Aular og undirlægjur.

Bandaríkjamenn álíta íslenska stjórnmálaforingja greinilega vera aula og undirlægjur. Sennilega er það rétt mat.

Feluleikurinn um fangaflugið styður þetta. Sömuleiðis fréttir af þægð þeirra vegna skattlagningar á álfyrirtækin, sem höfðu áhyggjur af að þurfa að borga smá skatt ofan á pínulítið orkuverð til álframleiðslu. Þau klöguðu bara í sendiráðið sem sagði undirlægjunum að lækka pínulitla skattinn sem leggja átti á álverin. Niðurstaðan var að aulalegu undirlægjurnar hættu við að leggja á 88% af pínulitla skattinum sem þau ætluðu að leggja á álfyrirtækin ofan á pínulitla raforkuverðið sem er forsenda þess að álfyrirtækin mala gull.

Kannski það sé ráð fyrir íslenskan almenning að klaga ríkisstjórnina til sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fyrir skattagleði. Þannig má kannski berja niður skattaokur norrænu velferðarstjórnarinnar.

Hótanir Jóhönnu um að leysa upp ríkisstjórnina styðja það líka að í henni sitji bara aular og undirlægjur. Auðvitað reyndu Bandaríkjamenn að liðka til svo að ríkisstjórnin héldi. Það er þeim í hag að hér séu aular og undirlægjur við völd.

Mér sýnist ég geta haldið lengi áfram á sömu braut. WikiLeaks er hin nýja biblía stjórnmálanna. Kannski kem ég með fleiri svona biblíutúlkanir á næstunni, en ég nenni ekki meiru núna. Góða nótt.


mbl.is Rannsókn fangaflugs pólitísk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

júbb, mikið rétt, það hefur ekki verið til réttlátur pólitíkus síðan gamli verkalýðsjökullinn var og hét.

Sorglegt, sorglegra er þegar að BB og Steingrímur J koma og reyna segja það að BNA pólitík sé slælegri en Íslensk.

En kannski það merkilega er að Íslenskir fjölmiðlar hafa algjörlega verið lamaðir, enn ein niðurlægingin fyrir þá 

sigthor jonsson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband