Hámark hræsninnar hjá Jóhönnu og Steingrími.

Ég er alveg sammála Jóhönnu og Steingrími um að þetta er dapurlegt, að foreldrar hafi verið að taka kúlulán fyrir hlutabréfum út á börnin sín. Þannig settu foreldrarnir fjárhagslega framtíð barnanna nánast að veði.

En það er líka nýtt hámark hræsninnar hjá þessum forystumönnum að vanda um út af þessu. Þetta er nú akkúrat það sem þau eru sjálf að gera með Icesave skuldbindingum og fleiru sem ríkisstjórnin skrifar undir á færiböndum, nema ekki er um örfá börn að ræða í þeirra tilviki, heldur heilar kynslóðir heillar þjóðar sem þau ætla að drekkja í skuldum út af kúlulánum og hlutabréfum meðal annars. Ja, þessu liði ferst að vanda um fyrir öðrum, þau mættu þá um leið líta í eigin barm og hugsa aðeins lengra en bara um ráðherraeftirlaunin. Það geta ekki allir bjargað sér á þeim.


mbl.is Dapurlegasta dæmið um græðgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þetta er nú akkúrat það sem þau eru sjálf að gera með Icesave skuldbindingum og fleiru sem ríkisstjórnin skrifar undir á færiböndum, nema ekki er um örfá börn að ræða í þeirra tilviki, heldur heilar kynslóðir heillar þjóðar sem þau ætla að drekkja í skuldum út af kúlulánum og hlutabréfum meðal annars."

Þvílíkt yfirgengilegur þvættingur! Mér finnst þú ekki hæfur til að álykta einu sinni að 2 x 2 séu sama og.... já reyndu að reikna það út.

Kári (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 12:54

2 identicon

Jóhanna og co eru að borga skuldir.  Það heitir samviskusemi (eða kannski heimska ef þú vilt).

Ég sé ekkert sameiginlegt með því og að taka lán fyrir hlutabréfum í nafni barna sinna.  Það heitir græðgi, eigingirni, tillitsleysi.

Það eina sem ég sé sameiginlegt með þessu tvennu er að þú virðist vera á móti því...

Grandvör (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 12:58

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Allt í lagi Kári minn. Leiðréttu mig bara og alla hina sem eru svona vitlausir að halda fram þessum þvættingi. Segðu okkur hvað ríkið er að taka að sér miklar skuldir og hvernig þær verða borgaðar.

Jón Pétur Líndal, 3.11.2009 kl. 13:01

4 identicon

Ég skil ekki þetta væl með þessi óreiðubörn. Þau hefðu aldrei komið til með að vera skulbundin við eitt eða neitt enda hefur það aldrei verið löglegt að skuldbinda ófjárráða einstaklinga á þennan hátt. Sá eini sem gat nokkurn tíman komið til með að tapa á þessu er bankinn sem var nógu vitlaus til að veita þessi lán. Nú þarf hann að sitja uppi með þau og ég skil ekki hvað umboðsmaður barna og fleiri eru að væla yfir því.

Jói (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 13:04

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Grandvör mín, takk fyrir þín skilaboð, ég er þá bara að misskilja ríkisstjórnina, hélt hún væri að taka lán hjá AGS og skrifa undir skuldbindingar vegna Icesave og föllnu bankanna og að taka undir sinn verndarvæng fjölda fallinna fyrirtækja í gegn um eignarhaldsfélög ríkisbankanna. Vissi ekki að þetta væri kallað að borga skuldir. Ég ætti þá líklega bara að heita "Misskilningur"

Jón Pétur Líndal, 3.11.2009 kl. 13:04

6 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Jóhanna og co eru að borga skuldir.  Það heitir samviskusemi (eða kannski heimska ef þú vilt).

Þetta voru ekki skuldir Ríkisins fyrr en fyrsti Icesave samningurinn var samþykktur, og það var heimska.

Allt fyrir ESB I guess ...

Jóhannes H. Laxdal, 3.11.2009 kl. 14:07

7 Smámynd: Teitur Haraldsson

Innilega sammál þér Jón Pétur.

Þetta fólk er að rugla saman skuld sem þú hefur réttilega stofnað til og nýtt til kaupa og eigna-auka. Og hinsvegar skuld sem annar hefur tekið og eytt í rugl, svo mikið rugl að veð duga ekki að neinu leiti.

Teitur Haraldsson, 3.11.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband