OK, en ekki láta Ólaf Ragnar fikta neitt í þessu.

Það yrði líklega gaman ef stríðsherrarnir koma hingað til að undirrita samkomulag um fækkun kjarnavopna í næstu viku eða einhvern tíma fljótlega.

En ég er bara dauðhræddur um um að ef þeir hitta Ólaf Ragnar þá fari allt í bál og brand og það verði ekki skrifað undir neitt eða þeir ákveði bara að farga þessum kjarnavopnum hér. Er ekki hægt að senda Ólaf eitthvað burt á skíði eða í hestaferð á meðan þetta gengur yfir? Flest sem Ólafur Ragnar hefur komið nálægt eða gert undanfarin ár hefur orðið að hinu versta klúðri. Honum finnst hann meira að segja hafa verið misnotaður, að eigin sögn. Og Íslendingar mega ekki við fleiri skandölum. Hins vegur ætti ríksstjórnin að geta komist klakklaust í gegn um svona heimsókn. Steingrímur er að sjálfsögðu eðalkommi sem mun fagna Pútín vel og Össur segist vera einkavinur Hussein Obama síðan hann talaði við hann í nokkrar sekúndur í fyrravetur. Jóhönnu skilur enginn þannig að það er sama hvað hún segir, það verður aldrei vandamál.

En svo er nú athyglisvert við þetta að þegar svona stórviðburðir standa til þá er ESB eins og hver önnur hornreka, sem þykir engu máli skipta þegar fluttar eru fréttir af þessari fyrirhuguðu undirritun. Enda er það fyrirbæri fyrst og fremst samband nokkurra skuldugustu ríkja heims, sem voru þó að taka upp sameiginlega hernaðarstefnu 1.des. s.l. Og nokkur ESB lönd eiga svo sem slatta af kjarnavopnum, allavega Bretar og Frakkar sem eru sagðir eiga samanlagt um 485 kjarnorkusprengjur skv. nýlegri talningu. Þannig að líklega drattast Gordon Brown þá í heimsókn til hryðjuverkaríkisins Íslands til að undirrita þennan samning. Það er spurning hvernig ætti að taka á móti honum hér?? Sjálfsagt munu Íslendingar klappa fyrir honum og hneigja sig margfaldlega frekar en að púa á hann og ræða um ótilhlíðilega beitingu Breta á hryðjuverkalögum gegn óvopnuðu Íslandi.


mbl.is Skrifað undir í Reykjavík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá þá halda því framm að Putin sé ennþá forseti Rússlands en ekki Forsetisráðherra eins og hann er. He he

Þórhallur (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 01:20

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Þórhallur og takk fyrir athugasemdina. Rétt athugað hjá þér.

Jón Pétur Líndal, 4.12.2009 kl. 01:35

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sóhanna, Icegrímur og Tólafur eru bara kjánaprik sko og vonandi fáum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn aftur í stjórn sem fyrst til að bjarga málunum því þeir eru með svo góðan feril og hæft fólk sem hvorki tengist olíusamráði, peningamarkaðssjóðum, bankastarfsemi, fjárfestingasvartagöldrum né nokkru því sem steypti hér öllu á hausinn.

Mé finnsta flokkaddnir mættu skrifa nabbnið sitt undir Bibblíuna því jólin eru að koma og allt e heilagt.

Svo gæti nú verið að ef Gordon Brown villtist upp á klakann að einhver popparinn mundi skjóta hann í hjartað með slagara eins og "Bat out of Hell" eða "Can´t buy me love." og við gætum látið hann blæða út utan við Höfða eins og hænu í minkabúri.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.12.2009 kl. 06:36

4 identicon

Nákvæmlega Rúnar fólk er ótrúlega fljótt að fyrirgefa sjálfstæðismönnum... Bara það að Davíð skuli fá vinnu aftur finnst mér alveg ótrúlegt og hjá mogganum... þetta er auðvitað ömurlegt. Ég er ekki sammála öllu sem stjórnin er að gera núna. En djöfull er ég sáttur við það að sjálfstæðismenn eru komnir frá.

Ég verð nú að segja ok Ólafur lét glepjast og það hefur verið sýnt að hann hvatti útrásarvíkingana áfram, en svona fyrir utan það þá er ég persónulega mjög sáttur við kallinn mér finnst hann bara fínn forseti.

Fannar (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 11:55

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir Rúnar og Fannar og takk fyrir athugasemdirnar.

Það er nú mikið vandamál um þessar mundir að það finnst eiginlega enginn munur á flokkunum fjórum. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkar lögðu grunninn að hruninu með einkavæðingu bankanna og fleiri hagstæðum aðgerðum fyrir ákveðna aðila. Nú er allt saman hrunið og VG og Samfylking halda áfram á nákvæmlega sömu braut, gera allt fyrir bankana og útrásarvinina. Aðrir fá að éta það sem úti frýs og borga fyrir aðalinn. Það þarf að koma öllu þessu liði út í hafsauga. Taka almennilega til hér.

Jón Pétur Líndal, 4.12.2009 kl. 12:04

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Tek undir það Jón Pétur að verulegra stjórnarfarslegra umbóta er þörf hér. Samtryggingarflokkarnir fjórir losnuðu við hættu sem að þeim steðjaði þegar Borgarahreyfingin/Hreyfingin gersamlega rústaði (fyrirsjáanlega) endurnýjunarmöguleikum á næstunni á þinginu. Flokkarnir eru nokkuð langt frá því að vera sama gengið. VG mun t.d. aldrei verða neittí líkingu við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkana stefnulega séð, en hinsvegar draga þeir lappirnar á nákvæmlega sama hátt í lýðræðisumbótum - Því miður, ég hafði ekki búist við því fullum fetum.

Það er varla annað ráð en ríki í ríkinu, því alþingi er orðið eins og krabbamein, en það er enginn sjáanlegur sem stendur utanvið flokkana sem leitt gæti slíkt fyrirbæri. Ég ber litla sem enga virðingu fyrir nokkrum manni sem þar vinnur. Örfáir einstaklingar í mismunandi flokkum standa þó upp úr.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.12.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband