Fitch metur sem svo að erfiðara sé að ræna af Íslendingum en áður.

Þeir segjast alla tíð hafa metið það sem svo að Icesave samningur væri forsenda til að endurreisa traust á Íslandi.

Þetta mat sýnir bara að þetta Fitch fyrirtæki er að meta það sem svo að erfiðara sé að ræna Íslendinga en áður var talið. Ég álykta allavega svo úr því að þessi fáránlegi, órökrétti Icesave samningur var svona álitlegur í þeirra augum. En með honum var verið að ræna Íslendinga peningum með því að heimta að þjóðin borgaði til baka peninga sem hún hefur aldrei fengið, og meira að segja miklu meira en lög og reglur ESB kveða á um. En þjóðin vill ekki láta ræna sig með þessum hætti, forsetinn vill það ekki heldur og þá koma svona fyrirtæki og lækka lánshæfismatið. Ég hef ekki áhyggjur af þessu. Það væri mun mikilvægara fyrir matsfyrirtækin að koma með mat á því hvernig hægt er að siðvæða reglukerfi fjármálaumhverfis heimsins til að svona vitleysa komi ekki upp aftur. Grunnvandinn er hjá fjármálakerfinu, ekki því að saklausir Íslendinga vilji ekki borga eitthvað sem reynt er að troða upp á þá.


mbl.is Fitch lækkar lánshæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband