Færsluflokkur: Bloggar
Steingrímur úti á túni.
21.10.2010 | 11:43
Steingrímur er ótrúlega skilningslaus, alveg úti á túni. Hann virðist ætla að fara að skammt stórum hluta þjóðarinnar mat og herbergi til að vera í. Hann skilur ekki að sú fátækt sem er að breiða úr sér í landinu eins og faraldur er tilkomin vegna þess að eignir eru teknar af sumum og færðar til annarra með stökkbreytingum lána og þar að auki þurfa margir að þola tekjumissi vegna atvinnuleysis. Þetta eru hlutirnir sem þarf að laga. Það lagar ekki þennan vanda að ætla að búa til einhverja formúlu fyrir því hvað fólk má borða mikið og skaffa því herbergi til að sofa í eins og Steingrímur virðist stefna að. Slíkt skapar ekki vinnu, færir fólki ekki eignir sínar aftur eða eykur með því lífsgleðina.
Það vitlausasta sem hægt er að gera er að ákveða að fátækt sé sjálfsögð eins og Steingrímur virðist hafa ákveðið fyrir sitt leyti.
Íslendingar hafa ekki efni á því að 10-40% þjóðarinnar verði fátæklingar á framfæri hins opinbera. 10-40% þjóðarinnar vilja heldur ekki vera fátæklingar á framfæri hins opinbera. Aðferð Steingríms er engin lausn, hún eykur bara á vanda sem er nægur fyrir. Steingrímur er algjörlega vonlaus stjórnmálamaður og ætti að skammast sín fyrir að kenna sig við sósíalisma og norræna velferð.
![]() |
Framfærsluþörf metin og húsnæðismál verði leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tækifæri fyrir Íslendinga, horfum til steinaldar við nytjaskógrækt.
21.10.2010 | 11:06
Þessi ævaforna hurð sem fannst í Sviss er stórmerkileg fyrir margra hluta sakir.
Og hún er meira að segja sönnun þess að Íslendingar geta heilmikið lært af steinaldarmönnunum sem smíðuðu hana.
Það sem við getum lært af steinaldarmönnunum er nefnilega það að við erum á kolvitlausri leið í nytjaskógrækt á Íslandi. Hér er verið að planta greni og lerki til að rækta nytjaskóga. Miklu nær væri að horfa frekar til aspar í nytjaskógræktinni. Hún er það tré sem hraðast vex á Íslandi og er með þeim harðgerðustu. Hér er hins vegar litið á öspina sem hálfgert illgresi og hún söguð niður í stórum stíl í þéttbýli þar sem hún veldur ýmsum vandræðum vegna mikils vaxtar bæði ofanjarðar og neðan. Að sama skapi er lítið spáð í nýtingarmöguleika hennar í nytjaskógrækt.
Og nú hefur uppgötvast í Sviss að hurð smíðuð úr Ösp fyrir um 5100 árum er elsta hurð sem fundist hefur í Evrópu. Það er því ljóst að vel má smíða úr Ösp og að hún getur enst býsna lengi! Hér á landi er hins vegar sama og ekkert smíðað úr ösp, hún er ekki talin vera hentugur smíðaviður. Þessa svissneska hurð steinaldarmannanna ætti að vera bæði iðnaðarmönnum og skógræktarfólki á Íslandi tilefni til að endurskoða sitt mat á Öspinni. Það virðist nefnilega vel mega smíða úr henni endingargóða hluti og ekkert tré er hraðvaxnara á Íslandi en ösp. Þarna hafa steinaldarmenn óbeint bent okkur Íslendingum á nýtt raunhæft tækifæri í nytjaskógrækt og timburvinnslu fyrir innanlandsmarkað.
![]() |
5.100 ára gömul hurð finnst í Sviss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fjölmiðlar hér ábyrgðarlausir og of frjálsir.
20.10.2010 | 10:47
Ég er ekki hissa þó fjölmiðlar séu taldir hafa mikið frelsi á Íslandi. Hér komast þeir upp með afar slök vinnubrögð oftast nær. Sumir fjölmiðlar eru beinlínis áróðursmaskínur ákveðinna afla og á sumum fjölmiðlum eru ákveðnar umfjallanir yfirleitt í takt við geðþótta ráðamanna landsins.
Hér eru fjölmiðlar lítt gagnrýnir á þjóðfélagsmál hvers tíma, kjósa frekar að fljóta með straumnum og hampa þeim sem gera sig breiða á hverjum tíma frekar en að grafast fyrir menn og fyrirætlanir þeirra á gagnrýninn hátt.
Á Íslandi eru ekki finnanlegir stórir fjölmiðlar sem hægt er að segja að séu óháðir, flytji almenningi hlutlausar og vandaðar fréttir, upplýsi þjóðina um hvað er að gerast hjá henni á hverjum tíma. Því miður eru allir helstu fjölmiðlar landsins litaðir á einhvern hátt. Þess vegna m.a. héldum við flest öll að á Íslandi ríkti heimsins mesta góðæri þegar allt var flæðandi í lánsfé bankanna. Þess vegna kom hrunið okkur flestum gríðarlega á óvart. Þess vegna höldum við mörg að ríkisstjórnin sé að gera rétt núna með því að láta almenning borga skuldir óreiðumannanna í bönkunum og útrásinni. Þess vegna eru fjölmiðlar ekkert að gagnrýna það að helstu bankaræningjar landsins gangi lausir. Þvert á móti þá er frekar að fjölmiðlarnir verji bankaræningjana og taki stöðu með þeim gegn almenningi. Rétt eins og að fyrir kosningar þá hampa fjölmiðlar þeim sem þeir vilja styðja til valda í stað þess að koma jafnt á framfæri öllum sjónarmiðum og framboðum svo kjósendur geti valið hlutlaust hverja þeir kjósa til að stjórna landinu.
Er þetta það fjölmiðlaumhverfi sem við viljum? Er þetta það rétta? Höfum við gott af þessu kæruleysi og misnotkun fjölmiðlanna?
Ég held við þurfum að búa til smá umgjörð um fjölmiðlana á stjórnlagaþinginu í vetur. Þó frelsi af öllu tagi sé gott að vissu marki þá höfum við skaðbrennt okkur á allt of miklu frelsi alls staðar. Hjá fjölmiðlum, fjármálastofnunum, stjórnmálamönnum, alls staðar hafa menn misst sig í óheftu frelsi.
Þegar kýrnar koma út á vorin fagna þær frelsinu sem þær finna í náttúrunni og víðáttunni í sveitum landsins. Þær eru á veturnar bundar á bása í fjósum landsins og kunna sér ekki hóf þegar þær eru settar út á vorin, þær fagna frelsinu með mikill kæti og látum, gleyma sér alveg í gleði sinni yfir frelsinu. Ef túnin og beitarlöndin væru ekki afgirt myndu þær drepast í stórum stíl á þjóðvegum landsins, ám og vötnum eða falla fyrir björg þar sem þannig hagar til. Þær þurfa og hafa girðingar til að njóta frelsins og lifa það af.
Sama á við um landsmenn alla. Við þurfum einhver takmörk, girðingar, til að fara ekki of geyst í öllu frelsinu sem hér er. Það ættum við að vera búin að læra núna. Þessi takmörk þarf að setja í stjórnarskrána. Stjórnlagaþingið í vetur er vettvangurinn til þess.
![]() |
Frelsi fjölmiðla mest hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hýenur ekki lengur bara í lægsta laginu.
20.10.2010 | 00:08
Þetta er vissulega mikið rétt sem Ögmundur segir um gjaldþrotafrumarpið, það léttir nokkuð lífið fyrir þá sem verða gjaldþrota og kemur þeim undan því að vera hundeltir út yfir gröf og dauða.
En nú eru sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu og hýenur eru alls staðar á veiðum, í öllu fjármálakerfinu. Þess vegna mun þetta frumvarp opna skuldurum flóttaleið, sem er vissulega kærkomin núna, þó skynsamlegra væri að opna gáfulegri leiðir fyrir skuldara.
Geri ríkisstjórnin ekki fleira fyrir skuldara en þetta, þá munu þeir senn verða í biðröð við héraðsdómstóla að óska gjaldþrotaskipta, enda erum við skuldarar allir gjaldþrota í raun og eigum skv. því að lýsa okkur gjaldþrota. En það hafa menn auðvitað forðast hingað til því það hefur frekar aukið á vandann en að minnka hann. En með þessu nýja frumvarpi breytist það, gjaldþrot mun í flestum tilvikum fyrna skuldir manna á tveim árum. Eftir þann tíma verða menn frjálsir menn aftur.
Ég bloggaði reyndar um þetta í síðustu færslu líka, útskýri þar af hverju gjaldþrotaleiðin er skásta lausnins fyrir skuldara núna. Hvet menn til að lesa þá færslu líka ef þeir hafa áhuga á þessu efni.
Minni svo á vefinn austurvollur.is vegna stjórnlagaþings.
![]() |
Frumvarpið mannréttindabót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sennilega verður biðröð við héraðsdóm fljótlega.
19.10.2010 | 23:11
Fyrning skulda á 2 árum er tvímælalaust skásta leiðin fyrir skuldara sem boðin hefur verið. Verði ekki boðið upp á aðrar betri lausnir á næstunni má reikna með að þúsundir manna labbi inn í Héraðsdómstóla á næstu mánuðum til að lýsa sig gjaldþrota, enda það eina rétta í stöðunni þegar búið er að gera fólk gjaldþrota í raun. En það er veruleikinn í þjóðfélagi þar sem skuldurum er boðið upp á þá einu lausn í vandræðum sínum að setja sérstakt stökkbreytingarþak á uppreikning lána. Þetta þak er miðað við 110% af verðmæti fasteignarinnar sem er á bak við skuldina, og skiptir þá engu máli hvort upphaflegt lán var 50% af verðmæti eða 70% eða 100%. Fyrir þá sem eitthvað kunna að reikna er auðvelt að finna út að ef þú skuldar 10% meira en þú átt þá ertu gjaldþrota. Og ef menn halda áfram að reikna þá er auðvitað skynsamlegra að lýsa sig gjaldþrota og losna úr snörunni á tveim árum en að eyða ævinni í að afla fjár fyrir banka sem kunna sér ekkert hóf í lánaokri og eru samt á hausnum.
Þess vegna hefur ríkisstjórnin núna val um tvær leiðir.
Annars vegar að gera ekkert meira fyrir skuldara sem nýta sér þá gjaldþrotaleiðina og flytja væntanlega í framhaldinu úr landi í 2-3 ár á meðan þeir bíða fyrningar á skuldunum. Þessi leið er ekki góð, hún er illskást fyrir skuldarann, en að öllu öðru leyti ömurleg fyrir þá og þjóðfélagið.
Hins vegar að fara þá einu leið sem fær er og skynsamleg til að takast á við skuldavandann. Hún er sú að stilla upp skuldastöðu einstaklinga á einhverjum tímapunkti skömmu fyrir hrun 2008 og framreikna skuldirnar frá þeim tíma m.v. launaþróun og kaupmáttarþróun. Því laun manna er nú það eina sem þeir hafa til að greiða skuldirnar. Með því móti axla bankarnir ábyrgðina á þróun lánanna sem þeir veittu. Skuldarinn situr eftir með að taka á sig áhættuna af verðsveiflum á fasteignamarkaði. Þannig er áhættunni af fasteignaviðskiptum dreyft með sanngjörnum hætti á milli lántaka og lánveitanda. Og með þessu móti fá bankarnir það sem þeir eiga kost á að fá til baka af þessum fasteignalánum. Það þýðir ekkert að teygja og toga lánin með alls konar hókus pókus aðferðum eins og allir eru að leggja til upp í einhver 110% af verðmæti eignanna. Það virkar ekki. Það er prinsippatriði fyrir skuldara að fá að greiða til baka það sem tekið var að láni án þess að lánunum sé stökkbreytt þvert á forsendur sem miðað var við þegar lánin voru veitt. Allt annað er bara bull. Allt annað virkar ekki.
Ef þessi leið er ekki farin munu skuldarar senn standa í biðröð við Héraðsdóm til að lýsa sig gjaldþrota. Það er langhagkvæmasta lausnin sem er nú í boði.
Ég er alltaf jafn undrandi á að hlusta á alls konar fræðinga og sérfræðinga og lausnara og stjórnmálamenn á hverjum degi sem halda að þeir séu að tala fyrir lausnum með því að tala fyrir sértækri skuldaaðlögun þar sem reynt er að búa til einstaklingsbundar lausnir sem miða að því að skuldarinn greiði eins mikið og hann getur mögulega. Allar slíkar lausnir eru bara móðgun við almenning. Lausnin á skuldavandanum er að strika yfir stökkbreytingarnar og verðtryggingua og tengja lánina við launa- og kaupmáttarþróun. Menn þurfa að skilja að skuldarar borga bara skuldirnar með tekjunum sem þeir afla. Ef þeim er sagt að borga meira eða að halda áfram að borga án þess að skuldirnar lækki nokkurn tíma þrátt fyrir afborganir, þá fara menn bara úr landi og lýsa sig gjaldþrota.
Þeir sem fjalla um lausnir á þessu máli verða að byrja á að átta sig á hvað er hægt og hvað ekki. Það er ekki hægt að gera þjóðina að skuldaþrælum nema að setja hana í hlekki. Hún fer annars bara úr landi. Þess vegna er 110% skuldaþakið engin lausn. Það er bara aðferð sem rekur fólk úr landi, rekur það á flótta.
![]() |
Skuldir fyrnist á tveimur árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvær hliðar á öllum hlutum.
18.10.2010 | 20:00
Út af fyrir sig er það alveg rétt hjá Sigurði að það þyrfti að fara eftir stjórnarskránni. Að því leyti má segja að ný stjórnarskrá sé óþörf. En á hinn bóginn er kannski rétt að velta líka fyrir sér af hverju ekki er farið eftir stjórnarskránni. Skyldi það nokkuð vera vegna þess að engin viðurlög séu við því að brjóta hana? Það eru engin refsiákvæði í stjórnarskránni vegna brota á henni og þar með er strax komin góð ástæða til að halda stjórnlagaþing. Það þarf nefnilega að útfæra stjórnarskrána þannig að menn (stjórnvöld) komist ekki refsilaust upp með að brjóta hana. Til þess að tryggja að farið verði eftir stjórnarskránni verður því að endurskoða hana, setja í hana refsiákvæði og uppskrift að því hverjir megi kæra stjórnarskrárbrot og hverjir eigi að dæma um þau.
Kannski mundi þetta eitt og sér duga til að farið yrði eftir stjórnarskránni, en að sjálfsögðu er margt í henni sem má laga og annað sem vantar og um að gera að fara í þetta allt saman á einu bretti.
Ég er í framboði til stjórnlagaþings og vil hafa stjórnarskrána þannig að fara verði eftir henni og að menn komist ekki upp með að sniðganga hana.
Það skiptir engu máli hvort stjórnarskráin er gömul, stutt og einföld eða löng og ítarleg og nútímaleg, ef ekkert er í henni sem neyðir menn til að fara eftir henni. Þannig að ég þakka bara Sigurði fyrir álit sitt, sem einmitt er rökrétt út af fyrir sig en sýnir um leið nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána.
![]() |
Líst ekkert á stjórnlagaþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Má útigangsmaður ekki vera með hníf?
5.10.2010 | 20:25
![]() |
Handtekinn með hníf á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvernig gæti það staðist að fyrri eigendur yrðu að koma aftur að rekstrinum eftir fyrri árangur??
5.10.2010 | 20:09
Það er útilokað að erlendir aðilar krefjist þess að fyrri eigendur komi aftur að rekstri fyrirtækja sem hafa farið á hausinn undir þeirra stjórn. Það er svo órökrétt og heimskulegt að skynsamir fjárfestar fari fram á slíkt að það er bókstaflega útilokað.
Það eina sem gæti orðið til að slík beiðni kæmi fram er að Íslenskir athafnamenn sem nota þýfi úr hruninu til að koma undir sig fótunum aftur með dulbúnu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum fari fram á þetta í gegn um einhverja leppa sem eru að vinna fyrir þá. Það er þá gert til að búa til einhverja eftirspurnabólu eftir heimsfrægum fjárglæframönnum út af ímyndaðri orðsporsáhættu.
En það er algjörlega útilokað að alvöru athafnamenn og fjárfestar myndu koma fram með svo fáránlega hugmynd.
![]() |
Vita ekkert um meintan stuðning við fyrrum eiganda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þetta ljón hefur ekki verið vel tamið!!
5.10.2010 | 20:00
![]() |
Ljón réðist á ljónatemjarann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svo auðvelt að laga hlutina.
5.10.2010 | 19:04
Ég skil ekki þessa ríkisstjórn. Ég skil ekki af hverju það er svo erfitt að leysa þetta vandamál.
Það sem þarf að byrja á að gera er þetta:
1. Festa allar skuldir einstaklinga á þeirri stöðu sem þær voru í við bankahrun. Þá varð forsendubrestur. Með því að festa skuldirnar, innlendar sem erlendar í þeirri stöðu sem þær voru við bankahrun, eru það bankarnir sem verða að taka á sig afleiðingar af því að forsendur þeirra brustu. Það er ekki verið að afskrifa neitt eða gefa almenningi neitt með þessu. Fólk fær bara að halda áfram að borga það sem það fékk lánað.
2. Framreikningur skuldanna frá bankahruni miðist ekki við gengisþróun, úr því það er ólöglegt, og heldur ekki við neysluvísitölu til verðtryggingar, forsendurbresturinn hefur kolruglað vísitöluna. Framreikningur skuldanna frá hruni verður að vera tengdur við launaþróun og þróun kaupmáttar. Fólk borgar ekki skuldir sínar með öðru en tekjum sínum og því sem eftir er af þeim eftir skatta og annað sem af laununum er dregið.
3. Setja þak á vexti. Þannig að fólk þurfi ekki sífellt að búast við að breytilegir vextir keyrir afborganir af lánum upp úr öllu valdi fyrirvaralaust.
4. Þar sem þetta dugir ekki til, t.d. vegna atvinnumissis, verður að bjóða fólki upp á sértækar aðgerðir, lánalengingar, frystingar lána og aðstoð við að minnka við sig húsnæði o.s.frv.
Með þessum aðgerðum er ekki verið að gefa fólki neitt eða afskrifa neitt. Það er bara verið að leyfa fólki að borga til baka það sem það hefur fengið lánað án þess að lánin hækki á stuttum tíma um 50% eða 150% eða eitthvað þar á milli. Það er um leið verið að setja bönkunum ramma um viðskiptasiðferði og viðskiptahætti. Það er verið að leysa fjölmörg vandamál með einföldum hætti. Það er verið að vinna í málunum.
Af hverju er þetta ekki gert?
![]() |
Vilja ekki breyta um stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)