Gera þau enn það sem þarf að gera??
15.12.2009 | 00:20
Ríkisstjórnin er m.a. að gera allt þetta:
- Láta þjóðina borga Icesave án þess að nokkur lagaleg skylda sé til þess og án þess að þjóðin hafi bolmagn til þess. Setur þannig ríkisábyrgð á bankana eftir að þeir hrundu. Þú tryggir ekki eftirá, eða hvað?
- Semja frumvarp um sérstakar skattaívilnanir og undanþágur frá gjöldum fyrir fyrirtæki Björgólfs Thors sem ætlar að reisa gagnaver í Reykjanesbæ.
- Færa Búnðarbankann / KB banka / Kaupþing / Nýja Kaupþing / Arion í hendur útrásarvíkinga á ný með meðgjöf frá skattgreiðendum að því er talið er.
- Lætur kjurt liggja fé sem talið er að megi endurheimta af bankareikningum skúffufélaga í hæsnakofum á Tortola og víðar.
- Afnemur verðtryggingu á persónuafslætti en ekki af lánum.
- Afskrifar ómældar fjárhæðir útrásarvíkinga í bankakerfinu.
- Frestar því stöðugt að taka á vanda heimila og smáfyrirtækja.
- Lýsir yfir að rétt sé að halda almenningi frá lýðræðislegri þáttöku í ákvörðunum sem varða þjóðina alla um ókomna framtíð.
Við gerðum það sem þurfti að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.