883% - óritskoðað af yfirvöldum.

Þetta var erlend skuldastaða Íslands sem hlutfall af landsframleiðslu um síðustu áramót. Ef eftir eru aðeins 350% af skuldunum er sem sagt búið að afskrifa um 533% sem er nú allnokkuð. En það er óskiljanlegt hvað menn tregðast við að hafa réttar tölur uppi á borðum í þessari umræðu. Maður þarf að leita að þessu í gögnum erlendra stofnana, það virðast allir sem vilja geta fengið góðar upplýsingar um skuldastöðu Íslands á hverjum tíma nema Íslendingar sjálfir. Hér virðist vera algjörlega bannað að leyfa þjóðinni að fá réttar upplýsingar um eigin stöðu. Yfirvöld keppast við að þvæla og fela allt í þoku svo enginn fái réttar upplýsingar. Hvers konar stjórnarfar er þetta hér?? Hvað er fólk að hugsa að kjósa þessa vitleysinga yfir sig aftur og aftur frá vöggu til grafar.

En þetta er sem sagt staðan um síðustu áramót. Svo er auðvitað spurning hvað þjóðarbúið ber miklar skuldir. Það fer nú alveg eftir því hvort á að greiða þær til baka eða bara velta þeim á undan sér og svo eftir því hvað vextirnir af þeim eru háir.

Mín tilfinning er sú að það þurfi að afskrifa um 200-250% af þeim 350% sem enn eru eftir svo hægt sé að standa undir því sem þá verður eftir. Þetta eru ca. 3.000 milljarðar. En þetta er bara tilfinning því allar opinberar upplýsingar eru ófullkomnar og þokukenndar. Við myndum segja ritskoðaðar eða falsaðar ef önnur ríki ættu í hlut.

Svo er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að sækja þessa peninga aftur og endurgreiða þá í stað þess að láta afskrifa þetta. En til þess þarf auðvitað einhver úr stjórnarráðinu að koma út úr þokumóðunni og sækja nokkra vel valda menn og taka af þeim illa fengið fé. Það gerist nú líklega ekki, aumingjaskapurinn er allt of mikill til þess.


mbl.is Skuldabyrðin enn meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Trúlegasta kenningin er að þjófarnir hafi mútað stjórninni.  Undir borðið.

Veit ekki hvað planið er.  Kannski ætla þeir að gera landið gjaldþrota til að geta komið og keypt það aftur fyrir sína þjófstolnu aura á slikk.

Eða kannski eru þetta bara svona mikil fífl.  Láta vaða yfir sig.  Og við sem erum í svo góðri samningsstöðu ef maður pælir aðeins í því.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.12.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband