Ég skammast mín fyrir sérstakan saksóknara og ríkisstjórnina.

Bókhald Glitnis var skáldsaga í mörg ár. Það er í stuttu máli niðurstaða franskrar rannsóknar á því. Eigendur og stjórnendur bankans voru glæpamenn, endurskoðendurnir annaðhvort aular eða glæpamenn. Bankinn fór í raun á hausinn 2007. Starfsemin snérist að stórum hluta um fjársvik eigenda og stjórnenda bankans og að fela þau árum saman. Að þessu stóðu allir sem eitthvað höfðu um málin að segja. Hefðu menn staðið sig hefði bankinn verið lýstur gjaldþrota ári fyrr en raunin varð og tjónið af gjaldþroti hans orðið miklu minna en það varð. Þetta eru miklar fréttir, en þó ekkert nýtt í þeim nema dagsetningin á að Glitnir hafi verið gjaldþrota 2007 en ekki 2008. Hitt hefur allt legið fyrir frá október 2008!

Nú liggur þetta fyrir í enn einni skýrslunni, samt ganga allir málsaðilar lausir, glæpamennirnir, aularnir, þeir sem áttu að hafa eftirlit með þessu og aðrir sem þátt tóku. Ríkisstjórnin er alltaf með hausinn í sandinum og gerir ekki neitt nema koma öllu svindlinu yfir á almenning. Hann á að borga þetta og getur sjálfum sér um kennt fyrir að hafa tekið þátt í góðærinu segir ríkisstjórnin. Það hefur á allri valdatíð þessarar ríkisstjórnar ekki í eitt einasta skipti verið minnst af ráðherrum hennar á að sækja stolið fé úr bankanum eða hinum bönkunum. Að stinga Jóni Ásgeiri og félögum í steininn og láta þá dúsa þar á meðan málið er rannsakað og leitað að þýfinu. Og þó hefur aldrei fyrr í Íslandssögunni verið meira tilefni til slíkra aðgerða!

Það var stofnað embætti sérstaks saksóknara. Það er búið að birta rannsóknaskýrslu sem Alþingi lét gera um bankahrunið, það er komin þessi franska skýrsla, fullt af öðrum skýringum og skýrslum komið eða á leiðinni, það er búið að láta Evu Joly liggja yfir þessu. Fjölmiðlar eru búnir að rekja ótal viðskiptafléttur tengdar þessum banka og hinum bönkunum sem sýna ótvírætt hvernig fjársvikin gengu fyrir sig. Það er margbúið að rekja hvernig bankastjórarnir frá Bjarna Ármannssyni og til falls bankanna allra mökuðu krókinn í svindlinu.
Samt er ekkert gert. Það ganga allir lausir.

Er sérstakur saksóknari ekki í lagi? Af hverju ertu ekki farinn að taka á þessum mönnum? Þú ert að kafna í sönnunargögnum, nærð varla andanum fyrir skjalaflóðinu sem fylgir þessum hundraða milljarða fjársvikum. Af hverju tekurðu ekki á málinu maður? Ertu ekki enn farinn að átta þig á að það geti í þessu öllu saman verið rökstuddur grunur um misferli? Svo mikill grunur að það sé nauðsynlgt og sjálfsagt að þeir grunuðu fari bak við lás og slá á meðan málin eru rannsökuð til enda? Hvers konar andskotans vinnubrögð eru þetta?

Meira að segja RÚV, sem oft er nú seint til er búið að átta sig á þessu. Það eru fluttar endalausar fréttir og fréttaskýringar af svindlinu og meira í vændum.

Ef bankaræningjunum verður ekki stungið inn á grundvelli rökstudds gruns um misferli í bankarekstri fyrir jólin þá eru það bara landráð. Ef þessir menn sem voru aðaleigendur og stjórnendur bankanna þriggja eiga að ganga lausir áfram þá gilda ekki um þá sömu lög og um almenning á Íslandi. Og slík mismunun í þessu tilviki er landráð og stjórnarskrárbrot.

Þá er sérstakur saksóknari og hans yfirvöld, ríkisstjórnin sem ákvað að stofna þetta embætti, landráðamenn. Það er ekki til neitt annað hugtak sem útlistar þetta betur. Ef allir þessir aðilar ætla að loka augunum fyrir einhverjum umfangsmestu fjársvikum í heimi til þessa þá eru það landráð.

Takið nú hendur úr vösum og farið út með handjárnin að sækja glæpona. Það er öll virðing almennings fyrir spilltum og ónýtum yfirvöldum á Íslandi rokin út í veður og vind, enda eru svona yfirvöld skammarleg en ekki virðingarverð.
Þið rífið niður þjóðfélagið með aumingjaskap ykkar. Nú er þörf á smá röggsemi, það þarf að byggja upp, það þarf að gera rétt. Það þarf ekki meiri aumingjaskap og spillingu, það þarf að taka á málunum, það þarf að slíta á tengslin við glæpamafíurnar og taka á þeim með réttum hætti. Það þarf að byggja Ísland upp aftur eftir efnahagshrun. Númer eitt í því er að við rekum af okkur slyðruorðið, að við hættum að vera spilltasta land í heimi. Það er alveg drepleiðinlegt og mannskemmandi að þurfa í hvert sinn sem maður hittir útlendinga að þurfa að hlusta á spurningar um það af hverju það sé ekkert tekið á glæpamönnum hér? Hvort Íslendingum sé alveg saman þó einhverjir ræni bankana hérna o.s.frv.


mbl.is Segja að bókhald Glitnis hafi verið í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Afleiðingar þess að fara að tillögum bloggara væru þær meðal annars, að viðurkennt væri að Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér. Það má aldrei, aldrei gerast!!

Flosi Kristjánsson, 8.12.2010 kl. 21:10

2 identicon

"Thetta reddast!"  "Ert'ekki hress?"

Hress (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 21:21

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Auðvitað ber að þakka fyrri bankastjórum Seðlabankans fyrir þá framsýni að lána ekki þessum glæpamönnum 500 milljarða og þurrka þar með upp gjaldeyrisvaraforða Íslendinga !!

Sem betur fer voru þeir á vaktinni, Davíð, Ingimundur og Eiríkur.  Þjóðin væri gjaldþrota ef þeirra hefði ekki notið við. 

Jóhönnu Sigurðardóttur verður umsvifalaust að biðja þessa aðila afsökunar - STRAX !!

Sigurður Sigurðsson, 8.12.2010 kl. 21:24

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón,

Þessi mál taka langan tíma í rannsóknum og það MÁ EKKIflýta þeim svo að niðurstaðan verði að málin halda ekki fyrir dómstólum!  Rannsóknin á Enron tók nokkur ár.  Réttarhöldin hófust ekki fyrr en í Janúar 2006, rúmum 5 árum eftir að fyrirtækið fór á hausinn og var það þó nokkuð borðleggjandi mál miðað við ruglið á Íslandi.  En saksóknarar tóku þann pól í hæðina að þeir yrðu að hafa borðleggjandi og skothelt mál áður en þeir færu af stað.  Það eru aðeins 2 ár liðin frá hruninu á Íslandi og það á sennilega eftir að taka ár í viðbót áður en sérstakur saksóknari fer af stað.  Það er ekkert til að skammast sín fyrir.  Ég myndi miklu frekar skammast mín fyrir hann ef hann æddi af stað til að handtaka fólk sem þeir síðan hefðu ekki nægilega góð sönnunargögn gegn.  Þeir verða að vita að mál sem þeir fara með fyrir dómstóla verða að vera haldgóð. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 8.12.2010 kl. 21:27

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Vonandi reddast þetta. En ég vil nú ekki leggja allt mitt traust á svoleiðis lausn! Það er of mikið í húfi til þess.

Já, kannski spilar Davíð Oddsson enn stóran þátt í þessu. Það er alveg bráðfyndið að Davíð skuli hafa haft rétt fyrir sér í þessu, því honum tókst nú einu sinni að sameina alla pólitíkusa á Íslandi um einn hlut, sem skeður nánast aldrei. Á tíma voru þeir allir með horn í síðu Davíðs, meira að segja margir af hans fyrrum samstarfsmönnum í flokknum snérust gegn honum. Ég skil það svo sem að það standi í þessu liði að þurfa að viðurkenna heimsku sína, að Davíð einn skuli hafa haft meira vit í kollinum en allir andstæðingar hans til samans. Og þó verður að viðurkenna að Davíð hefði líka mátt standa sig betur þegar öllu er á botninn hvolft. Hann lét svo sannarlega plata sig þegar hann stóð fyrir einkavæðingu bankanna.

En hvílíkir vitsmunir hjá hinu liðinu, að eiga ekki vitsmunalegt roð í Davíð, eins ófullkominn og hann þó er!

Jón Pétur Líndal, 8.12.2010 kl. 21:28

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Arnór. Það væri myndi kannski flýta talsvert fyrir rannsókninni að stinga liðinu í gæsluvarðhald eins og öðrum slíkum. Slíkt leiðir gjarna til þess að menn flýta sér að játa glæpi sína til að komast úr prísundinni, eða allavega í aðra þægilegri. Af hverju eru þessir menn undanþegnir þeirri aðferð, sem er þó sú aðferð sem alla jafna er beitt í svona málum? Ég skil ekki þessa fáránlegu linku.

Og það er annað sem er líka mjög mikilvægt. Við höfum engin 5-10 ár til að komast til botns í þessu. Tíminn er peningar, þjóðin hefur ekki bolmagn, hvorki andlegt né fjárhagslegt til að bíða árum saman eftir niðurstöðu um augljósa hluti.

Jón Pétur Líndal, 8.12.2010 kl. 21:34

7 identicon

Heyr heyr. Þetta líst mér á Jón Pétur Líndal. Hér gerist ekkert nema það sé gæluverkefni ríkisstjórnarinnar, Iceslave.....hneygja sig fyrir bretum....heiðursmannalaunakosning.....viðbúin, fáránleg og fyrirsjáanleg niðurstaða í leiðréttingarstefnu stjórnarinnar til heimilanna. Við þurfum fleiri svona raddir sem þína, einhverja sem hafa rögg í sér til að koma vanhæfri ríkisstjórn frá, því Guð hjálpi mér, ég held það þurfi að bera liðið út. Það situr sem fastast hvað sem á gengur og halda mætti það væri búið að setja lím á rassana á þeim.

assa (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 22:33

8 identicon

Ég var nú ad grínast med "Thetta reddast" og "Ert'ekki hress?"  (Daemigerdir kaeruleysisfrasar)

Ég er algerlega sammála thér.  Fínn pistill.  Davíd var í sérhagsmunagaeslu og í miklu ábyrgdaleysi einkavinavaeddi hann banka landsmanna.  Ad thjódin vaeri á siglingu í strand var fyrirsjáanlegt thegar fólk í miklu adgerdarleysi saetti sig vid kvótakerfid, sem er ekkert annad en glaepakerfi stutt af Sjálfstaedisflokki og Framsóknarflokki.  Einkavinavaeding á bönkunum fylgdi á eftir thví sem edlilegt framhald í sidleysinu.  Samthykki fyrir hönd Íslands vid árás USA á Írak án thess ad rádfaera sig vid adra sýnir ad menn notudu hausinn einvördungu til thess ad setja á hann grillhattinn.

Hress (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 22:39

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það virðist enginn hafa tekið eftir því að það var á vegum sérstaks saksóknara fyrir ábendingu Evu Joly sem hinir frönsku og norsku sérfræðingar voru fengnir til þess að gera þá rannsókn, sem nú er að koma fyrir almennings sjónir.

Það er áreiðanlega ekkert áhlaupaverk að gera slíka rannsókn og Eva Joly var búin að segja það fyrirfram að þetta gæti tekið nokkur ár þar til öll kurl væru komin til grafar. 

Ég veit satt að segja ekki hvaða betri og færari manneskju við hefðu getað fengið til þessa verks en Evu Joly. 

Að minnsta kosti hef ég ekki heyrt neinn, ekki heldur þá, sem hæða hana og spotta, nefna neinn annan, sem hefur náð meiri árangri á ferli sínum en hún. 

Spyrjum að leikslokum. 

Ómar Ragnarsson, 8.12.2010 kl. 22:55

10 identicon

Ekki var ég að hæða Evu Joly, Ómar. Það myndi ég ekki gera, ég ber virðingu fyrir þeirri konu og hún veit hvað hún er að gera. En því miður, sérstakur saksóknari þarf að koma verulega ánægjulega á óvart ef fólk á að geta borið virðingu fyrir honum, því það verður að segjast eins og er að það virðist afskaplega lítið og fátt koma út úr hans vinnu. Vonandi er hann að vinna vel, vonandi kemur einn daginn í fréttum að nú sjáist fram á árangur erfiðis hans. En eins og staðan er í dag þá virðist þetta hálfgert vandræðalegt flangs sem ekkert kemur út úr. Ef ekki væri fyrir Evu Joly þá væri ég búin að gefa upp alla von um að eitthvað sérstakt kæmi frá þessum sérstaka saksóknara, og mér þykir mikið halla á Evu Joly að tala út frá því að hún og sérstakur saksóknari (sem ég verð að viðurkenna að man hreint ekki hvað heitir) séu ein og sama persónan.

assa (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 00:57

11 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Takk fyrir allar athugasemdirnar og umræðuna. Það er alveg rétt hjá Ómari að Eva Joly hefur staðið fyrir þessum rannsóknum sem er verið að opinbera núna varðandi Glitni og Landsbankann. En þessar rannsóknir staðfesta aðallega það sem hefur legið ljóst fyrir frá því bankarnir hrundu, að þeir voru galtómir, að það var einhvern veginn búið að tæma þá innanfrá. Auðvitað eru einhverjir detailar í þessum rannsóknum eins og það hvaða gögn endurskoðendur kusu að skoða ekki né endurskoða þegar þeir skrifuðu upp á reikningana og nákvæmari útreikningar á því hvenær bankarnir voru raunverulega orðnir tómir, komnir á hausinn.

En það hefur legið ljóst fyrir frá því í október 2008 að eitthvað verulega mikið var að í bönkunum þegar þeir hrundu. Það var staðfest strax í hruninu með því að þáverandi ríkisstjórn taldi sig þurfa með neyðarlögum að ábyrgjast að almennar innistæður yrðu að fullu greiddar. Þetta gerði ríkisstjórnin með lögum nr. 125/2008 því hún sá það strax þá að bankarnir voru tómir. Og það voru eigendur og stjórnendur þessara banka, sem hafði verið treyst fyrir þessum fjármunum, allskonar lánsfé og öðrum verðmætum sem höfðu ekki gætt sín eða fjárins þannig að það var ekki til staðar.

Ég hef aldrei getað og mun aldrei geta skilið af hverju fólk sem bar ótvíræða ábyrgð á alls um 17 þúsund milljörðum, þar af ekki hægt að finna helminginn þegar bankakerfið hrundi, hefur ekki verið sett í varðhald og rannsakað hvað varð um þann helming fjárins sem ekki fannst?

Það kom í ljós í Húsasmiðjunni um daginn að það hvarf þaðan málband að verðmæti um 2000 kr. Sá sem bar ábyrgð á hvarfinu er búinn að fá dóm út af því. Samt er nú varla hægt að kalla þetta alvöru þjófnað í samanburði við bankaránið. Það tók engin 5 ár að rannska þetta málbandshvarf? Samt er það bara smámál. Liggur ekki meira á rannsókn eftir því sem málin eru stærri og varða fleira fólk og meiri hagsmuni? Ég hefði haldið það. Og það er langt síðan allskonar sviksemi í uppskrúfun á hlutafé og önnur markaðsmisnotkun af slíku tagi lá fyrir. Af hverju er enginn í steininum út af því ennþá?

Ef það er léttara fyrir saksóknara og dómskerfið að byrja á litlu málunum, þá þarf bara að byrja á þeim. Það er þá hægt að láta menn dúsa inni fyrir þau á meðan stærri málin eru tekin til rannsóknar. Ég kaupi ekki þau rök að það verði að vanda svo til málanna að engan megi kæra eða dæma fyrr en eftir 3-5 ár. Eftir því sem tíminn líður fyrnast líka málin. Það eru ekkert vandaðri vinnubrögð að draga lappirnar og klóra sér endalaust í hausnum yfir augljósum hlutum heldur en að byrja á að taka fyrir þau mál sem kerfið ræður við. Og það er afar óréttlátt gagnvart brotamönnum almennt að þeir sem gera eitthvað smávegis af sér séu teknir og afgreidd hratt og örugglega en þeir sem brjóta milljónfalt meira af sér og margfalt oftar fái bara að bíða þess að verða ellidauðir í rólegheitum á meðan ekkert gerist í þeirra málum. Menn eiga ekki að fá þannig afslátt frá refsilöggjöfinni.

Það getur líka verið að kerfið ráði illa við þetta og þá er það bara verðugt verkefni fyrir þá sem eru komnir á stjórnlagaþing að finna leiðir til að jafnræðis verði gætt meðal brotamanna. Eiga ekki allir að vera jafnir fyrir stjórnarskrá og lögum? Eiga ekki allir að fá sama hraða á afgreiðslu sinna mála hvort sem þeir hafa stolið málbandi eða 100 þúsund milljónum? Af hverju eiga yfirvöld svona erfitt að finna eitthvað ólöglegt við það að láta þúsundir milljarða hverfa og vanta í traustan banka? Af hverju er það erfiðara en að telja málbönd í Húsasmiðjunni? Ég þarf alvöru skýringar á þessu.

Jón Pétur Líndal, 9.12.2010 kl. 01:37

12 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það var reyndar Eva Joly sem sagði hreint út að það bæri að frysta eignir þeirra sem lægju undir grun um misferli. Samkvæmt íslensku hefðinni var ekki hlustað á hana sem leiðir getum að ...hvort verið sé að höggva of nálægt íslenskum stjórnmálamönnum.

Eins og afabróðir minn sáli sagði: Það skiptir ekki máli hvað þú hefur gert af þér svo lengi sem þér tekst að fela það!

Þráinn Jökull Elísson, 9.12.2010 kl. 02:09

13 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Einmitt, prívat hagsmunir stjórnmálamannanna ráða flest öllu hér. Segir ekki Catalina vændiskona að pólitík sé líka undirrót að hennar vandræðum, þ.e. því hve hart var tekið á hennar starfsemi. Hún afplánar nú margra ára dóm vegna vændis og mansals fyrst allra hér á landi. Með öðrum orðum, hún var það góð í því sem hún gerir að stjórnmálamenn og/eða makar þeirra keyptu þjónustu hennar og þá varð fjandinn laus. Hefði hún hins vegar verið að störfum hjá fyrirtæki í eigu stjórnmálamanna hefði sjálfsagt enginn sagt neitt nokkru sinni. Kannski er hún bara ekki nógu sleip í bisniss.

Jón Pétur Líndal, 9.12.2010 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband