Færsluflokkur: Bloggar
Þau eru stundum furðuleg þessi félagsmálayfirvöld, það mætti halda að þau vilji að fólk svelti í hel í bókstaflegri merkingu frekar en að einhver góðgerðarsamtök gefi því mat. Hvað eru svona félagsmálayfirvöld að vinna dagsdaglega? Það er eins og hér eigi nú þegar að innleiða Evrópusambandsfátækt og venja fólk við hana með fullri hörku. Það líst mér illa á.
Í Bretlandi eru þó nokkur sveitarfélög þar sem verulegur hluti heimila er alveg án vinnandi fólks. T.d. má nefna Manchester, Liverpool og Nottingham auk fjölda annarra staða, en á þessum stöðum eru um 30% heimila þar sem enginn heimilsmanna er á launaskrá, fólkið er bara á bótum. Börnin alast upp við þetta og það er vel þekkt í Bretlandi að atvinnuleysið gangi í erfðir ef svo má segja.
Ef yfirvöld á Íslandi, hvort sem það eru félagsmálayfirvöld eða önnur yfirvöld, hafa einhvern minnsta áhuga á að hjálpa fólki í raun og veru er það best gert með atvinnu og sæmilegum launum fyrir hana. Það er ekki bara best að taka þannig á fátækt, það er eina leiðin sem getur virkað fyrir fólkið og það er eina leiðin sem landið hefur efni á. Það er líka eina leiðin til að fátæktin verði ekki smitandi og arfgeng, og það er eina leiðin sem kemur öllum landsmönnum vel, hvort sem þeir eru fátækir eða ekki, vinnandi eða ekki, skattgreiðendur eða ekki.
En þangað til yfirvöld fara að vinna sitt starf eins og þeim ber með því að tryggja fólki næga atvinnu, þá verður að hjálpa fólki með öllum ráðum, líka matargjöfum. Þetta ættu félagsmálayfirvöld að skilja og þau ættu að vera fegin að það eru til samtök sem ráða við hluta af því sem félagsmálayfirvöld virðast ekki ná tökum á, að fólk hafi nóg að borða.
![]() |
Matur í poka eða fjárstyrkur ? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Af hverju þarf Utanríkisráðuneytið að kanna þetta?
6.11.2010 | 10:46
Bandaríkjamenn segjast stunda sitt eftirlit í samráði við viðkomandi yfirvöld í hverju landi. Þar með hljóta þeir að stunda eftirlit með Íslendingum í samráði við Utanríkisráðuneytið. Þar með þarf ekkert að kanna málið, það hlýtur að vera alveg borðleggjandi inni í ráðuneytinu með hverjum er fylgst af hálfu Bandaríkjamanna. Og þar sem þeir hafa verið að fylgjast með Dönskum og Norskum þegnum geri ég ráð fyrir að það séu stöðluð vinnubrögð í öllum sendiráðum bandaríkjanna að fylgjast með einhverjum þegnum viðkomandi landa.
Og þá er ekkert eftir annað fyrir utanríkisráðherra en að ákveða hvort hann ætlar að ljúga því að Bandaríkjamenn fylgist ekki með neinum Íslendingum eða hvort hann ætlar að segja satt og viðurkenna að fylgst sé með einhverjum Íslendingum og þá í framhaldinu að upplýsa hverjir það eru og hvers vegna. Það þarf því ekkert að kanna neitt, bara upplýsa þjóðina.
![]() |
Kanna hugsanlegt eftirlit sendiráðs Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins eitthvað annað en flokkspólitík í boði.
6.11.2010 | 10:36
Það er gaman að sjá að fólk hefur áhuga og mætir tímanlega á þjóðfund.
Þjóðfundur er fyrsta tækifæri almennings til að praktísera öðruvísi pólitík en flokkspólitík. Þarna mæta vonandi allir óbundnir af flokkslínum og öðru en eigin áhuga og sannfæringu. Þannig þarf líka pólitík að vera, sprottin af hugsjónum, sannfæringu og áhuga en ekki bara hrossakaupaaðferðum flokkanna.
Ég vona sannarlega að þjóðfundur takist vel og skili góðu efni til stjórnlagaþingsins sem framundan er í vetur. Og ég hvet alla þjóðfundarfulltrúa til að starfa á þjóðfundi með því hugarfari að leggja til það sem þeir telja sjálfir rétt og gott og þjónar best hag Íslands og Íslendinga í heild, en ekki bara þröngum sérhagsmunum.
Have a nice day, þjóðfundarfulltrúar!!
![]() |
Þjóðfundur er hafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er alltaf hollt að lækna kvef með lyfi?
2.11.2010 | 19:28
Hversu langt er hollt að ganga í lækningum? Er örugglega hollt að lækna kvef með lyfjum, takist að þróa lyf sem lækna kvef? Mér finnst þetta alveg jafn mikilvæg spurning og spurningin um það hvort takist að þróa lyfið.
Það er nefnilega vel þekkt að kvikindin sem valda sumum sjúkdómum hafa verið dugleg við að þróa með sér mótefni gegn lyfjunum sem notuð eru til lækninga. Og þá er það spurning hvort kvef er svo slæmur sjúkdómur að það sé hættandi á að þróa lyf til að drepa veirurnar sem valda því. Vissulega er kvef algengt, það fá eiginlega allir kvef annað slagið og að sama skapi má búast við að notkun á lyfi sem vinnur á kvefi yrði gríðarlega mikil. Og þar með er líka veruleg hætta á að hugsanlegir gallar við slíka lyfjatöku komi niður á gríðarlegum fjölda fólks.
Aðalhvatinn að þessari lyfjaþróun er auðvitað það að allir fá kvef, allir vilja því nota kvefmeðal sem virkar. Það er því gríðarleg hagnaðarvon í slíku lyfi. Þar er maður líklega kominn með skýringuna á því að mikið kapp er lagt á að búa til lyf við tiltölulega meinlausum sjúkdómi, þó hvimleiður sé. Og þar sem peningavonin drífur þetta mál líklega áfram frekar en að kvefið sé stórhættulegt er rétt að velta því fyrir sér hvort hollt sé að lækna kvef með lyfi.
![]() |
Finnst lyf við kvefi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru aparólur ekki bara fyrir apa??
31.10.2010 | 13:12
Vonandi hefur konan ekki meitt sig mikið, en hvað er fólk að gera í aparólu, eru þær ekki bara fyrir apa? Og svona gömul kona, á aldur við mig, hvað var hún að hugsa ef hún hélt að hún gæti leikið sér eins og api í rólunni?
Þetta er týpískt dæmi um uppátæki fólks sem verða til þess að settar eru reglur um ólíklegustu hluti. Nú má t.d. búast við að setja þurfi reglur um slysavarnir og hæð á aparólum af því að fullorðnar konur eru að apast í þeim.
![]() |
Kona féll í aparólu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Efnahagsleg helför í USA, Evrópu og á Íslandi.
31.10.2010 | 13:02
Bandaríkin og Evrópa, líka Ísland, eru öll í efnahagslegri helför. Þetta sjá auðvitað flestir skynsamir menn sem gefa sér tíma til að stúdera málið. Ástæðurnar fyrir þessari helför eru frekar einfaldar og augljósar, einfalt er að laga hlutina en það er samt ekki gert.
Grunnástæðan í þessu öllu er auðvitað græðgi og spilling. Græðgin í fjármálakerfinu og spillingin í stjórnmálamönnum sem hafa verið auðkeyptir af fjármálakerfinu og gráðugum bisnissmönnum.
En ef við skoðum betur þessar fullyrðingar mínar og hvaða rök ég hef fyrir þeim þá má telja upp eftirfarandi sem er þó ekki tæmandi listi:
1. Hratt vaxandi misskipting veraldarauðsins, sá litli hópur sem á mest nær til sín stækkandi hluta fjármuna, meira að segja núna í kreppunni, svo mikil er græðgin. Á móti er hinn hópurinn, þorri manna, sem sífellt á minni hluta fjármuna og er að missa eignir sínar og atvinnu og getur ekki framfleytt sér. Þetta á við á Íslandi jafnt sem í Evrópu og USA.
2. Uppbygging fjármálakerfisins. Peningar eru búnir til með skuldum og margföldunaráhrifum skuldapeninganna í fjármálakerfinu, ekki framleiðslu. Með því að búa til endalausa peninga með skuldum, auka framboð af lánsfé án þess að lækka vextina um leið er einfaldlega verið að færa stóraukið fé frá lántakendum til lánveitenda með vaxtagreiðslum af peningum sem ekki eru raunveruleg verðmæti. Þetta er gert án þess að fjármálakerfið hafi í raun átt nokkra peninga til að lána, þeir voru bara búnir til með því að búa til skuldir. Þetta er bara risa svindl. Almenningur allra landa er að fara á hausinn af því að hann er síðasti hlekkur í svindlinu og á að bera af því kostnaðinn. Svindlið er alveg að ganga upp sem slíkt.
3. Völdin færast fjær almenningi, lýðræðið er alveg að fjara út. Stjórnmálamenn eru flestir annað hvort spilltir eða vitlausir. Þeir hafa ánetjast spillingu sem kemur m.a. fram í að þeir eru kostaðir af ýmsum sérhagsmunaöflum, aðrir eru vitleysingar sem m.a. kemur fram í að þeir eru málpípur "flokkanna", eru helteknir af flokksstefnunni og flokksdýrkun í stað þess að hafa sjálfstæða hugsun og að hlusta á kjósendur. Og svo er alltaf verið að færa meiri völd frá almenningi og kjörnum stjórnmálamönnum til ríkjasambanda og alþjóðastofnana eins og best sést í ESB.
4. Fjölmiðlarnir, stundum kallaðir fjórða valdið, eru keimlíkir stjórnmálamönnum. Ýmist spilltir eða undir hælnum á eigendum sínum sem gjarnan nota þá í áróðursskyni og til að styðja annað gróðabrall, eða þá bitlausir vegna þess að þeir þora ekki að gagnrýna eða eru of vitlausir til þess. Þess vegna eru fjölmiðlar í dag frekar notaðir sem áróðurstækil, afþreying og róandi lyf á almenning, en ekki sem málsvari almennings og til að fræða fólk um það sem raunverulega er að gerast í heiminum.
5. Menntakerfið hefur algjörlega floppað á hagfræði og stjórnmálasviðinu. Það er frosið fast í aldagömlum kenningum og hugsunarhætti. Hagfræðin byggir fyrst og fremst á nokkrum lítt rökstuddum, ævagömlum og úreltum formúlum sem hagfræðingar flagga sí og æ en gera lítið til að sannreyna í nútímanum. Þessum formúlum er oft beitt til að segja almenningi hvað sé hægt að gera og hvað ekki, en fjármálakerfið starfar á allt annan hátt og utan við þessar formúlur. Þær eru eingöngu notaðar til að kenna í háskólum og til að bregðast við kvörtunum almennings þegar hann sér verðmætasköpun sína hirta af bröskurum í bankakerfinu.
Stjórnmálafræðin virðist bara snúast um flokkspólitík og hvernig henni verði best viðhaldið og hvernig megi telja fólki trú um að flokksræði sé lýðræði. Það þykir gjaldfella stjórnmálafræðing ef hann lætur frá sér fara hugmyndir um að til séu aðrar gerðir af stjórnmálastarfi og lýðræði en þetta gamla flokksræði. Svo mikill er miðaldahugsanahátturinn þar.
6. Mannlegt eðli. Þegar menn fara almennilega að skilja það að það er búið að svindla svona mikið á þeim og að stjórnmálamönnum er svo sama um kjósendur að þeir tryggja ekki að almenningur geti framfleytt sér og sínum sómasamlega getur ekkert annað gerst en að fólk rís upp og gerir vopnaðar byltingar. Mér finnst heimskulegt að í slíkt skuli stefna á þeirri upplýsingaöld sem nú er, en sennilega eru einhver gróðatækifæri ennþá í byltingum og styrjöldum og þess vegna kæra menn sig kollótta um mannslífin.
Það er því ekki hægt að kalla þetta stjórnmála- og efnahagskerfi sem við búum við neitt skárra en efnahagslega helför.
![]() |
Efnahagslegt lestarslys yfirvofandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margt fleira líkt með Bush og Steingrími.
28.10.2010 | 23:36
![]() |
Vitnar Steingrímur í repúblikana? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslensk tunga átthagafjötrar.
28.10.2010 | 23:18
Það er ekkert áhyggjuefni þó háskólarnir kenni hluta af sínu prógrammi á ensku og það væri ekkert áhyggjuefni þó allir Íslendingar hefðu ensku að móðurmáli.
En það er áhyggjuefni ef við ætlum að hafa íslensku sem okkur móðurmál mikið lengur. Þetta tungumál eru mestu átthagafjötrar Íslendinga fyrr og síðar. Okkur finnst í dag að við eigum að hafa stóran og alþjóðlegan gjaldmiðil eins og Evruna og margir vilja selja sig á vald ríkjasambandi eins og ESB. Við viljum vera heimsborgarar og taka þátt í alþjóðasamstarfi. En á sama tíma finnst öllum sjálfsagt að viðhalda þeim molbúahætti að tala íslensku, tungumál sem enginn skilur nema nokkrar hræður á skerinu hérna sem heitir Ísland.
Þetta tungumál er fallegt og við erum búin að nota það lengi. Það er samt staðnað og heilmiklu fé og fyrirhöfn varið í að halda því úti. Eini afraksturinn af þessu streði er að Íslendingar eru í dag miklu meira einangraðir frá umheiminum vegna tungumálsins en legu landsins. Nú geta allir ferðast til margra landa á nokkrum klukkutímum, en það getur enginn lært tungumál þessara landa sem við heimsækjum á nokkrum klukkutímum.
Við landnám var íslenskan svo lík öðrum tungumálum í norður Evrópu að hún var vel skiljanleg í allri skandinavíu og á Englandi og víðar. Nú hefur margra alda hreintungustefna og einangrun landsins gert íslenskuna að óskiljanlegu tungumáli. Þróun málsins hefur dregist svo afturúr að enginn skilur okkur lengur.
Við búum við okkar fátæklegu fjölmiðlaflóru og lútum áróðursmeisturum fjölmiðlanna því við erum að mestu ólæs á erlenda fjölmiðla. Við erum afgirt í viðjum tungumálsins eins og rollur í rétt á haustin. Og erum svo teymd áfram eins og ginningarfífl af skoðanamyndun sem þóknast fjölmiðlum landsins. Skoðanir erlendra fjölmiðla á Íslandi og Íslendingum komast lítt í umræðuna hér því umfjöllun um þær er á öðrum tungumálum sem við skilum ósköp lítið í. Við höfum lengi komist upp með að búa til skakka sjálfsmynd af okkur Íslendingum, því hún hefur verið búin til á íslensku og ekki sett inn í þessa sjálfsmynd á sanngjarnan hátt hvað öðrum finnst um okkur. Vegna þess að við skiljum lítt hvað öðrum finnst, aðrir en Íslendingar tala ekki íslensku.
Nú eru umbrotatímar hjá okkur varðandi tungumálið. Íslendingar ef erlendu þjóðerni eru um 10% af íbúum landsins og flestir þeirra tala litla og lélega íslensku. Það eru líka mikil áhrif af enskri tungu í sjónvarpi og á netinu og sjálf verðum við að viðurkenna að oft verðum við að nota ensku til að gera það sem gera þarf, sbr. t.d. þessa frétt um enskunotkun í háskólum landsins.
Við ætlum að gera landið að miklu ferðamannalandi og hefur raunar tekist það ágætlega á undanförnum árum. Svo vel að u.þ.b. hálf milljón manna heimsækir okkur og fjölgar hratt á hverju ári. Þessi gestir tala enga íslensku.
Það er nokkuð fyrirsjáanlegt að ef við gerum ekki það sem rétt er, að leggja íslenskun til hliðar og taka ensku upp sem fyrsta tungumál í landinu, þá gerist eftirfarandi.
1. Þjóðin skiptist í íslenskumælandi og útlenskumælandi hópa þar sem útlenskumælandi hóparnir verða á nokkrum áratugum fjölmennari en íslenskumælandi hópurinn.
2. Íslenskan mun valda þjóðfélaginu miklum og vaxandi kostnaði sem hæglega mætti komast hjá með því að taka upp annað tungumál.
3. Íslenskan mun kosta þjóðfélagið meira í töpuðum tækifærum og vannýttum hæfileikum Íslendinga hjá hverri kynslóð en sem nemur öllum kostnaði af núverandi efnahagshruni.
4. Íslenskan mun hefta okkur sýn og skilningi, bæði á okkur sjálfum og öðrum.
Það eina rétta í stöðunni er að taka upp skynsamlega stefnu um það hvernig við skiptum íslenskunni út fyrir ensku á næstu 20-30 árum.
![]() |
Óttast um íslenska tungu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Missti hann kortið í brókina hjá Lewinski?
22.10.2010 | 13:38
Hvar var kjarnorkukortið hans Clintons? Þetta er forvitnilegt mál. Missti hann það í brókina hjá Monicu Lewinsky? Kannski. Eða kannski var það annars staðar. Allavega hefur þarna komið upp sú staða að Bandaríkin voru eiginlega kjarnorkuvopnalaus um tíma af því að aðgangskortið var týnt. Það er merkilegur hlutur hjá þjóð sem hefur hernaðarlega yfirburði í heiminum og vill hafa það þannig. Það hefði nú verið meira klúðrið hjá þeim ef þeir hefðu ætlað að nota eitthvað af þessu kjarnorkusprengjum og ekki fundið aðgangskortið. Hinir hefðu þá getað sprengt Bandaríkin hægri vinstri án þess að nokkuð væri skotið á móti. Og kannski bara af því að aðgangskortið var í óhreina þvottinum hennar Monicu Lewinsky? Hún hafði víst nánari aðgang að Clinton en allir aðrir þannig að kannski var hún með kortið.
Vandræðagangurinn hjá Clinton virðist ekki hafa verið mikið minni en hjá Jóni Gnarr. Alls konar furðulegar uppákomur hjá þeim báðum.
![]() |
Lykillinn að kjarnorkusprengjunum týndist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BESTUR í brottrekstri, tattúi, dónakalli og bleikum jakkafötum.
22.10.2010 | 13:23
Það er ekki tekið út með sældinni fyrir Jón Gnarr að vera borgarstjóri. Þetta er erfitt starf sem leggst þungt á hann.
Það sem hefur gengið best í þessu starfi hjá honum er að vera dónakall í Brussel, að fá tattúað merki Reykjavíkurborgar á sig og pensillín út af ígerðinni sem fylgdi tattúinu, að ganga í bleiku jakkafötunum sem hann fékk gefins um daginn og að reka 65 manns hjá Orkuveitunni í gær. Og svo auðvitað að greina frá því hvað þetta er allt erfitt og hvað það tekur á hann að vera borgarstjóri í Reykjavík.
Ég hugsa að eftir þessa erfiðu reynslu Jóns Gnarr vilji enginn maður verða borgarstjóri í Reykjavík, þannig að líklega situr hann uppi með embættið um ókomna tíð.
![]() |
Jón Gnarr fékk ígerð í húðflúrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)