Money heaven geymir peninginn segir aðaleigandinn.

Í ágætis heimildar- eða fræðslumynd í sjónvarpinu nýlega lýsti Björgólfur Thor því að peningarnir úr Landsbankanum hefðu eiginlega ekki horfið, heldur bara farið til Peninga Himna (Money heaven) hvað sem það nú er. Það var nú hans skýring!! Svo var hann voða upptekinn þegar hann var spurður út í aðrar skoðanir á hvarfi peninganna og mátti ekki vera að því að ræða þetta frekar.

Er þessi náungi ekki alvarlega klikkaður ef hann heldur að menn trúi þessu bulli og láti gott heita? Hvað yrði gert við mig ef ég færi inn í einhvern bankann og krefðist þess að fá að fara með peningana í bankanum til Peninga Himna? Hvort yrði löggan beðin um að setja mig í steininn eða inn á Klepp? Ég er næstum því viss um að það yrði Kleppur og eitthvað róandi með.

En bisnissmaður sem heldur þessu bulli fram er bara boðinn velkominn á útsölu hjá ríkinu. Skattar á útsölu og helst orka á útsölu er það sem hann fær fyrir gagnaverið sitt og vina sinna svo hann geti grætt meira á því úr því að búið er að hirða af honum bankann sem hann keypti en borgaði aldrei að fullu. Hann þurfti að stela svo miklu úr honum að hann skildi ekki einu sinni eftir skiptimynt til að klára að borga kaupverðið. Hann virðist líka hafa náð að sannfæra endurskoðendur bankans um að Money Heaven væri traustur staður fyrir peninga bankans. Endurskoðendurnir skrifuðu upp á ársreikninga sem sýndu allt annað en rétta stöðu bankans, sjálfsagt í óbilandi trú á að Money Heaven geymdi það sem á vantaði.

Hvað er að hjá yfirvöldum, ríkisstjórn og sérstökum saksóknara. Af hverju eru ekki sett neyðarlög til að koma þessum ruglukolli í örugga vörslu og sækja peningana í Money Heaven? Af hverju gengur Björgólfur ennþá laus eins og Jón Ásgeir? Hvað þarf margar skýrslur og útskýringar fyrir sérstakan saksóknara til að nægjanlega rökstuddur grunur um misferli vakni til að stinga þessum glæpamönnum í steininn?  

Er spilling kannski skýringin?  


mbl.is Segja að Landsbankinn hafi staðið mun verr en bókhald sagði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, spillingin er skýringin og líklega yrði landið lamað og stjórnlaust ef sérstakur saksóknari færi af stað og ákærði alla sem flæktir eru í málin. Það er hinn nöturlegi sannleikur held ég.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 9.12.2010 kl. 10:37

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Money Heaven = Tortola ?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2010 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband