Vel að verðlaunum kominn, en..

Þorsteinn frá Hamri er alls góðs verður. En ég vil nota tækifærið og minna á að íslenskan er ekki bara sérkenni sem þjóðin ber sameiginlega og hefur tengingu eins langt aftur og elstu handrit okkar ná. Þau eru flestum enn skiljanleg sem tala íslensku.

Íslenskan er líka sérviska og fjötur um fót eins og ég hef fjallað hér um áður. Það er kostnaðarsamt að halda úti sérstöku tungumáli fyrir örfáar hræður. Tungumáli sem nánast enginn maður í heiminum utan Íslands skilur. Íslenskan er tungumál sem einangrar okkur gagnvart umheiminum. Tungumál sem kemur í veg fyrir að ráðamenn okkar geti rökrætt af viti við annarra þjóða ráðamenn.

Hvað íslenskuna varðar og það tjón sem hún veldur okkur og þá fjármuni sem hún kostar okkur, þá eru við enn á steinaldarstigi í samskiptum vegna þess að við berjum hausnum við steininn og viljum ekki tala sama mál og annað fólk. Þetta sérkenni okkar og sérviska er sennilega þriðja dýrasta vitleysa þjóðarinnar eða mistök frá upphafi Íslandsbyggðar.

Nr. 1. á listanum yfir mistök Íslendinga að mínu mati var þegar við týndum Ameríku eftir að hafa fundið hana.
Nr. 2. á þessum lista er útrásin sem við erum að súpa seiðið af núna.
Nr. 3. á listanum er svo að við skulum þráast við að tala íslensku með öllum þeim ókostum og kostnaði sem því fylgir.

Allt það sem menn halda fram sem rökum fyrir varðveislu tungunnar, kostir hennar, eins og menningararfurinn og að tungumálið sameini okkur er auðleyst með öðru tungumáli. Menningararfinn má þýða á önnur mál, og alltaf munu örfáir sérvitringar læra íslensku. Þá þarf ekki að óttast þó tungumálið hætti að sameina okkur sem sameiginlegt sérkenni. Landamæri Íslands, kölluð Atlantshaf, og veðurfarið munu um ókomna tíð sameina okkur og merkja þessu landi, líka þó við færum að tala tungumál sem aðrir skilja.

Ég vil hvetja fólk til að hugleiða þessi orð, þetta er sett fram í fullri alvöru.


mbl.is Þorsteinn frá Hamri fær Jónasarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband