Stærsta "matvöruverslun" landsins?

Það virðist nú vera orðið svo komið á Íslandi að ein stærsta matvöruverslun landsins er á vegum hjálparsamtaka sem eru að tryggja það að Íslendingar hafi eitthvað að borða. Svona er nú ástandið á Íslandi eftir að Bónusfeðgar og fleiri þekktir menn hófu að "hjálpa" Íslendingum með því að lækka vöruverð. Alþekktur er frasinn hjá konunum sem hafa sagt undanfarin ár "Það hefur enginn gert eins mikið fyrir almenning í þessu landi og Bónusfeðgar". En nú er ljóst að allt sem almenningur hefur keypt í Bónus hingað til hefur aðeins að hluta verið greitt á kassanum, restina þarf að borga núna. Og þetta eru ekki ódýr eða hagstæð viðskipti fyrir almenning þegar upp er staðið. Það eru mestu mistök íslenskrar viðskiptasögu síðan einokun Dana lauk að Bónusfeðgar skyldu ná að koma undir sig fótunum í smásöluverslun á sínum tíma. Útþensla þeirra í íslensku og erlendu viðskiptalífi á rætur í Bónusverslununum. Og útþensla þeirra og útrás er orðin þjóðinni dýrkeypt.

Það voru líka tvenn verstu mistök Davíðs Oddssonar á sínum tíma þegar þessir feðgar læstu klónum í bankana eftir einkavæðingu þeirra og þegar það mistókst að stöðva þá í Baugsmálinu svokallaða. Að hleypa þessum mönnum og viðskiptafélögum þeirra eins langt og þeir komust og takast ekki að stöðva þá þegar það var reynt eru mestu mistök sem Davíð Oddsson hefur gert á sínum ferli. En Davíð er vorkunn, enginn má við margnum, og það voru vissulega margir sem studdu það að þessir menn færu sínu fram. Það þótti ekki tiltökumál að þeir ættu matvörumarkaðinn að mestu, "frjálsa" fjölmiðla að mestu, fjármögnuðu marga stjórnmálamenn og flokka og hefðu ítök í flest öllum atvinnugreinum í landinu.


mbl.is Margir biðja um hjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæltu manna heilastur Jón Pétur.

Hvenær ætlar þjóðin að átta sig á því að Bónusfeðgar og Hagar halda verðinu ekki niðri.  Með 60% markaðshlutdeild þá ráða þeir verðinu.

Þeir hafa grætt stórfé á okkur, það sýna umsvif þeirra okkur.  Þannig að þeir hafa nú ekki beint verið með lægstu álagningu á okkur sem möguleg er.

Fari þeir fjandans til og lengra ef þeir komast.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband