Easy money er vont mál.

Í öryggisskyni varð að hætta við peningagjöfina. Svo margir söfnuðust saman til að krækja í evrurnar að hætta var talin á að fólk træðist undir eða dræpi hvort annað ef peningum yrði dreyft yfir hópinn eða hvernig sem nú átti að framkvæma þetta. Afleiðingin af þessari öryggisráðstöfun varð sú að allt varð vitlaust. Fólk reiddist eða fékk brjálæðiskast út af skitnum 40 þúsund evrum. Svona er nú fólk. Það verður alveg vitlaust þegar peningar eru annars vegar. Þá er hægt að setja allt á annan endann og gera hvað sem er og finna allskonar afsakanir fyrir öllu sem gert er. Og hægt að telja sjálfum sér og öðrum trú um að allt sé vel meint og bráðsniðugt. Svona fór efnahagskerfi Íslands á hliðina. Græðgi og peningaleg firring virðast hafa verið grunnurinn að útrásinni með öllum þeim prettum, undanskotum, bulli og afsökunum sem nú er upplýst um. Mannlegt eðli er afar óstöðugt efni sem getur valdið sprengingum af ýmsu tilefni, en alveg sérstaklega ef peningar eða trúarbrögð eru með í spilinu.

mbl.is Sviknir um peningagjafir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband