Sannleikurinn má ekki verða opinber.
4.12.2010 | 12:06
Það er nú bæði grátlegt og hlægilegt hvað nú er hart ráðist að vefsíðunni Wikileaks vegna birtingar á ýmsum skjölum sem afhjúpa raunverulega stjórnarhætti í helstu löndum heimsins.
Það er beitt öllum brögðum til að fela sannleikann. Síðunni er úthýst af vefþjónum með hótunum um aðgerðir gegn fyrirtækjum sem eigi samstarf við Wikileaks. Forsvarsmaður síðunnar er hundeltur af yfirvöldum sem vilja koma honum í fangelsi og glæpamönnum úr innsta vinahópi spilltra stjórnvalda sem vilja ráða hann af dögum.
Áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum vilja skilgreina síðuna og aðstandendur hennar sem hryðjuverkasamtök fyrir að birta þeirra eigin gögn um sitt skítlega eðli.
Og nú á að loka fyrir peningastreymið til síðunnar. Eflaust er það aðferð sem getur virkað vel því allt kostar peninga í þessum heimi, líka að opinbera sannleikann.
Hver er svo ástæðan fyrir öllum þessum látum út af þessari vefsíðu?
Eina ástæðan er sú einfalda staðreynd að síðan segir sannleikann um stjórnvöld með því að birta þeirra eigin skjöl. Það er allt og sumt!!
Stjórnmál í dag (og um langt skeið) hafa verið þannig að þau þola illa dagsljós. Stjórnvöld hagræða hlutum eða ljúga að almenningi kinnroðalaust alla daga um nánast allt sem þau gera. Það er talinn sjálfsagður hlutur. Þess vegna kannski er heimurinn eins og hann er. Þess vegna hrynur efnahagskerfið yfir nótt. Þess vegna er almenningur látinn taka ábyrgð á því sem stjórnvöld klúðra. Þess vegna vilja stjórnvöld ekki breytingar á hinu pólitíska kerfi. Þess vegna voru kosningar til stjórnlagaþings á Íslandi talaðar niður og hálf eyðilagðar. Það er nefnilega ekki í anda spilltra stjórnmála að færa valdið til fólksins og fara að vinna fyrir opnum tjöldum.
Heitið á þessu kerfi er LÝÐRÆÐI!!! Hugsið ykkur bara hvað stjórnmál eru sjúk.
Svo eru það blessaðir fjölmiðlarnir sem allir lepja upp lygi stjórnvalda og breiða hana út eins og guðs orð í miðlum sínum og fegra hana kannski um leið sér og sínum uppáhalds hagsmunaöflum í hag.
Allir nema WikiLeaks, þessi eini alvöru fjölmiðill í heiminum sem fjallar um málin með því einfaldlega að birta gögn stjórnvalda og annarra sem véla bak við tjöldin í umboði almennings. Þetta er eini miðillinn sem einbeitir sér að því að segja bara satt. Allir aðrir miðlar sem á annað borð fjalla um stjórnmál eru ýmist áróðursmaskínur stjórnvalda og hagsmunaafla eða tilgangslausir sorphaugar slúðurs og óhróðurs eins og dæmi eru um.
En nú er sem sagt í gangi samstillt átak stjórnvalda í mörgum löndum til að loka fyrir þennan leka. Tryggja að enginn fjölmiðill segi satt. Tryggja að almenningur verði áfram mataður á lýðræðislegri lygi eins og hingað til. Öllum brögðum er beitt til að koma í veg fyrir að pólitískur sannleikur verði birtur í fjölmiðlum.
Stöðva greiðslur til WikiLeaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega, hlægilegt hvað sannleikurinn getur verið erfiður fyrir þá sem greinilega eru með ýmislegt óhreint í pokahorninu.
Hörður Már (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 12:29
Ég hef alltaf verið afar skeptískur yfir svona "samsærishugsunum" um stjórnvöld og þá "sem ráða", en ég verð nú bara að segja að hvaða hálfviti sem er hlýtur að sjá að sannleikurinn er greinilega ekki alsaklaus... Þetta mál hefur sannfært mig um það að eitthvað er verið að fela og þarf að fela. Hinsvegar er það hugsanlega eðlilegt og jafnvel nauðsynlegt upp að vissu marki þar sem annað getur auðveldað t.d. hryðjuverkamönnum störfin...
Tómas (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.