Af hverju þarf Utanríkisráðuneytið að kanna þetta?

Bandaríkjamenn segjast stunda sitt eftirlit í samráði við viðkomandi yfirvöld í hverju landi. Þar með hljóta þeir að stunda eftirlit með Íslendingum í samráði við Utanríkisráðuneytið. Þar með þarf ekkert að kanna málið, það hlýtur að vera alveg borðleggjandi inni í ráðuneytinu með hverjum er fylgst af hálfu Bandaríkjamanna. Og þar sem þeir hafa verið að fylgjast með Dönskum og Norskum þegnum geri ég ráð fyrir að það séu stöðluð vinnubrögð í öllum sendiráðum bandaríkjanna að fylgjast með einhverjum þegnum viðkomandi landa.

Og þá er ekkert eftir annað fyrir utanríkisráðherra en að ákveða hvort hann ætlar að ljúga því að Bandaríkjamenn fylgist ekki með neinum Íslendingum eða hvort hann ætlar að segja satt og viðurkenna að fylgst sé með einhverjum Íslendingum og þá í framhaldinu að upplýsa hverjir það eru og hvers vegna. Það þarf því ekkert að kanna neitt, bara upplýsa þjóðina.


mbl.is Kanna hugsanlegt eftirlit sendiráðs Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband