Gylfi ætlar líka að gera sambærileg mistök.

Þetta er auðvitað alveg rétt hjá Gylfa Magnússyni. Það voru mistök af Seðlabankanum að lána bönkunum og framlengja þannig lífdaga þeirra og styðja við eigendur þeirra með þessum lánum.

En Gylfi mælir með því að við borgum líka Icesave sem eru alveg sambærileg mistök. Þeir peningar sem fara í Icesave koma aldrei aftur.

Og Gylfi ætlar væntanlega líka að styrkja rekstur Björgólfs í Reykjanesbæ þegar lagt verður fram frumvarp um sérstakan skattaafslátt fyrir nýtt gagnavers fyrirtæki Björgólfs. Það er furðulegt að á sama tíma og menn eru að gagnrýna á réttmætan hátt nýleg mistök Seðlabankans, þá ætla þeir að halda ótrauðir áfram á sömu braut, gera sömu mistök í þágu sömu aðila, láta sömu aðila plata sig aftur og aftur.

Er þessu vesalings fólki í ríkisstjórninni algjörlega fyrirmunað að læra eitthvað af því sem hefur verið að gerast hér á undanförnum árum? Þetta er óskiljanleg sjálfseyðingarhvöt að sjá mistökin sem hafa verið gerð en ætla samt að endurtaka þau. Nema þetta sé hin fullkomna spilling, siðleysi og veruleikafirring. Kannski það sé málið.


mbl.is Afdrifarík mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Málið er að það sem þú taldir upp að þetta væri spilling,siðleysi og veruleikafirring þá má bæta við stöðnun sem virðist vera nánast ógjörningur að leysa.

Sigurður Haraldsson, 15.12.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband