Steingrímur barnalegur en eldrauður kapítalisti!

Það er helst að lesa úr mati Bandaríkjamanna á Steingrími að hann sé þeim geðfelldari og þægari ljár í þúfu en þeir bjuggust fyrirfram við. Steingrímur er sagður miklu hallari undir sjónarmið og hagsmuni Bandaríkjamanna en þeir áttu von á. Hins vegar er hann sagður barnalega bjartsýnn varðandi endurgreiðslur á Icesave.

Í stuttu máli er Steingrími lýst sem afbragðs "puppet on a string" strengjabrúðu Bandaríkjamanna. Og það kemur þeim á óvart! Mér líka.


mbl.is Bjó hjá foreldrum Steingríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á nú ekki að koma neinum á óvart eftir 180° beygjuna sem hann hefur tekið í afstöðu sinni til flestra málefna eftir að hann komst í ríkisstjórn. Maðurinn er svo í mótsögn við sjálfann sig að næst liggur við að tala um lifandi lík.

Hann hefur farið leið sjálfstæðisflokksins í hérumbil öllum málum og er orðinn einn harðasti talsmaður Alþjóða (Ameríska) Græðgissjóðsins. 

Heimir (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 15:44

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Steingrímur hefur ekkert breyst. Hann er trúr sinni sannfæringu og vill leysa þessi erfiðu mál eins fljótt og vandlega eins og unnt er.

Á þessum málum eru ýmsar hliðar sem greinilegt er að sumir vilja einfalda. Það er með öllu óskiljanlegt að menn séu með skítkast gagnvart þeim sem þó vilja leysa þessi mál sem auðvitað verður með samráði annarra aðila.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2010 kl. 12:09

3 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Sæll Guðjón. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Steingrímur vill leysa þessi mál eins fljótt og vandlega og hægt er. Vandamálið er að það sem einum finnst vera lausn finnst öðrum vera klafi. Og hvort sem þér líkar betur eða verr þá er sá hópur líklega 90% þjóðarinnar. Og segðu svo eins og ykkar vinstri manna er háttur að lýðurinn hafi ekki vit á hvað sé honum fyrir bestu.

Sigurður Sigurðarson, 5.12.2010 kl. 12:54

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Það getur vel verið að Steingrímur sé trúr sinni sannfæringu. En það er ekki hlutverk hans sem fjármálaráðherra að troða sinni sannfæringu upp á þjóðina með hörmulegum afleiðingum.

Hans eina hlutverk er að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar. Hann er því miður ítrekað að svíkjast um það hlutverk sitt. Hann hefur sannanlega látið hagsmuni Íslendinga víkja fyrir hagsmunum annarra og uppsker mjög hóflegt skítkast fyrir.

Jón Pétur Líndal, 5.12.2010 kl. 13:06

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sigurður: mér er ekki kunnugt um hvernig þú færð þessar 90% tölu. Er þetta óskhyggja hægri manna, sem vilja gera störf hans tortryggileg? Best gæti eg trúað að sífellt fleiri séu á því að vinstri stjórnin sé á réttri leið og að við séum að sjá í land eftir öngþveiti útrásarvarganna.

Jón: er sammála þér um hlutverk fjármálaráðherra en ósammála um hvernig Steingrímur hefur valdið því hlutverki. Hann hefur EKKI vikið frá að gæta hagsmuna okkar allra sem heildar en hann er ekki tilbúinn að gefa útrásarvörgunum neitt eftir. Þeir eiga að standa reikningsskil gerða sinna!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2010 kl. 13:31

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Guðjón. Það var nú ekki hagstæður Icesave samningur sem Steingrímur vildi ganga frá fyrir um ári síðan. Þar klikkaði hann illilega. Útásarvíkingarnir. Ganga þeir ekki allir lausir og flestir án þess að hafa verið kærðir fyrir nokkurn hlut? Hefur eitthvað verið sótt til baka af peningunum sem hurfu hjá þeim? Léleg reikningsskil það. Og ekki má gleyma Íslendingum sem standa í hundraðavís í biðröðum í hverri viku eftir að fá gefinn mat, er Steingrímur að gæta hagsmuna þeirra? Svona má lengi halda áfram en ég læt þessi dæmi duga að sinni.

Ég hafði mikla trú á Steingrími þegar hann komst loksins í ríkisstjórn og átti von á að sjá skynsamlega haldið á málunum hjá honum. En hann var bara nokkrar vikur að fullvissa mig um að hann er engu betri en þeir sem hann tók við af. Það er bara stórundarlegt hvað hann fær í raun að hafa það náðugt í sínu starfi eins og hann stendur sig illa í því.

Jón Pétur Líndal, 5.12.2010 kl. 13:54

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Forsendur samninga eru stöðugt að breytast - okkur í hag sem betur fer. Auðvitað voru fyrstu samningarnir mjög ósanngjarnir og gengist undir ok þar sem Bretar og Hollendingar beyttu okkur allt að því valdníðslu. En hefur jákvætt viðhorf okkar fólks ekki fært okkur nær markmiði okkar: að leysa þessi mál á eins farsælan og okkur eins ódýr og unnt er?

Við erum að sjá til lands og það er mikil breyting frá því sem áður var.

Ef hægri menn hefðu komið þarna að verki er mjög líklegt að útrásarvargarnir hefðu náð að þvæla þessi mál en meir og gera jafnvel óleysanleg. Það var mikil mildi að hafa þá fjarri.

Held að þú Jón getur aftur treyst Steingrími.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2010 kl. 14:34

8 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Já, ég tel mig vita alveg hvar ég hef hann í dag. Treysti honum fullkomlega þannig lagað séð. En ég er ekki að segja að ég treysti því að hann sé að vinna fyrir almenning á Íslandi.

Hann er því miður bara eins og ég nefndi í blogginu þægileg strengjabrúða fjármagnsafla. Ég treysti honum ágætlega þannig lagað séð en það er bara ekki það sem ég vil sjá frá honum.

Það hefur löngum verið mikil hjarðmennska í kring um stjórnmálaleiðtoga á Íslandi. Fólk hefur stutt þá hvern af öðrum út í hyldýpisfen. Þannig finnst mér vera með Steingrím núna. Þrátt fyrir að þjóðin sé skaðbrennd af þessari hjarðmennsku þá eru allt of margir sem styðja Steingrím gagnrýnislaust í öllu sem hann gerir. Það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir okkur.

Ég hef velt því fyrir mér hvernig hægt væri að taka á svona vitleysu og dettur satt að segja eitt gott ráð í hug. Það er að fyrir kosningar sé stjórnmálamönnum og frambjóðendum gert skylt að setja sér nokkuð nákvæm og mælanleg markmið um stefnu og tímamörk til að ljúka ákveðnum málum. Svo þegar menn eru kosnir út frá þessum stefnumálum þá fylgi einfaldlega sú kvöð að þeir sem ná kosningu verða að standa við sín loforð eða víkja ella og leyfa öðrum að taka við. Þetta mætti t.d. gera með stöðutöku á 6 mánaða fresti, nokkurs konar endurskoðun á stjórnarframmistöðu. Ef menn hafa ekki náð að standa við a.m.k. 80% settra markmiða á hverju 6 mán. tímabili þá einfaldlega víki þeir sjálfkrafa og aðrir taki við. Þá skiptir hjarðmennskan og kosningalygin og sjálfshólið og blekkingarnar ekki lengur svo miklu máli, heldur er það bara formlegt árangursmat sem ræður stöðu manna og framtíð. Hvernig líst þér á þetta?

Jón Pétur Líndal, 5.12.2010 kl. 16:43

9 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Sæll aftur Guðjón. Þú skilur ekki hvernig ég fæ út þessi 90%. Síðastliðinn vetur var þjóðaratkvæðagreiðsla um stórglæsilega niðurstöðu Svavars Gestssonar og kumpána sem þó hafði verið endurbætt. 96% þjóðarinnar hafnaði þeim samningi. Ég gef mér það að Steingrími hafi tekist að auka fylgið við samninga um 150% og þá reiknast mér til að eftir séu 90% sem eru enn á móti. Kannski er það rangt. En sífellt fleiri sem fylgja ríkisstjórninni skila sér greinilega ekki í skoðanakönnunum þar sem hún nýtur sífellt minna fylgis með 1 nýlegri undantekningu. Útrásarhyskið hefur notið sífellt hærri afskrifta á meðan aumur almúginn lepur dauðann úr skel og stjórnarparið þreytist aldrei á að lýsa því yfir að meira verði ekki gert fyrir fólkið. Nei Guðjón, sem betur fer sjá sífellt fleiri að norræna velferðarstjórnin er ekki að störfum fyrir fólkið í landinu. Því miður.

Sigurður Sigurðarson, 5.12.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband