Svar Kínverja við kvörtunum Bandaríkjamanna vegna lágs gengis gjaldmiðils Kína.

Það að biðja Bandaríkjamenn um að hverfa frá verndarstefnu sinni á ýmsum sviðum viðskipta er greinilega svar Kínverja við mörgum beiðnum Bandaríkjamanna þess efnis að Kínverjar breyti gengisskráningu á gjaldmiðli sínum. Kínverjar hafa notað gengisstýringu til að halda gengi gjaldmiðils síns svo lágu að þeir eru alltaf samkeppnisfærir við nánast allar aðrar þjóðir á sviði hvers kyns framleiðslu og iðnaðar. Þetta hefur pirrað Bandaríkjamenn mikið því ýmiss þarlendur iðnaður hefur dregist mikið saman og fyrirtæki flutt starfsemi sína til Kína vegna hagstæðs verðlags. Þó er þessi pirringur í og með þeirra einkamál því það er nú bara þeirra eigið val að versla við Kína en ekki sína heimabyggð. Það er allavega ljóst að það er létt efnahags- og viðskiptastríð í gangi milli þessara þjóða.
mbl.is Kínverjar skora á Bandaríkjamenn að hverfa frá verndarstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband