Meira af CIT Group bankanum og útliti kvenna í USA.

Ég hef aðeins verið að kíkja á erlendar fréttir af CIT Group bankanum og það er ýmislegt þar sem er fróðlegt að lesa.

T.d. það að nú þykir vera góð tímasetning fyrir þessa sérhæfðu greiðslustöðvun þeirra þar sem fjármálakerfið almennt í USA er svo hrumt að óttaslegnir viðskiptavinir CIT Group geta vart fært viðskipti sín annað! Það eru fáir aðrir kostir í boði! Þess vegna halda menn að CIT Group muni halda viðskiptavinum þvert á venju við þessar aðstæður, en venjulega treysta menn ekki banka sínum eins vel og áður þegar hann er kominn í þrot og fara annað með sín víðskipti.

Svo þykir það líka heppilegt að jólavörurnar eru komnar í búðir í USA, en CIT Group þjónar fyrst og fremst litlum og meðalstórum fyrirtækjum af öllu tagi, m.a. smásölum. En þar sem vörurnar eru almennt komnar inn á lager verslana eða út í verslunina reiða menn sig á að úr því sem komið er taki birgjar sjénsinn á að fá greitt tímanlega fyrir jólaverslunina frá verslunareigendum því ljóst sé að ekki verði treyst á viðskiptabankann í þeim efnum þessi jól. Birgjarnir eiga því að taka að sér hlutverk bankans þessi jólin. Hins vegar hafa menn samtímis áhyggjur af lélegri jólaverslun þetta árið.

Timothy Geithner seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur áhyggjur af að lítil og meðalstór fyrirtæki geti ekki tekið þátt í að koma USA út úr kreppunni þar sem lítið sem ekkert fjármagn er í boði fyrir þessi fyrirtæki nú, m.a. vegna erfiðleika CIT Group, á sama tíma og seðlarnir flæða sem aldrei fyrr út í stórfyrirtækin! En þetta er nú einmitt það sama og við sjáum hér á Íslandi, stórfyrirtækin ganga í endurnýjun lífdaga með endalausum afskriftum, endurfjármögnun og bankafóstri á meðan þeim litlu blæðir út einu eftir annað.

Svo eru fleiri skrítnir fletir á þessu máli. CIT Group hefur verið bakhjarl um 60% fyrirtækja í framleiðslu og sölu á tískufatnði í USA. Erfiðleikar bankans kunna því að valda aukinni einsleitni í klæðaburði og fátæklegra yfirbragði kvenna í USA, komi ekki nýir aðilar að fjármögnun þessara fyrirtækja.


mbl.is CIT Group í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband