Flanagan sjálfur í 1. sæti.

Þetta er nú meira bullið sem þessi maður býður okkur upp á. Hann hefur greinilega verið upplýstur um það af ríkisstjórninni að kjósendur á Íslandi séu hálfvitar, og vissulega mikið til í því. En fyrir vikið heldur hann að við trúum öllu sem hann segir.

Ef maður setur vandamálin sem geta endanlega komið Íslandi í þrot í röð eins og Flanagan var að gera þá sýnist mér nú listinn vera réttari svona.

1. Mark Flanagan og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn. Aðgerðir þessa sjóðs sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að veðja á miða að því að endurvekja "traust" með því að dæla peningum í fjármálakerfið með ýmsum hætti, þ.m.t. Icesave og munu að öllu samanlögðu kosta þjóðarbúið yfir eitt þúsund milljaraða að lágmarki.

2-7. Næst á eftir aðgerðaáætlun AGS koma svo þessi þættir sem hver um sig kosta mikið á næstu árum en eru þó litlir í samanburði við nr. 1, hver fyrir sig.
Fjárlagahallinn.
Ríkisstjórnin.
Spillingin.
Fólksflótti af landinu.
ESB aðild ef af verður.
Það að tala íslensku á Íslandi.


mbl.is Flanagan: Icesave í fjórða sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fólksflóttinn er alveg gríðarlegur og með þessu áframhaldi mun hann aukast umtalsvert það er öruggt.

Sigurður Haraldsson, 15.12.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband