir Haarde gaf út eftir bankahrun þá yfirlýsingu að innistæður í bönkum yrðu tryggðar. Þegar þessi yfirlýsing var skoðuð nánar kom í ljós að hún gekk lengra en lög Íslands, Bretlands og ESB krefjast.

2. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur í stað þess að leiðrétta yfirlýsingu Geirs í samræmi við það sem lög allra málsaðila áskilja, ákveðið að standa við ítrustu túlkanir á yfirlýsingu Geirs og telur sig skuldbundinn til að saklausir Íslendingar borgi það sem krafist er án allra fyrirvara.

3. Íslendingar flutu sofandi að feigðarósi í aðdraganda hrunsins. Um það verður ekki deilt, eftirlitsstofnanir brugðust, eigendur og stjórnendur bankanna brugðust, enda nú þegar dæmdir glæpamenn sumir hverjir. Stjórnmálamenn brugðust, enda á miklum styrkjum frá fjármálakerfinu sem virka sem sterkt deyfilyf á siðferði þeirra sem styrkina þiggja. En það sem verra er en að fljóta sofandi að feigðarósi er að fljóta þangað vakandi. Það er það sem nú er að gerast, ríkisstjórnin hefur ákveðið að fljóta áfram í sömu átt og áður og er þó öllum ljóst hvert stefnir nú þegar allir eru vaknaðir.

4. Ekkert hefur verið hreyft við þeim mönnum sem keyrðu bankana og fleiri fyrirtæki í þrot. Enginn hefur verið settur í varðhald, engar eignir frystar utan smáupphæðar hjá manni í aukahlutverki í þessu hruni, ríkið er meira að segja í verulegum viðskiptum og samstarfi við suma þá sem allra mesta ábyrgð bera á óförunum. Spillingin er því algjör. Hvernig er hægt að taka ekki á þessum þætti málsins þegar þó er búið af stjórnvöldum að viðurkenna að stór glæpur hafi verið framinn með því að setja sérstök lög um að íslenskur almenningur skuli greiða gríðarlegar skaðabætur vegna þess. Skaðabætur sem eru jafnvel á við stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöld, sé tekið tillit til höfðatölu þeirra sem bæturnar borga. Og munum það að enn var verið að borga af stríðsskaðabótareikningi þjóðverja á þessu ári, rúmum 90 árum eftir að þeirri heimsstyrjöld lauk sem þeir eru að borga fyrir. Verðum við enn að berjast við þetta óréttlæti eftir 90 ár??

5. Alþjóðastofnanir eins og AGS, ESB, LSD, S&P og fjölmargar ríkisstjórnir Evrópuríkja beita miklum þrýstingi til að almenningur á Íslandi verði látinn borga. Enginn gerir hins vegar kröfur um að fjármálagerningar verði raktir upp, eigendur og stjórnendur fyrirtækja dregnir til ábyrgðar og undanskotið fé sótt og notað til að gera upp við sparifjáreigendur. Þess vegna verð ég að kalla alla þessa aðila glæpasamtök. Þetta er alþjóðlegt þjóðarrán.

6. Allri ábyrgð á því hvernig fór er velt á Íslendinga. Samt var allt kerfið sett upp eftir reglum Íslands, ESB og þeirra landa þar sem bankarnir voru með starfsemi. Engin ábyrgð virðist þurfa að fylgja því að þeir sem lögðu inn á Icesave reikninga og Edge reikninga höfðu sjálfstætt val um að leggja fé á þessa reikninga. Enginn neyddi þá til þess. Engin loforð voru um að þessir reikningar væru tryggari en almennar reglur þessara ríkja og ríkjasambanda segja til um.

7. Einhvern veginn hefur því verið komið inn hjá ríkisstjórn Íslands að íslenskur almenningur megi alls ekki skipta sér af þessu máli, t.d. með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort greiða eigi meira en reglur kveða á um. Það á ekki að leyfa þjóðinni að leggja málið fyrir dómstóla, nema e.t.v. héraðsdóm í Bretlandi. Það voru sett hryðjuverkalög á Íslendinga út af þessu máli í Bretlandi. Trúlegt að dómstólar þar séu þá þeir hæfustu til að fjalla hlutlaust og réttlátlega um málið.

Ég get ekki annað lesið út úr þessari málsmeðferð og aumingjaskap stjórnvalda á Íslandi en að Bretar séu með ósvífni og yfirgangi að gera Ísland að næstu nýlendu sinni með óbærilegum og óréttmætum skuldaklafa vegna óréttmætra krafna sem dengt er yfir þjóð okkar í stað þess að gera upp sakir við þá sem sekir eru. Ég fordæmi þessa aðferðafræði sem aðgerðir hverra annarra glæpasamtaka. Megi öllum þeim sem að þessu standa farnast sem verst héðan í frá og öllum þeirra afkomendum í sjö liði. Megi bölvun hvíla á öllu því fólki sem þessu hefur komið til leiðar þar til það hefur bætt sig og leiðrétt gjörðir sínar.

Öllum öðrum lesendum mínum óska ég gleðilegs árs og góðrar ævi. Megið þið öll komast sem best af í þeim ósköpum sem yfir þjóðina ganga.


mbl.is Gæti endurvakið diplómatíska deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afneitunarávarp forsætisráðherra.

Það var ekki mikið um djúpa hugsun í ávarpi forsætisráðherra áðan. Gamlir frasar eins og að hanga á tungumáli sem enginn skilur í bland við afneitun og einræðistilburði eins og að tala um að þjóðin eigi bara að kyngja aulaskap ríkisstjórnarinnar og hætta að vera fúl með það. Hver hefur alið meira á óánægju landsmanna en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem passar upp á að fólk fái engu að ráða um sína framtíð. Og svo talar hún um að ábyrg fyrirtæki eigi að leggja rækt við það samfélag sem þau eru sprottin upp úr. Eru það fyrirtækin sem enn er verið að drepa eða eru það ríkisfyrirtækin og ríkisbankarnir sem eru öll niðurgreidd af skattpeningum og gefið forskot á samkeppnisaðila með afskriftum og vildarkjörum frá ríkisstjórninni. Er þetta ábyrgðin sem hún talaði um. Jóhanna nefndi líka ekki að hún ætli að beita sér fyrir lýðræðisumbótum eins og að þjóðin fái að kjósa sjálf um sín helstu mál og þau sem mestu varða um horfur til framtíðar. Þetta var mikið afneitunar og afturhaldsávarp. Það er ljóst að þjóðin kemst aldrei neitt framávið með svona forystu. Vonandi hættir Jóhanna sem fyrst í pólitík og vonandi fellur ríkisstjórnin sem fyrst. Þjóðin þolir ekki að vera í þessari afturhaldsgíslingu öllu lengur.
mbl.is Krefjumst ábyrgra fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur að vekja falskar vonir.

Ólafur Ragnar hefur hingað til ekki talist traustur maður í venjulegum skilningi þess orðs. Frekar hefur hann talist ólíkindatól með afbrigðum. Nú virðist hann vera farinn að vekja falskar vonir með þjóðinni um að hann ætli ekki að staðfesta landráðalögin sem Alþingi samþykkti í gær um að láta almenning borga meira af prívatskuldum óreiðumannanna í Landsbankanum, þeirra Björgólfsfeðga og bankastjóranna þeirra.

Ég óttast nú satt að segja að hann sé aðallega að gefa sér tíma til að búa til einhverja fallega afsökun fyrir því að staðfesta lögin, fremur en að hann sé að velta því fyrir sér í alvöru að synja þeim undirritunar. En það verður gaman að sjá hvað gerist 2. janúar 2010 þegar hann ætlar að hitta InDefence. Þá verður hann sjálfsagt búinn að gera þetta upp við sig. Ég býst líka við að AGS hringi í hann í dag eða á morgun til að útskýra fyrir honum hvað það þýðir ef hann er í alvöru að hugsa um að skrifa ekki undir.

En ef hann ætlar að ýta þessum lögum áfram í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef svo ólíklega skyldi nú fara hjá honum, þá skal ég taka ofan fyrir honum fyrir það.


mbl.is Undirskriftir yfir 49.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretland og Ísland á niðurleið í goggunarröðinni.

Heimspólitíkin er eins og hænsnahús. Það er ákveðin goggunarröð. Þeir feitustu og frekustu gogga í alla hina, en neðar í píramídanum eru aðrar hænur og önnur lönd sem þora ekki að gogga í þá sem eru stærri og frekari en gogga bara í þá sem eru minni og aumari. Bretland er á niðurleið í þessari röð. Nú eru Kínverjar komnir hærra í röðina, bráðum líka Indland og kannski fleiri lönd. En allra neðst í goggunarröðinni eru svo lönd eins og Ísland. Ísland goggar ekki neitt í neinn nema þá með einhverju landi sem er hærra í röðinni. Hins vegar mega allir gogga í Ísland sem vilja. En sumum finnst það reyndar tímasóun, Ísland skiptir svo litlu máli. Svona eru viðhorfin í heimspólitíkinni í dag. Ég hugsa að áhugi Breta á að þyrma lífi þessa samlanda í Kína hafi verið hinn endanlegi dauðadómur yfir honum. Hálfpartinn hvarflar að manni að Kínverjar hafi viljað sýna Bretum hver má gogga í hvern. Ef Bretar hefðu þagað og látið málið afskiptalaust hefði verið smá sjens að Kínverjar hefðu sýnt manninum miskunn. En þá hefðu Bretar engu að síður litið illa út í augum heimsins ef þeir hefðu ekkert gert í málinu til að forða manninum frá dauða. Þeirra staða er því vonlaus í svona málum. Rétt eins og Íslands.
mbl.is Bretar sagðir valdalausir gagnvart Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave afgreitt - 2 til 3 milljónir á mann í viðbót - guð hjálpi okkur.

Takk fyrir skuldirnar sem ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á Alþingi voru að gefa okkur í síðbúna jólagjöf núna 30. desember anno domini 1 e.h. (e.h. = eftir hrun)

Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.

Góði guð, fyrirgefðu þingmönnum mistök þeirra því þeir vita ekki hvað þeir gera.
Góði guð, fyrirgefðu kjósendum að kjósa þessa þingmenn, því þeir héldu að þingmenn meintu það sem þeir sögðu fyrir kosningar.
Góði guð, fyrirgefðu forsetanum fyrir að styðja þessa ríkisstjórn, því hann er samlitur henni, en ekki þjóðinni.

Guð blessi báða Björgólfana og bankastjóra þeirra sem kölluðu Icesave yfir okkur. Þeirra er ríkisstjórnin, framtíðin og endurreisnin um áratuga framtíð.

Amen.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband