Ríkisstjórnin sveik Íslendinga!!

Nú er kominn nýr samningur á borðið um Icesave sem virðist líta voða vel út. Samt er margítrekað af Lee Bucheit að ekkert sé fullvíst um forsendur eða kostnað við þennan samning. Aðeins að hitt og þetta og raunar allt varðandi samninginn sé einingis líklegt! Hann telur t.d. að líklega taki fá ár að greiða þennan pakka, en hugsanlegt að það geti tekið 37 ár!! Þetta er eins og með stríðsskaðabætur Þjóðverja vegna fyrri heimsstyrjaldar. Það var talið líklegt að það yrði heilmikið mál fyrir þá að gera það dæmi upp, en engan óraði fyrir að það tæki 90 ár eins og raun varð á.

En varðandi Icesave, þá virðist sem verðmætaaukning þrotabús Landsbankans, sem aðallega felst í tvöföldun á verðmæti lána hans til almennings á Íslandi vegna gengisbreytinga og verðbólgu, sé að borga Icesave í raun að mestu. Það er sem sagt nú þegar búið að velta þessu yfir á skuldara og skattgreiðendur á Íslandi!!

Samt er ekki slegið slöku við. Það á að gera samning um síðustu milljarðatugina og demba þeim á ríkið.

Það er búið að plata okkur rækilega ef þetta gengur allt eftir. Ég legg til víðtæk mótmæli við þessu og þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjan Icesave samning 6. mars n.k.

Ég vil ekki sjá krónu fara í þennan samning í viðbót og ég vil að tekið sé fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni sem er búin að ákveða að greiða þennan pakka að verulegu leyti í leyfisleysi og banni eftir þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars sl. með því að leyfa kröfuhöfum að ná þessu til baka frá saklausum almenningi á Íslandi með áhlaupi á eignir þeirra og fjárhag.

Ríkisstjórn Íslands hefur ekki fengið neitt leyfi til að greiða prívatskuldir óreiðumanna.


mbl.is Kostnaður 50 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Hamilton Lord

Jón - þú verður að skoða hvað þetta kostar okkur að klára þetta ekki - VIÐ Verðum að snúa þessu blaði við og taka á öðru

það er komið nóg af þessu mótmælum á Icesave - 

Pálmi Hamilton Lord, 9.12.2010 kl. 19:30

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda þér á að ríkisstjórnin var ekki að gera eitt eða neitt. Það var samninganefnd sem hafði umboð til að klára samningana frá öllum flokkum sem setti stafina sína við þetta. það verður Alþingis sem ákveður þetta. Og þjóðaratkvæðagreiðsla er náttúrulega út í hött. Það er ekki hægt fyrir sjálfstætt land sem vill taka þátt í samskiptum við önnur lönd að bera alltaf óþægilega hluti eins og útgjöld upp í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Auðvita vill fólk ekki borga neitt. Og það er ekki hægt að stjórna landi ef að þjóðin og lýðskrumarar geta sífellt brugðið fæti fyrir ákvarðanir stjórnarinnar án þess að hafa nokkra þekkingu á skuldbindingum og lagalegumskildum okkar. Það myndu allar þjóðir forðast að eiga í samningum við okkur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.12.2010 kl. 19:30

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Íslensk lán fóru að stærstum hluta yfir til nýja Landsbankans. Þau eru ekki í þrotabúi gamla Landsbankans.

Matthías Ásgeirsson, 9.12.2010 kl. 19:38

4 identicon

Eftir að hafa lesið þetta "blogg" þá kemur einn málsháttur sem á einstaklega vel við um Jón Pétur Líndal, en hann er hátt glymur í tómri tunnu.

Nonni (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 20:15

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón Pétur ég er svo innilega sammála þér, það er ekkert fast í þessum samningi nema það að okkar verður að borga hvað sem þýðir....

Það er alveg ótrúlegt að menn skuli láta slíka vanþekkingu útúr sér eins og sumir gera hér að ofan...

Bara sá samningur sem þjóðin hafnaði og Ríkisstjórnin fékk ekki samþykktan frá Forseta vor hefur sparað okkur Íslendingum tugi milljarða...

Það er ekki okkar að borga þetta rán sem átti sér stað....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.12.2010 kl. 21:48

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Magnús Helgi bara svo það sé á hreinu þá hefur Ríkisstjórnin stjórnina og ber höfuð ábyrgð á þessum samningi sem og fyrri samningum....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.12.2010 kl. 21:51

7 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl öll og takk fyrir athugasemdirnar. Ég veit vel að fæstir eru sammála mér núna enda djúpt tekið í árinni hjá mér.

Það var gaman að sjá gömlum málshætti beint gegn mér en það eru til miklu betri nýjir málshættir til að lýsa ýmsum hlutum í dag. T.d. "Traustur er tómur banki" eða "Svo má lengi ljúga að satt verði" eða "Aldrei eru skattar of háir" eða "Glæpir borga sig margfalt" eða "Sjaldan er góður banki of oft rændur" eða "Guð blessi bankaræningja, því þeir munu landið erfa".

Læt þetta gott heita í bili. Góða nótt.

Jón Pétur Líndal, 10.12.2010 kl. 02:29

8 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna laus við hinu svokallaða "gyðingavandamáli".

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

Komum fáfróðu fáráðlingunum sem vita ekki fótum sínum fjör en vaða áfram í villu og svima og láta leiða sig hvert sem er BURT af hinu háa alþingi! Okkur ber skylda til þess gagnvart mannkyninu og framtíðinni, ekki aðeins sjálfum okkur, sem þó erum búin að vera um aldur og æfi ef þetta fólk fer ekki að fá störf við hæfi í verndaðra umhverfi.

Lykillinn (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 02:45

9 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Lykill. Takk fyrir mjög gott innlegg.

Jón Pétur Líndal, 10.12.2010 kl. 11:03

10 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það virðist þurfa að vekja þá til umhugsunar í alþingishúsinu aftur , þeyr eru víst búnir ð gleyma tunnuslættinum. Burt með Icesafe við höfum ekki efni á að gefa þessum þjóðum peninga. notum þá heldur til að rétta við heimilin í landinu okkar fagra.svo að fólk geti lifað eðlilegu lífi hér. Við Íslendingar höfum þurft að lifa mjög erfiðu lífi gegnum tíðina bæði til sjós og lands. Látum ekki nýlendukúgarana og þrælasalana setja okkur 50 til 60 ár aftur í tímann í sömu spor og við vorum í þá. Börnin okkar og barna börn eiga það ekki skilið. Við ríkið höfum engum skildum að gegna gagnvart Icesafe, það hefur meyra að segja einn af prófessorunum sem samdi ESB löginn sagt opinberlega. Svo að við skulum fara að snúa okkur að því að bjarga heimilunum og loka á Icesafe takk fyrir!

Eyjólfur G Svavarsson, 10.12.2010 kl. 14:30

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við hvaða ríkisstjórn áttu við? Var það ekki ríkisstjórn sofandi sjálfstæðismanna sem kom okkur í þetta klandur? Það hgefur alltaf þótt sjálfsagt að hengja bakara fyrir smið.

Steingrímur J. hefur staðið sig óvenjulega vel. Hefðir þú treyst þér að gera betur?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.12.2010 kl. 17:54

12 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Steingrímur hefur staðið sig afar illa í Icesave deilunni að öllu leyti. Hann byrjaði á að koma með samninginn frá Svavari og félögum og taldi sjálfum sér trú um að það væri besti mögulegur samningur. Sem betur fór trúðu því fáir aðrir en Steingrímur og naumur meirihluti alþingismanna að svo væri. Óbreyttur almúginn vissi betur og bannaði óvitunum á Alþingi að skrifa undir þetta asnastrik.

Steingrímur hefur ekki gert neina fyrirvara við að þetta sé mál sem þjóðin beri ábyrgð á. Hann t.d. bað Icesave samninganefndina ekki um að setja inn í samninginn ákvæði um samstarf samningsaðilanna, Íslendinga, Breta og Hollendinga, um að elta uppi peningana úr bankaráninu. Hann vildi ekki að þessar þjóðir hefðu sérstakt samstarf um það mál. Hann vill einhverra hluta vegna hlífa eigendum og stjórnendum bankanna sem töpuðu þessum peningum. Hann er þó ekki í neinum vafa um að peningarnir töpuðust í umsjón þessara manna úr því hann vill semja sérstaklega um að bæta Bretum og Hollendingum tapið. Steingrímur er tilbúinn til að undirritaða hundruða milljarða króna viðurkenningu á að bankarnir hafi verið rændir, en vill samt ekkert hrófla við ræningjunum þegar kemur að því að bæta erlendum þolendum ránsins tjón sitt.

Þetta er að mínu mati alls ekki hægt að kalla "að standa sig vel".

Ég er sammála Guðjóni um það að það pólitískan aðdraganda hrunsins má rekja til allra annarra flokka en VG, flokks Steingríms. Og ekki býst ég við að hinir flokkarnir stæðu sig neitt betur en Steingrímur við að greiða úr vandanum. Raunar býst ég við að nákvæmlega sömu lausnirnar hefðu verið notaðar. Þ.e. lausnir AGS, sem Steingrímur fer eftir í einu og öllu. Það er það versta við Steingrím J. Hann er ekkert öðruvísi en hinir. Það er ekki hægt að hæla honum fyrir það.

Jón Pétur Líndal, 10.12.2010 kl. 19:59

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef þú hefiur hlustað gaumgæfilega á viðtalið við Steingrím J. núna í morgunsárið Jón, þá kom þar í ljós að mat Steingríms J. á stöðu máli fyrir ári síðan gaf ekki tilefni til betri niðurstöðu. Þróun mála hefir síðan verið okkur hagstæð. Því ber að fagna og einnig því að fyrri samningar eru fyrir bí.

því skil eg ekki hvað þið eruð sífellt að nöldra og kvarta. Þessar skitnu 50 milljarðar sem við getum skrifað á kæruleysi fyrri ríkisstjórna eru núna ekki nema um 150 þús. á hvert mannsbarn. Það þýðir á mannamáli að við erum kauplaus þjóð í einn mánuð eða svo. Þökk sé kæruleysi sofandi ríkisstjórn Geirs Haarde.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.12.2010 kl. 23:09

14 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Guðjón. Ég hlustaði nú alls ekkert á Steingrím í morgunsárið í þessu þætti þar sem hann var að afsaka gamla samninginn um Icesave. En eflaust var það mat hans að betri niðurstaða væri ekki í boði. Það mat sýnir bara hvað Steingrímur er búinn að vera langt úti á túní í þessu máli frá upphafi. Hann hefur alls ekki staðið sig. Það var stundum fínn baráttuhugur í honum þegar hann var í stjórnarandstöðu, en þegar hann er orðinn fjármálaráðherra þá virðist hann alveg gleyma fyrir hverja hann er að vinna. Hann er að vinna fyrir íslensku þjóðina og stendur sig illa í því. Hann á t.d. að standa að því að hart sé gengið í að ná af útrásarvíkingum því fé sem vantar úr þeirra vörslu í bankana. Af hverju gerir Steingrímur ekkert í því? Af hverju vill hann ekki að Lee Buchheit taki það með í Icesave samninginn að yfirvöld landanna sem eru að semja um þetta leggi saman krafta sína til að sækja þetta fé til þeirra sem tóku við því og báru ábyrgð á því? Af hverju vill Steingrímur skella þessu klúðri beint á skattgreiðendur og sleppa því að hirða fyrst allt sem hægt er af þeim fengu peningana í hendur. Það jákvæðasta sem hægt er að segja um Steingrím í þessu efni er að þetta sé einfaldlega vegna þess að hann er að standa sig illa.

Ég er hvorki að nöldra né kvarta. Ég er bara brjálaður yfir því að Steingrímur skuli vinna alveg eins og þeir sem hann hefur varið áratugum í að gagnrýna á þingi. Ég er líka brjálaður yfir því að hann skuli yfirleitt ljá máls á því að láta almenning borga skuldir óreiðumanna. Ég er brjálaður yfir því að hann er búinn að sýna það í hverju málinu á eftir öðru að hann hefur ekkert bein í nefinu til að vera ráðherra yfirleitt.

Jón Pétur Líndal, 11.12.2010 kl. 01:32

15 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvernig er hægt að taka afstöðu til einhvers sem maður hefur ekki hlustað á eða kynnt sér betur? Er þetta ekki aðferðafræði Hólmsteinsins sem gefur sér niðurstöðuna alltaf fyrirfram?

Mín vegna máttu vera brjálaður yfir hvaða smámunum sem er en hvernig væri að leyfa öðrum að hafa aðra skoðun? Það getur verið gott að sofa ögn á reiðinni. Því eins og meistari Jón Vídalín sagði: Sá sem reiður er, er vitlaus, sem margir mættu hafa í huga.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.12.2010 kl. 01:58

16 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ég hef kynnt mér málin vel, fylgst gaumgæfilega með í 25 ár. Eitt útvarpsviðtal til eða frá skiptir litlu máli. Ef allir væru eins góðir og ljúfir í hugsunum og þú, þá breyttist örugglega aldrei neitt. Ef allir létu alltaf sem þeir væru sofandi yfir öllu, ef rólegheitin og yfirvegunin væri slík, þá væri aldrei neinn þrýstingur á neinn, þá hefðirðu ennþá ríkisstjórn Sjálfstæðismanna við völd. Kannski væri það skárri staða eftir allt saman.

Jón Pétur Líndal, 11.12.2010 kl. 16:48

17 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ég er ekkert að banna öðrum að hafa sínar skoðanir. Að sjálfsögðu mega menn hafa mismunandi skoðanir. Það væri lítið vit í öðru. En ég nota stundum tækifærin sem ég fæ til að koma mínum skoðunum á framfæri. Það er líka eðlilegasti hlutur að gera það.

Jón Pétur Líndal, 11.12.2010 kl. 16:50

18 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst þú vera mikið flón, Jón!

Kveðjur Guðjón

Guðjón Sigþór Jensson, 11.12.2010 kl. 19:32

19 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ég þakka athugasemdina Guðjón, þú er fyrstur til að kalla mig flón. Til hamingju með það frumkvæði.

Jón Pétur Líndal, 12.12.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband