Góð leið til að greiða fyrir umferð.

Ég hef oft furðað mig á af hverju þetta hefur ekki verið leyft hér allar götur frá því hægri umferð var tekin upp. Þetta er löngu tímabært. Einfaldari og ódýrari leið til að greiða fyrir umferð er varla til.

Þegar maður ekur í löndum þar sem þetta er leyfilegt þá tekur maður eftir því hvað þetta er lítið mál og greiðir fyrir umferðinni.

Mér finnst það gott að þetta frumvarp er komið fram og vona að það verði samþykkt í hvelli. Eini óttinn hjá mér er að það sé hugsanlega eitthvað í reglum ESB sem bannar okkur að leyfa þetta. En vonandi er það ekki svo.


mbl.is Frumvarp um hægri beygju á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Gæti ekki verið meira sammála.

Getur ekki verið neitt í reglum ESB sem bannar þetta þar sem þetta er leyft á nokkuð mörgum gatnamótum í Þýskalandi t.d.

Ég gef lítið fyrir að öryggi vegfarenda sé stofnað í einhverja aukna hættu.  Það eru og það verða alltaf fífl í umferðinni og það að HBÁR (Hægri Beygja Á Rauðu) sé leyft á ekkert sérstaklega eftir að auka hættuna sem stafar af þeim ef eitthvað þá á þetta eftir að minnka slysahættu þar sem vegfarendur eru þá meðvitaðir um að það gætu verið bílar að koma þótt það sé grænt gönguljós.  Hef stundum séð fólk labba yfir á grænu ljósi og næstum búið að keyra það niður útaf því að eitthvað "fífl" var að bruna yfir gatnamótin og stoppaði ekki þegar gula ljósið varð að rauðu áður en hann kom að gatnamótunum.  það að græni kallinn sé blikkandi er ekki sjálfkrafa ávísun á að það sé algjörlega öruggt að ganga yfir gatnamótin,  til hvers lærðum við þá "líta fyrst til vinstri, svo hægri og svo aftur til vinstri áður en við förum yfir götuna" þegar við vorum lítil

Jóhannes H. Laxdal, 10.12.2010 kl. 16:11

2 identicon

Vissulega væri þetta þægilegt en þetta mun auka hættu á slysum og það er ekki forgangsröðun á móti því að liðka lítillega fyrir umferð.

Ökumaður sem kemur að slíkum gatnamótum þarf að gera amk. þrennt: Athuga hvort skilti banni beygjuna, athuga hvort umferð sé frá vinstri, athuga hvort gangandi eða hjólandi vegfarendur séu að fara yfir hægra megin (þar ætti reyndar að vera rautt gönguljós).

Vandinn er kannski þessi að vegfarendur eru ekki þeir allra tillitssömustu í garð annarra og eftirtekt þeirra gagnvart umerðarmerkjum er lítil. Það myndi því verða ansi oft sem beygt yrði til hægri þar sem það væri bannað. Þá er hægtt við að bílstjóri væri frekar að horfa til vinstri eftir bílum en til hægri eftir gangandi vegfarendum. Þeir eru nefnilega ekki barnanna bestir þeir sem gangandi eru og fara ekki alltaf eftir merkjum.

Því miður hef ég ekki meiri trú á okkur Íslendingum í umferðinni heldur en þetta og tel því betra að hafa þetta óbreytt.

Guðmundur (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 18:04

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Jóhannes þetta kemur gangandi vegfarendum í raun ekkert við.

þar sem að ef að þú ert á rauðuljósi og mátt beygja til hægri

þá er grænt ljós á götunni sem að þú mátt beygja inná

og þar að leiðandi rauður kall á umferðarljósunum þar.

Árni Sigurður Pétursson, 10.12.2010 kl. 20:39

4 identicon

Einfaldar mér allavega lífið á hverjum degi hérna í Ameríkunni. Sé ekki að það ætti að vera nokkurt vandamál fyrir vegfarendur annars staðar í heiminum að tileinka sér þessar reglur.

Soffía Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 21:28

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Árni. Þú ert að tala um ranga gangbraut. Aukin slysahætta fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur er á gangbrautinni, sem þverar götuna, sem ökumaðurinn er að fara af. Þar er grænt ljós meðan ljósið er rautt fyrir bílana, sem eru að fara áfram og þar með að taka hægri beygju. 

Mælingar í Bandaríkjunum hafa sýnt að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hafa fjölgað slysum á gangandi vegfarendum um 54% og hjólreiðamönnum um 92% á þeim gatnamótum, sem slíkt hefur verið reynt. Hér kemur tengill inn á umsögn Landsamtaka hjólreiðamanna um þetta síðast þegar reynt var að koma þessari heimild í lög.

http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2003/umsogn141203.htm

Fjöldi annarra aðila kom með neikvæða umsögn. Þar má nefna Umferðastofu, Örykjabandalag Íslands, Ökukennarafélag Íslands, Samtök tryggingafélaga, Samgöngunefnd Reykjavíkur, Íslenska fjallahjólaklúbbsins og Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Ég geri ráð fyrir að hægt sé að finna þær umsagnir á veg Alþingis. Þær umsagnir segja mikið um það hversu glórulaust þetta væri.

Í umsögn Landamtaka hjólreiðamanna kemur einnig fram að goðsögnin um að þetta sé til mikils hagræðis og stytti raðir á annatíma eru misskilningur. Í því efni er til dæmis hægt að nefna að við þau gatnamót, sem lengstu biðraðirnar myndast eru með hægribeygjuakreinum og þessi lög munu ekki hafa nein áhrif á þær. Þetta gerir ekkert annað en að spara ökumönnum nokkrar sekúndur á gatnamótum utan annatíma.

Heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hentar því mjög illa þeirri stefnu, "núlllausnar" í umferðamálum, sem stendur til að taka upp hér á landi. Hún gengur út á það að það þarf að "fyrirgefa" mistök eins og það er kallað. Það er að það þarf að gera bæði vegi og einnig umferðalög þannig úr garði gerð al líkur á að mistök manna, sem virða umferðalög, leiði til alvarlegra slysa séu lágmakaðar. Sú stefna gengur líka út á að ekki má fórna öryggi í umferðinni fyrir nein önnur markmið. Með öðrum orðum þá má ekki fórna umferðaöryggi fyrir það markmið að greiða fyrir umferð. Þetta lagafrumvarp mun gera nákvæmlega það.

Það er ástæða fyrir því að lög eins og þessi eru hvergi til í Evrópu. Það hefur ekkert með ESB að gera heldur einfaldlega faglega umferðalöggjöf, sem miðar af því að lágmarka fjölda umferðaslysa. Í Bandaríkjunum þar, sem þessi regla er víða í gildi eru umferðaslys á hverja 100 þúsund íbúa um það bil tvöfalt hærri en víðast hvar í Evrópu meðal annar sá Íslandi. Er það virkilega þangað, sem við ættum að leita fordæma í umferðamálum?

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2010 kl. 13:28

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ég þakka athugsemdirnar og umræðuna.

Mér finnst nú reyndar Bandaríkin ekki njóta sannmælis t.d. hjá Sigurði M. Grétarssyni þegar hann gerir mikið úr slysatíðni í Bandaríkjunum. Ég kíkti á upplýsingar um banaslys þar og í nokkrum Evrópulöndum, að vísu nokkuð gamlar tölur, frá árinu 2000, en þar koma Bandaríkin ekkert verr út en flest Evrópuríki utan sumra Norðurlandanna, sem reyndar virðst sér á báti í þessum efnum.

Í Bandaríkjunum er fjöldi banaslysa 8,5.

Í Austurríki 8,9.

Í Belgíu 10,8.

Í Danmörku 8,2.

Í Frakklandi 7,7.

Í Grikklandi 17,4.

Í Portúgal 13,1.

Á Spáni 11,7

Í Þýskalandi 7,2.

Svo eru Ísland með 3,9. Svíþjóð með 5,1. Noregur með 6,1. Bretland með 5,7 og Sviss með 5,6.

Ég get ekki með nokkru móti séð í þessum tölum að hægribeygja á rauðu ljósi valdi einhverri hættu.

Hins vegar skín það í gegn að í þeim löndum þar sem ökumenn búa að jafnaði við fjölbreyttari og hættulegri akstursskilyrði, þar eru banaslysin fátíðari. Sennilega er menn gætnari og betur vakandi í umferðinni í þeim löndum en hinum þar sem dagurinn er alltaf nokkurn veginn jafn langur og sumarið lengra og veðurfarið stöðugra.

Ég held að Íslendingar, sem koma best út í þessum samanburði, ráði alveg við hægribeygju á rauðu ljósi, enda vanir því að þurfa að gæta að sér frekar en að stóla á ljós og skilti víða í umferðinni um okkar fátæklegu umferðarmannvirki.

Og á meðan ég man, þessar tölur sem ég tók upp af Wikipedia eru banaslys pr. hvern milljarð ekinna km. í löndunum.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_traffic-related_death_rate

Jón Pétur Líndal, 12.12.2010 kl. 22:07

7 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Varðandi hjólreiðar og bílaumferð, þá er það reyndar mín skoðun að þessir samgöngumátar eiga ekki samleið á götunum. Hjólreiðar í almennri umferð á að banna, rétt eins og umferð vinnuvéla á ákveðunum tímum og umferð ríðandi manna á götunum. Hjólreiðar og bílar eiga enga samleið og skiptir hægri beygja á rauðu þar engu máli. Mismunandi samgöngutæki og umferðartegundir á bílvegum eru stórhættuleg mistök. Að reyna að láta þetta fara saman er bara ógn við öryggi almennings, bæði hjólandi og akandi fólk.

En hins vegar tel ég að það eigi að gera átak í að efla hjólreiðar með því að byggja yfir hjólastíga og aðgreina hjólandi umferð algjörlega frá bílaumferð. Lykillinn að því að gera hjólreiðar að almennum samgöngumáta í stað þess að vera samgöngusport nokkura sérvitringa eða sárblankra manna er að gera þær þægilegar. Hjólreiðar verða aldrei almennur samgöngumáti á meðan menn þurfa að slást við rok og rigningu, snjó og hálku, brekkur og beygjur, dag og nótt, svitalykt og sérstaka galla, ljósleysi og óöryggi o.s.frv.

Af hverju haldið þið að bílar séu yfirbyggðir. Það er bara vegna þægindanna, þannig eru ökumenn óháðari náttúröflunum. Sama gildir um flugvélar, skip, járnbrautarlestir. Öll þessi ökutæki voru í upphafi opin, bílarnir, flugvélarnar, skipin og lestirnar. En vegna þægindanna er búið að loka þessu öllu saman. Þess vegna eru þetta allt vinsælir fararmátar. Ég skil það vel að það er ómögulegt að byggja yfir reiðhjól með sama hætti, þess vegna á að byggja yfir hjólastígana. Einungis þannig er hægt að ná langt í að gera hjólreiðarnar þægilegar og í framhaldinu vinsælan samgöngumáta. Allar tilraunir til að fá Íslendinga til að nota reiðhjól í einhverri alvöru munu mistakast þangað til menn huga að þægindunum og byggja yfir hjólastígana.

Jón Pétur Líndal, 12.12.2010 kl. 22:23

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Pétur. Þú tekur þarna tölur um banaslys á hvern milljar ekinna kílómetra. Það er ekki sá samanburður, sem almennt er notaður og ég var að vitna í heldur er almenn notuð slys á hverja 100.000 íbúa. Það stafar meðal annars af því að slysatíðni á ekna kílómetra er mun minni á þjóðvegum og hraðbrautum heldur en á götum í þéttbýli. Það er mjög mismunandi eftir löndum hversu stór hluti umferðarinnar er í þéttbýli. Það eru fleiri ástæður, sem ég kann ekki að nefna af hverju þessi samanburður er valinn og talinn gefa betri sýn á umferðaöryggi en eknir kílómetrar.

Í þeim samanburði koma Bandaríkin frekar illa út í samanburði við Evrópulönd og þá sérstaklega hvað Norður Evrópu varðar. Þar að auki hefur orðið mun meiri framför í Evrópu hvað þetta varðar síðustu ár heldur en í Bandaríkjunum. Í dag eru bæði Noregur og Svíþjóð vel undir 4 banaslysum á hverja 100 þúsund íbúa á ári og Svíar eru að gera sér vonir um það að vera jafnvel undir eða í það minsta rétt við 3 banaslys á hverja 100 þúsund íbúa á þessu ári. Við Íslendingar höfum verið vel undir 4 banaslysum á hverja 100 þúsund íbúa seinustu ár og stefnir í að vera undir 2 í ár þó vissulega séu ekki hægt að notast við eitt ár í slíkum samanburði þegar um jafn lítið land og Ísland er að ræða því tilviljanir ráða miklu um hver niðurstaðan er einstök ár.

Staðreyndin er sú að semkvæmt samantekt frá sex ríkjum Bandaríkjanna þá fjölgaði slysum á gangandi vegfarendum um 54% og á hjólreiðamönnum um 92% að meðaltali á þeim gatnamótum, sem breytingarnar náðu til.

Í seinni athugasemdinni þinni sýnir þú mikið þekkingarleysi á öryggismálum hjólreiðamanna. Ef frá eru taldar helstu stofnæðir höfuðborgarsvæðísins þá eru hjólreiðar mun öruggari á götunum heldur en á gangstéttum þegar um er að ræða hjólreiðamann eldir en tólf ára. Þetta hefur fjöldi rannsókna sýnt en engin rannsókn hefur sýnt að öruggara sé að hjóla á gangstéttunum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að athygli ökumenna, sem koma af hliðargötum er mun meiri úti á götu heldur en uppi á gangstétt og þar með eru þeir mun líklegri til að taka eftir hjólreiðamanni úti á götu heldur en uppi á gangstétt. Einnig eru mun meiri líkur á að ökumaður taki hægri beygju í veg fyrir eða á hjólreiðamann, sem er að fara í sömu átt og hann ef hjólreiðamaðurinn er á gangstétt heldur en ef hann er á götunni.

Þetta má sjá hér á heimasíðu Íslenska fjallahjólaklúbbsins.

http://www.fjallahjolaklubburinn.is/content/view/56/90/

Hér má sjá niðurstöður rannsóknar á þessu frá Austurríki, sem vísað er til í þessari grein.

http://www.bikexprt.com/bikepol/facil/sidepath/adfc173.htm

 Þarna sést að það er frá 3,4 og upp í 11,9 sinnum hættulegra að hjóla á gangstétt en á götunni. Þetta kann að virðast gegn almennri skynsemi fyrir fólk, sem ekki hjólar mikið en fyrir okkur, sem förum flestra okkar ferða á reiðhjóli og höfum gert í langan tíma þá er þetta fyllilega í samræmi við okkar reynslu.

Það væri því til að auka slysahætti hjólreiðamanna að banna þeim að hjóla á götunni. Það er meira að segja svo að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi eykur mun meira slysahættu fyrir þá hjólreiðamenn, sem hjóla á gangstéttum og þvera götur á gangbrautum heldur en fyrir þá, sem hjóla á götunni.

Sigurður M Grétarsson, 14.12.2010 kl. 22:03

9 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Sigurður.  Ég viðurkenni fullkomlega þekkingarleysi á þessu málefni.  Hefði kannski átt að tilgreina að ég er að lýsa skoðunum mínum út frá fátæklegri skynsemi minni með skrifunum, en ekki að skrifa út frá mikilli þekkingu.

 Hins vegar þykir mér það undarlegt ef ekki þykir rétt að skoða tölfræði um banaslys í umferð í samhengi við akstur.  Vissulega er hægt að bera hluti saman á ýmsan hátt, en mælingar á umferðaröryggi út frá slysatíðni hlýtur að vera eðlilegt að skoða í einhverju samhengi við umferðarmagnið.   Annað finnst mér vera nokkuð villandi.

 Ég kíkti aðeins á tölur um slys á reiðhjólum samanborið við bíla og þá kemur í ljós að hjólreiðar eru ca. 2,5-11,5 sinnum hættulegri en ökuferðir þegar reiknað er út frá ekinni/hjólaðri vegalengd.  Þessi mikla breidd í líkindunum er vegna þess að tölur um hjólaðar vegalengdir eru ónákvæmar og áætlaðar með mismunandi hætti hjá þeim sem hafa verið að reyna að reikna þetta út.  En hvernig sem á útkomuna er litið er hún ekki góð.   En með öðrum samanburði, t.d. að mæla í klukkustundum á hjóli og klukkustundum í bíl þá að sjálfsögðu eru hjólin hættuminni en þegar ekin vegalengd er viðmiðið.

 Það var líka að sjá á einni þessari síðu sem ég var að skoða að algengustu orsakir slysa á hjólreiðamönnum eru árekstrar af ýmsum toga við bíla.  Virðist þá einu gilda hvort hjólað er á bílvegum eða gangstéttum.   Þannig að ég get ekki annað séð en það sé hárrétt hjá mér að þessa umferð þurfi að aðskilja eigi að auka öryggið.  Þessi síða sem ég var að skoða er amerísk, ekkert er þar minnst á að hægri beygja á rauðu sé einn af aðalþáttum í slysum hjólreiðamanna.  

Nánar um þetta hér.

Ég skoðaði aðra síðu þar sem eru góðar öryggisleiðbeiningar til hjólreiðamanna, margar skýringarmyndir og ábendingar.  T.d. að forðast þunga umferð, fara frekar um fáfarnar götur o.s.frv.  Það skín í gegn á þessari síðu að bílar og reiðhjól eiga illa saman.  En samt ekkert minnst á hægri beygju á rauðu ljósi sem sérstakan áhættuþátt.

Nánar um þetta hér. 

Mér finnst gæta nokkurs misskilnings hjá þér þegar þú talar um að það muni auka slysahættu hjólreiðamanna að banna þeim að aka á götunni.  Ég er að tala um að aðskilja umferð hjólreiðamanna og bíla alveg.  Ég er að tala um allt annað en að hjólreiðar fari fram á gangstéttum og gatnamótum á umferðargötum.  Þar virðast langflest slysin verða, bæði í þeim löndum þar sem hjólað er á götunum og þeim þar sem hjólað er á gangstéttunum.  Og gatnamótin eru auðvitað svona hættuleg í báðum tilvikum vegna þess að bílar og reiðhjól eiga illa saman í umferð. 

Ég skoðaði nokkrar síður í viðbót við þær sem ég linka á hér að ofan.  Á einni þeirra sem ég skoðaði er lagt til að hjólreiðamenn fái að taka hægri beygju á rauðu ljósi til að auka umferðaröryggi!  En á annarri eru tíundaðar helstu ástæður fyrir slysum á hjólamönnum í nokkrum borgum í USA.  Þar kemst hægri beygja á rauðu á blað í einni borg sem einn af 10 mestu áhættuþáttunum.  Á einni síðu í viðbót var talað um að í USA kæmi hægri beygja á rauðu við sögu í um 2-3% slysa hjólreiðamanna.  Þannig að vissulega skiptir þessi regla einhverju máli eins og allt annað.  Einhvers staðar var því líka haldið fram á vefsíðu að árekstrar við bíla komi við sögu í á milli 80 og 90% allra hjólreiðaslysa.  Sjá hér.

Þessar athuganir mínar á netinu leiða í stuttu máli í ljós að hjólreiðar eru margfalt hættulegri en að ferðast í bíl.  Langflest slys hjólreiðamanna verða þar að auki þegar hjólreiðamenn og bílar rekast á.  Það er því engin leið að bera á móti því með nokkurri skynsemi að besta leiðin til að auka öryggi hjólreiðamanna er að aðskilja alveg hjólreiðar og bílaumferð.   Hægri beygja á rauðu virðist litlu skipta í þessu tilliti.

Jón Pétur Líndal, 15.12.2010 kl. 02:36

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er rangt hjá þér að hjólreiðar séu hættulegri en akstur á bíl. Þegar talinn eru slys á kílómeter á bíl og reiðhjóli eru iðulega taldir með kílómetrar á hraðbrautum þar, sem slysatíðni á ekinn kílómeter er mun lægri en í innanbæjarakstri. Þegar horft er aðeins á innanbæjarakstur þá kemur í ljós að slysatíðni á kílómeter er lægri hjá einstaklingum, sem ferðast um á reiðhjóli hjá yngri en 50 ára. Slysatíðnin er hins vegar meiri á reiðhjóli hjá eldri en 50 ára.

Það þarf enga speki til að sjá það að það er öruggara að hjóla eftir götum með lítilli bílaumferð heldur en götum með mikilli bílaumferð. Þegar bílaumferðin er mikil þá fjölgar bílunum, sem geta lent á hjólreiðamanninum auk þess, sem athygli bílstjóranan á annarri umferð dreifist meira.

Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að almennt er mun öruggara að hjóla á götunni heldur en á gangstétt þó vissulega geti hættan orðið meiri á mestu umferðagötunum. Það má vel vera að öruggara sé að hjóla á gangstétt heldur en á Milklubraut, Kringlumýrarbraut og Sæbraut en þar með eru væntanlega upptaldar þær götur, sem gætu verið hættulegri en gangstéttir.

Hvað varðar síðuna, sem þú vísaðir til og fjalla um þær hættur, sem hjólreiðamenn þurfa að hugsa um þá er þar einmitt verið að ráða mönnum frá því að hjóla á gangstétt. Sú hætta, sem hjólreiðamönnum stafar af heimild til að taka hægri beygju á rauðu ljósi nær fyrst og fremst til þeirra, sem eru að hjóla á gangstétt. Þetta skapar ekki nálægt því eins mikla hættu fyrir þá hjólreiðamenn, sem hjóla á götunni.

Hvað varðar aukna hættu af því að hjóla á gangsétt þá er þó talið að það sé öruggara fyrir ung börn að vera á gangstéttinni heldur en á götunni. Hættan af hægri bygju á rauðu ljósi nær því meira til barnanna heldur en fullorðinna bæði meðal hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda.

Þú ferð í þá tölfræðivillu, sem margir stuðningsmenn heimidar til hægri beygju á rauðu ljósi fara í þegar þeir vilja halda því fram að þetta skipri sáralitlu hvað varðar slysatíðni. Þú rökstyður það með því að vísa til þess að slys, sem verða við það að ökumaður sé að taka hægri beygju á rauðu ljósi séu mjög lítið hlutfall slysa á gangandi og hjólandi vegfarendum. Þar eru menn að horfa á þetta út frá öllum slysumd á gangandi og hjólandi vegfarendum hvar, sem þau eiga sér stað í stað þess að horfa einungis til slysa á gatnamótum, sem þessi lagabreyting nær til fyrir og eftir þá lagabreytingu. Slík athugun í sex ríkjum Bandaríkjanna leiddi í ljós að fjölgun slysa á gangandi vegfarendum fjölgaði um 54% en um 91% hjá hjólreiðamönnum.

Til að útskýra af hverju hin leiðin er tölfræðilega röng þá tek ég hér tilbúið dæmi.

Fyrir lagabreytingu voru slys á óvörðum vegfarendum á þeim gatnamótum, sem lögin ná til um 1% allra slysa. Eftir breytingu verður tvöföldun á slysum á þeim gatnamotum og eru þau þá orðin 2% allra slysa á óvörðum vegfarendum. Þegar svo kemur upp umræða um að taka til baka heimildina til að taka hægri beygju á rauðu ljósi vegna mikillar fjölgunar slysa þá rísa stuðningsmenn þessarar heimidar upp og segna að þar, sem slys á þeim gatnamótum, sem heimilt sé að taka hægri beygju á rauðu ljósi séu aðeins 2% allra slysa á óvörðum vegfarendum þá geti það ekki staðist að þetta sé svona hættulegt. Þeir gætu einnig sagt að slysum hafi aðeins fjölgað um 1% við þessa breytingu og þetta sé því innan skekkjumarka.

Hér gefur að líta umsagnir til Allsherjarnefndar Alþignis þegar þetta var lagt til árið 2002.

http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?ltg=127&mnr=140

 ´

Ég skora þig sérstaklega til að skoða umsagnir Umferðaráðs, Ökukennarafélags Íslands og Öryrkjabandalags Íslands.

Sigurður M Grétarsson, 18.12.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband