Steingrímur á merinni.
21.10.2009 | 23:22
Nú styttist í að Icesave verði aftur tekið fyrir á Alþingi og reynt að koma því í gegn. IMF og Fitch rating reka á eftir, IMF með því að nú sé loksins allt að verða klárt fyrir stóra lánið sem öllu bjargar og Fitch með því að verði ekki skrifað undir lækki lánshæfismatið hjá ríkinu úr rusl í algjört rusl. Það hlýtur nú ekki síður að gera það ef skrifað er undir Icesave, ég skil nú ekki hvernig það getur bætt lánshæfismatið að taka risalán á okurvöxtum ofan í risa fjárlagagat hjá smáríki í fallhlífarlausu efnahagslegu "base" jumpi.
En hvað um það, ég heyrði vísur um þetta sem ég ætla að koma á framfæri hér.
"Steingrímur á merinni" heitir kvæðið.
Steingrímur á merinni,
er að smala þjóðinni.
Hvað ætlarðu að gera enni,
hvað á nú að bjóða henni.
Í réttina þau reka Þing,
kellingar og vesaling.
Hundum tveim er sigað á,
sem handrukkara kalla má.
Steingrímur er knapi knár,
og merin hefur ljósgrátt hár.
Vinstri græn þau reka í hring,
með hundana frá IMF og Fitch rating.
Icesave skuld á ekki að greiða,
tíminn mun það leiða í ljós.
En sökudólga þarf að veiða,
og spillingar að moka fjós.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.