Fall er fararheill.

Skv. fréttinni hefur tekist að opna Kost áðan. Ég vona bara að það gangi eftir gamla spakmælið að "Fall er fararheill" og að byrjunarerfiðleikar verði fljótt yfirstignir. Svo er bara að fara á eftir eða morgun og kynna sér þennan nýja valKost á matvörumarkaðnum. Ég er allavega feginn að á þeim markaði er eitthvað nýtt að gerast. Svo er viðbúið að þetta leiði til óvenju góðra tilboða hjá samkeppnisaðilum. Þeir eru hvort eð er sumir í eigu ríkisbanka að mestu þannig að þar ætti nú að vera baklandið í gott verðstríð um þessar mundir. Ég ætla allavega að fylgjast með hvort skattpeningar verða notaðir til að reyna að drepa þessa nýju samkeppni. Það verður gaman að sjá hvort Jóhanna og Steingrímur leyfa slíkt, eða hvort þau láta eins og þeim komi það ekki við ef til kemur.

mbl.is Tekið á móti viðskiptavinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband