Þjóðfundurinn búinn og Kostur opnaður.

Þá er þjóðfundurinn búinn, og búið að opna Kost. Og nú er spurningin, breytir þessi fundur einhverju? Eða heldur allt áfram afturábak eins og áður, með þessari eins dags tilbreytingu fyrir þá sem þátt tóku. Og af því að þjóðfundinn ber upp á sama dag og annan viðburð, opnun nýrrar matvöruverslunar, Kosts, verður líka gaman að sjá hvor þessara viðburða skiptir almenning meira máli þegar frá líður. Eða hvort hvorugur viðburðurinn skiptir nokkru máli. Mig langar nú reyndar til að vera dálítið jákvæður og bjartsýnn og vona að báðir þessir viðburðir dagsins skipti máli þegar frá líður. En ég ætla nú samt hvað sem allri jákvæðni og bjartsýni líður að vera raunsær og gera mér grein fyrir því að góðir hlutir gerast hægt ef þeir gerast á annað borð. Þannig að tíminn mun leiða þetta í ljós. En það er samt engin ástæða til að slaka á.

Ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum með þjóðfundinn og helstu niðurstöðu hans, ég átti að vísu von á þessari niðurstöðu eins og ég spáði í bloggi í gær, en átti líka von á að á fundinum rynni upp fyrir fólki hvað það er mikilvægt að læra af reynslunni, læra af mistökunum. Það eru mér vonbrigði að þjóðfundarfulltrúar skuli ekki hafa áttað sig betur á þessu. Að mínu mati gjaldfellir þessi yfirsjón þjóðfundarfulltrúa samkomuna dálítið. En annars virðist þetta hafa verið skemmtileg samkoma og gott mál í sjálfu sér. Og svo er víst heilmikil úrvinnsla eftir og eftirfylgni.

En Kostur hefur opnað og fékk góða aðsókn og viðtökur hjá þeim sem mættu fyrsta daginn. Þar kemur fljótt í ljós hvort viðtökurnar verða góðar til frambúðar eða ekki. Áhrif Kosts munu verða ljós miklu fyrr en áhrif þjóðfundarins, það er kostur. Ég held hins vegar að það sem ræður framtíð Kosts nánast alfarið sé verðlagning verslunarinnar, að vörurnar kosti sem minnst. Nú er skuldastaða Haga sem á marga samkeppnisaðila Kosts þannig að þeir eiga þess varla kost að undirbjóða Kost, það er kostur fyrir Kost, þannig á Kostur kost á að plumma sig í samkeppninni án þess að keppinautarnir eigi kost á að beita Kost bellibrögðum. Hins vegar er það ókostur fyrir keppinautana ef Kostur getur hreiðrað um sig á þessum markaði vegna erfiðrar skuldastöðu keppinautanna þannig að kannski velja þeir samt hinn kostinn að reyna kostnaðarsamt verðstríð við Kost. En það mun þá kosta neytendur helling því nú eru keppinautar Kosts margir fjármagnaðir af skattfé og útlit fyrir að móðurfyrirtækið Hagar þurfi að fá verulegar afskriftir á kostnað skattgreiðenda. Fyrir keppinauta Kosts er því enginn góður kostur í samkeppnisstöðunni við Kost.

En nóg um þetta allt saman. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu.


mbl.is Fólk logandi af áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Íslendingar eru alltaf að kalla eftir endurbótum og breytingum m.a í stjórnmálum en alltaf kjósa þeir sömu vitleysingana. Við höfum fengið ótal tækifæri til að breyta og fá nýja menn og stefnur. En alltaf klikkar landinn.

En nú er enn eitt tækifærið komið upp í hendur okkar, það er Kostur. Flykkjum okkur að baki Jóns Geralds og köllum á eftir heilbrigðri samkeppni. Þó kæmi mér ekki á óvart að Íslendingar héldu áfram að láta vaða yfir sig á skítugum skónum eins og R. Reykás myndi orða það og héldu áfram að versla í Bónus.

Egill Þorfinnsson, 14.11.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Þetta er alveg rétt hjá þér Egill. Við þurfum að nýta okkur tækifærin þegar þau bjóðast, hvort sem það er Kostur eða kosningar.

Jón Pétur Líndal, 14.11.2009 kl. 21:41

3 identicon

Þið eruð nú meiri froðusnakkarnarnir.

Bull, tuð og ekki neitt.

Gott að ég þurfti ekki að vinna með ykkur í dag, þið hefðuð ekki gagnast mikið.

Farið nú og verslið í Kosti... og ver glaðr.

Bullarar (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 01:00

4 identicon

 eru bara íslendingar í rvík.

gishj (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 07:59

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar.

Bullarar, ég fann nú ekki nafnið þitt í þjóðskránni, það virðist nú vera aðal bullið og ekki neittið á þessari síðu. En það er gott ef þú hefur verið að vinna eitthvað í gær og vonandi hefur sú vinna gert þér eitthvað gott. Það er hins vegar leitt ef þú átt erfitt með að skilja skrifin hér. Vonandi gengur þér það betur næst.

Gishj. Nei það eru ekki bara Íslendingar í Rvík.

Jón Pétur Líndal, 15.11.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband