Buchheit mátti ekki styggja útrásarvíkinga.

Buchheit mátti ekki styggja útrásarvíkinga með því að gera það að hluta samningsins að þjóðirnar (Íslendingar, Bretar og Hollendingar) tækju upp náið samstarf um að rekja og endurheimta peningana sem er verið að semja um og að rannska þá sem báru ábyrgð á hvarfi þeirra. Það mátti ekki semja um að þeir sem stálu peningunum, yrðu knúnir til að skila þýfinu áður en kæmi að greiðslum frá skattgreiðendum.

Ég hefði haldið að þetta væri frumkrafa af hálfu Íslenskra stjórnvalda og skilyrði fyrir því að semja um einhverjar greiðslur yfirleitt. Er það ekki eðlilegt að ef ríkisstjórnin er að semja um að skattgreiðendur taki á sig skuldir óreiðumanna, þá sé fyrst samið um samstarf aðila um að ná öllu sem hægt er af óreiðumönnunum upp í skuldina?

Ég vil fá skýringar á því af hverju ekki mátti semja um þetta sjálfsagða atriði í þessum samningi? Af hverju hefur núverandi ríkisstjórn reist skjaldborg um þá menn sem bera ábyrgð á að Icesave innlánin hurfu?


mbl.is Úrslitaatriði að fá Buchheit að borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sælir.  Góð spurning.  Megi þessir útrásarfjármálavíkingar aldrei þrífast hér á landi framar!

Sigurjón, 10.12.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband