Tækifæri fyrir Íslendinga, horfum til steinaldar við nytjaskógrækt.

Þessi ævaforna hurð sem fannst í Sviss er stórmerkileg fyrir margra hluta sakir.
Og hún er meira að segja sönnun þess að Íslendingar geta heilmikið lært af steinaldarmönnunum sem smíðuðu hana.

Það sem við getum lært af steinaldarmönnunum er nefnilega það að við erum á kolvitlausri leið í nytjaskógrækt á Íslandi. Hér er verið að planta greni og lerki til að rækta nytjaskóga. Miklu nær væri að horfa frekar til aspar í nytjaskógræktinni. Hún er það tré sem hraðast vex á Íslandi og er með þeim harðgerðustu. Hér er hins vegar litið á öspina sem hálfgert illgresi og hún söguð niður í stórum stíl í þéttbýli þar sem hún veldur ýmsum vandræðum vegna mikils vaxtar bæði ofanjarðar og neðan. Að sama skapi er lítið spáð í nýtingarmöguleika hennar í nytjaskógrækt.

Og nú hefur uppgötvast í Sviss að hurð smíðuð úr Ösp fyrir um 5100 árum er elsta hurð sem fundist hefur í Evrópu. Það er því ljóst að vel má smíða úr Ösp og að hún getur enst býsna lengi! Hér á landi er hins vegar sama og ekkert smíðað úr ösp, hún er ekki talin vera hentugur smíðaviður. Þessa svissneska hurð steinaldarmannanna ætti að vera bæði iðnaðarmönnum og skógræktarfólki á Íslandi tilefni til að endurskoða sitt mat á Öspinni. Það virðist nefnilega vel mega smíða úr henni endingargóða hluti og ekkert tré er hraðvaxnara á Íslandi en ösp. Þarna hafa steinaldarmenn óbeint bent okkur Íslendingum á nýtt raunhæft tækifæri í nytjaskógrækt og timburvinnslu fyrir innanlandsmarkað.


mbl.is 5.100 ára gömul hurð finnst í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð Færsla

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband