5039 atkvæði komu manni á þingið en 8975 dugðu öðrum manni ekki til að komast.

Það eru fáir sem botna almennilega í þessu kosningakerfi og mörgum finnst þeir hafa verið plataðir, því enginn gat gert sér grein fyrir hvernig best var að raða sínum mönnum á atkvæðaseðilinn til að þeir ættu möguleika á kjöri í samræmi við atkvæðamagn.

Ég er búinn að skoða þessar tölur um atkvæðamagn sem landskjörstjórn birti í kvöld. Það er vissulega dáldið skrýtið að síðasti fulltrúi sem nær kosningu skuli komast inn með 5039 atkvæði en að 29 frambjóðendur sem fengu fleiri atkvæði komust ekki inn, sá sem flest atkvæði hlaut af þessum 29 fékk nærri 9000 atkvæði. Þetta hlýtur að vera ný gerð af mismunandi atkvæðavægi sem ræður þessu. En þar sem almennur vilji var meðal frambjóðenda og þjóðarinnar, skv. skoðanakönnunum, um að jafna atkvæðavægi í kosningum býst ég ekki við að þessi aðferð verði aftur notuð við opinberar kosningar í landinu.

Hin einfalda og eðlilega aðferð í kosningum sem þessum hlýtur að vera að þeir komist inn sem hafa flest atkvæði samanlagt. Svo þegar um kosningu er að ræða þar sem röð skiptir máli hlýtur að vera réttast og endurspeglar best vilja kjósenda að sá sé efstur sem fær flest atkvæði í 1. sæti, næstur verði sá sem er samanlegt með flest atkv. í 1-2 sæti o.s.frv. Ég get ekki skilið að það sé eðlileg niðurstaða að aðrir komist á svona þing eða önnur, en þeir sem flestir kjósendur greiða atkvæði sitt.

En ekki ætla ég að gera mál úr þessu varðandi þessa kosningu, get hvort eð er ekki reiknað mig inn á þetta þing með neinni skynsamlegri stærðfræði, nema þá helst með því að teygja þetta vitlausa talningarkerfi enn lengra út í vitleysuna sem það skilar frá sér. Að auka enn frekar misvægi atkvæðanna í þessu kerfi, það gæti kannski skilað mér alla leið á þingið!!

Ég óska kjörnum fulltrúum til hamingju með kjörið og minni þá á að vinna á stjórnlagaþinginu að hagsmunum þjóðarinnar, heildarinnar, en ekki eiginhagsmunum og sérhagsmunum.

Og gera greinarmun á því sem þarf að standa í stjórnarskrá og hinu sem rétt er að afgreiða með því að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um, eins og t.d. samspili ríkis og kirkju. Ekki eyða tímanum í að þræta um það sem þjóðin er fær um að ákveða.

Og ekki halda að þið séuð kosin á stjórnlagaþing til að breyta litlu eða engu, það er ekki verið að fjárfesta 500 milljónir í nýrri stjórnarskrá til að hún sé lítið eða ekkert breytt frá þeirri gömlu, það kostar ekki 500 milljónir að ákveða að breyta engu.

Og misnotið ekki kjör ykkar til að þoka landinu nær ESB með nýrri stjórnarskrá. Ef við förum í ESB þurfum við enga nýja stjórnarskrá, ESB hefur stjórnarskrá sem aðildarlöndin þurfa hvort eða er að laga sig að. Með því að ákveða að gera nýja stjórnarskrá fyrir Ísland er um leið verið að ákveða að halda landinu frá ESB. Munið það! Góðar stundir.

 

Hér er pdf skjal þar sem búið er að flokka frambjóðendur eftir heildaratkvæðamagni.  Grænlitaðir eru þeir sem náðu kjöri. 


mbl.is Ekki nóg að koma oftast fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ef það les þetta einhver sem skilur og kann á talningarkerfið þá væri gaman að vita af hverju Dögg var síðust til að ná kjöri en ekki Magnús Thoroddsen? Þegar maður horfir á tölurnar þeirra þá fær maður á tilfinninguna að Magnús hefði átt að ná hærri skori þrátt fyrir að kerfið sé illskiljanlegt.

Jón Pétur Líndal, 3.12.2010 kl. 01:35

2 identicon

Þessi blessuðu töflugögn sem mbl.is svo góðfúslega birtir sýnir EKKI atkvæðafjölda fólks, heldur aðeins hversu oft nafnið þeirra var ritað sem viðeigandi val.

Þótt það sé minnst á frambjóðanda A oftar en frambjóðanda B, þá geta tilnefningar frambjóðanda A verið felldar sökum frambjóðanda C sem var oftast ofar á seðlum þeirra sem kusu A.

Þannig var Dögg kannski bara óheppin að vera oftast rituð á seðlum fólks sem komst inn á þing (og þá neðar á seðilinn en það fólk).

Magnús var kannski heppinn að þeir sem kusu hann náðu ekki að koma neinum inn sem voru fyrir ofan hann á listum þeirra.

Er ég að flækja þetta frekar eða er þetta skýrt..?

Það þarf að leggja á sig góðan lestur og tíma til að skilja kerfið til fullnustu. Einnig þarf að vera sleipur í gagnfræðistærðfræði.

Til þess að ætla sér að dæma kerfið af alvöru mæli ég með því að kynna sér eftirfarandi síðu:

http://en.wikipedia.org/wiki/Voting_system

og þá sér í lagi

http://en.wikipedia.org/wiki/Single_transferable_vote

Af hverju ættu svo stór lönd sem Nýja Sjáland, Írland og Bretland (svo ég nefni fáein) að nota þetta sama kerfi og við, fyrst það er svona mein gallað?

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 02:06

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Tómas og takk fyrir útskýringarnar, ég viðurkenni að ég er engu nær.

Vandamálið með þetta kerfi er að kjósendur vita ekkert hverjum þeir eru að greiða atkvæði. Þú getur greitt 25 frambjóðendum atkvæði sem nýtast þínum frambjóðendum samt ekki neitt, heldur einhverjum öðrum frambjóðendum eins og sannaðist ágætlega á laugardaginn. Þetta kerfi er því villandi og ruglingslegt fyrir kjósendur. Þeir geta ekki vitað fyrirfram hvort atkvæði sem þeir greiða nýtist þeim sem þeir eru að kjósa eða einhverjum öðrum. Það er náttúrulega ómögulegt kerfi. Kosningar eiga að vera þannig að kjósendur eigi að geta treyst því að atkvæði þeirra nýtist þeim sem þeir kjósa en ekki einhverjum öðrum.

Þó þetta sé eitthvað notað annars staðar er það ekkert betra fyrir það. Enda er þetta sáralítið notað annars staðar.

Jón Pétur Líndal, 3.12.2010 kl. 02:52

4 identicon

Það fær enginn atkvæði þitt nema hann sé á seðlinum þínum. Það er alveg bókað mál. Annað væri svo klikkað að það nær engri átt.

Það voru bara tvær einfaldar reglur sem átti að fara eftir:

1. Finna frambærilega frambjóðendur, allt frá einum upp í tuttuguogfimm.

2. Raða þeim í forgangsröð á seðilinn sinn. Það væri svo líklegast að sá sem efstur er hreppi atkvæðið. Næst kemur sá annar, og svo koll af kolli.

Kerfið sér svo um að reyna að ná sem bestum árangri fyrir þá sem eru á þínum seðli. Ef það gengur illa með þá sem eru ofarlega á seðlinum, þá gæti samt einhver neðarlega hagnast á að fá það, sökum þess að hann er vinsælli hjá öðrum kjósendum.

Ég skil að það sýnist vera fáránlegt að maður sem var skrifaður 5000 sinnum niður á atkvæðaseðil komist inn frekar en sú sem var rituð 6000 sinnum niður á seðil. En þeir sem settu hana á seðilinn voru einfaldlega með aðra, betri frambjóðendur ofar á sínum lista, svo hún fékk aldrei sitt atkvæði. Þeir sem settu hann á listann sinn, voru kannski með lélega frambjóðendur efst - sem hefðu aldrei átt möguleika á að komast inn, svo hann hreppti öll atkvæðin sem hann var tilnefndur til.

Atkvæði kjósenda nýttust samt öll, og alveg í samræmi við það sem þeir ætluðu sér.

Sko. Ef þetta er enn að flækjast fyrir þér, þá get ég ekki annað en bent þér áfram á Wikipedia greinina. Hún er jafnvel með ágætis sýnidæmi. Þú ert ekkert að efast um virkni USB kubba, þótt þú skiljir ekki skammtafræði (eða gerirðu það kannski?), svo hvers vegna, ef þú virðist ekki skilja kerfið, leyfirðu þér að dæma það svo harkalega?

Þú kallar þetta sáralítið notað? Finnst þér sem íslendingur, tugir milljóna manna ekki mikið af fólki? (gróflega áætlað - íbúar svæðanna sem upp eru talin í Wikipedia greininni sem ég nefndi eru yfir hundrað milljónir)

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 03:19

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þó hundrað miljónir vilji endilega nota illskiljanlegt kosningakerfi þurfum við Íslendingar ekki endilega að apa vitleysuna upp eftir þeim.

Þetta kerfi er flókið og illskiljanlegt, það eitt og sér ætti að vera næg ástæða til að nota það ekki. Þar að auki er auðvelt að misskilja það og jafnvel misnota.

Til hvers að flækja það sem í eðli sínu er sára einfalt? Kosningar eru einfaldar og því engin ástæða til að flækja þær, nema einhverjar annarlegar hvatir liggi að baki.

Gunnar Heiðarsson, 3.12.2010 kl. 06:16

6 identicon

Mig langar að spyrja þig Tómas, þætti þér t.d. eðlilegra að þú settir mann - köllum hann A í efsta sætið hjá þér vegna þess að þú vildir helst að hann næði kjöri... Síðan myndi það gerast að hann og Z yrðu jafnir, og þar sem þú settir Z í 25 sæti á þínum lista, þá yrði það til þess að þitt eigið atkvæði yrði þess valdandi að sá sem þú vildir helst að kæmist inn, yrði eftir ?

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 07:20

7 identicon

Afskaðið, ég var að beina þessu til Jóns, ekki Tómasar :)

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 07:21

8 identicon

Tómas: "Af hverju ættu svo stór lönd sem Nýja Sjáland, Írland og Bretland (svo ég nefni fáein) að nota þetta sama kerfi og við, fyrst það er svona mein gallað?"

Þú ert að gleyma því að við Íslendingar erum bestir og því er lang eðlilegast að við búum til nýtt kosningakerfi frá grunni (með tilheyrandi kostnaði) sem er miklu hagkvæmara og betra en önnur kerfi. Líkt og bankakerfið okkar gamla og nýja, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, lambakjötið og vatnið okkar. Best í heimi!

Karma (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:07

9 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl og takk fyrir athugasemdirnar. Ég skil ekkert í þessu kosningakerfi ennþá þó sumir leggi hart að sér að útskýra það fyrir mér. Ég þakka samt viðleitnina. Ég held það borgi sig ekki að byrja á að kenna mér skammtafræði strax, allavega ekki í tengslum við þessa færslu.

En ég raðaði lista landskjörstjórnar upp á nýtt eftir heildarfjölda atkvæða sem frambjóðendur fengu í öll sæti eins og þessu var stillt upp fyrir kjósendur. Svo grænlitaði ég þá sem náðu kjöri. Skráin er nú með upphaflegu færslunni ef þið viljið nálgast hana, undir tengdar færslur og heitir "Greidd atkvæði"

Og það er augljóst skv. þessu yfirliti að frambjóðendur sem fengu góðan stuðning í efsta sæti og heildina eru ekki að komast að, og reyndar einn með betri stuðning í 17 efstu sætin og í heildaratkvæðamagni heldur en t.d. síðasti frambjóðandi sem náði inn. Samt er þessi frambjóðandi ekki að ná kjöri. Þetta finnst mér skringilegt og þetta styður ágætlega álit mitt á þessu kosningakerfi, að kjósendur geta ekki haft hugmynd um hverjum atkvæði þeirra nýtast í raun þegar kosið er. Slíkt er grundvallarfeill í kosningakerfi.

Ég hvet ykkur til að skoða þetta nú vel og líta á þessar rauntölur sem þið sjáið þarna frekar en wikipedia dæmi til að meta þetta kerfi.

Kveðja,

Jón P.

Jón Pétur Líndal, 3.12.2010 kl. 11:19

10 identicon

@Gunnar: Ef þú skilur ekki þetta kerfi þá hefuru bara ekki reynt að skilja það eða bara ekkert lesið þig til um það. Þetta er tiltörlega einfalt kerfi sem tryggir að inn komi fólk sem að sem flestir eru sáttastir við.

Berum það saman við þingkosningakerfið hér sem enginn skilur. Jafnvel ekki hámenntað fólk eða blaðamenn sem reyna að fjalla um það. Mismunandi er hvað mörg atkvæði þarf og ofan á það bætast einhverjir random flökkuþingmenn sem að hliðra til öllu kerfinu. Og úr því kemur þing sem að hefur tiltörlega litla kosningu á bakvið sig miðað við þetta kerfi.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:41

11 identicon

Gunnar: Ef tilfærsla atkvæða hefði ekki verið til staðar, þá hefði rosalega stór hluti atkvæða farið til spillis. En það skiptir kannski minna máli en að reyna að ná sem bestri niðurstöðu fyrir heildina, hmm?

Kerfið er _ekki_ flókið! Það þarf aðeins gagnfræðiskólastærðfræði til þess að skilja það, 10-20 mínútur af tíma og vilja. Ef fólk hinsvegar er fúlt út í kerfið fyrirfram, þá þýðir ekkert að reyna að lesa um það. (ég þekki það úr dönsku í skóla..).

Reglurnar voru sáraeinfaldar. Finndu þér 1-25. frambjóðendur sem þér lýst vel á. Raðaðu þeim niður á blað í forgangsrð.

Flóknasta orðið þarna er "forgangsröð". En ég býst samt við því að hver sá sem orðinn er kosningabær geti gert því góð skil.

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:44

12 identicon

@Jón Pétur: Þessar rauntölur eru skelfileg leið til að meta kerfið. Þetta gefur mjög villandi sýn á atkvæðafjölda og þar sleppur að sýna actual atkvæðin sem fólk hlaut.

En staðreyndin er þessi. Þetta kerfi sem við vorum að keyra á núna, þó reyndar flóknar vegna óeðlilegs fjölda frambjóðenda, er rómað fyrir að vera eitt sanngjarnasta kosningakerfi sem til er. Það tryggir að þetta atkvæði sem þú gefur fari til þess aðila sem þú styður sem best getur nýtt það í þeirri röð sem þú vilt helst að komist inn.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:48

13 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir útskýringarnar. Rauntölurnar sem ég listaði upp sýna einmitt þvert á það sem þið haldið fram að kjósendur eru ekki að fá þá fulltrúa sem þeir helst vilja. Það er gallinn við kerfið. Ég veit vel að núverandi kosningakerfi með innbyggðu misvægi atkvæða er torskilið og á margan hátt ósanngjarnt og vitlaust. Þess heldur er ástæða til að skipta því út fyrir einfaldara og sanngjarnara kerfi en ekki annað sem er alveg jafn vitlaust eins og var í raun gert núna.

Jón Pétur Líndal, 3.12.2010 kl. 11:59

14 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Berið saman t.d. Dögg Harðardóttur, sem náði kjöri og Magnús Thoroddsen, sem náði ekki kjöri og segið mér af hverju þið teljið að kjósendur hafi frekar viljað Dögg en Magnús?

Ég tek fram að ég kaus hvorugt þeirra en hef samt engar athugasemdir við þau sem slík. En þessi tvö eru mjög áhugaverður samanburður þegar kemur að því að stúdera kosningakerfið.

Jón Pétur Líndal, 3.12.2010 kl. 12:02

15 identicon

Nei þetta kerfi er skíteinfalt. Þú ert bara svakalega mikið að mikla það fyrir þér. Þetta er sanngjarnasta kerfi sem til er.

Hver kjósandi fær eitt atkvæði til að kjósa einn mann. Og ef sá aðili getur ekki nýtt það atkvæði þá fellur það atkvæði til þess aðila sem var í 2. sæti hjá þér. Grunnin á þessu kerfi náði ég hér að útskýra í tvemur setningum.

Og þetta video útskýrir allt heila talningakerfið með öllu á 4:30 mín. http://www.youtube.com/watch?v=y-4_yuK-K-k

Hvað er svona flókið?

Þessar "rauntölur" eru bara einfaldlega röng leið til að birta gögn um svona kosningu. Það þýðir ekkert að birta tölur um eina tegund kosninga framsett eins og um aðra tegund kosninga sé að ræða.

Berum þetta saman við önnur kosningakerfi í einstaklingskosningum. Þar sem að reglulega gerist að inn eru kosnir hópur fólks sem að hefur innan við 50% vilja kjósenda.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 12:08

16 identicon

Jón Pétur: Jæja, nú fer ég að endurtaka mig:

Þetta sagði ég í athugsasemd nr. 2 hér f. ofan:

"""

Þessi blessuðu töflugögn sem mbl.is svo góðfúslega birtir sýnir EKKI atkvæðafjölda fólks, heldur aðeins hversu oft nafnið þeirra var ritað sem viðeigandi val.

Þótt það sé minnst á frambjóðanda A oftar en frambjóðanda B, þá geta tilnefningar frambjóðanda A verið felldar sökum frambjóðanda C sem var oftast ofar á seðlum þeirra sem kusu A.

Þannig var Dögg kannski bara óheppin að vera oftast rituð á seðlum fólks sem komst inn á þing (og þá neðar á seðilinn en það fólk).

Magnús var kannski heppinn að þeir sem kusu hann náðu ekki að koma neinum inn sem voru fyrir ofan hann á listum þeirra.

"""

Tómas (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 12:12

17 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir. Kannski eru það orðin heppni og óheppni sem Tómas notar dáldið til að útskýra kerfið sem lýsa því best. Það virðist nefnilega frekar vera heppni eða óheppni sem ræður því hverjir komast að en vilji kjósenda. En tilgangurinn með kosningum er að velja þá sem fólk vill helst sjá vinna fyrir sig.

Eins og Tómas benti réttilega á þá velur fólk allt að 25 fulltrúa sem "því líst vel á". Það er því ekki í anda vilja kjósenda að fulltrúi sem nærri 9000 kjósendum líst vel á skuli ekki ná kjöri, ekki einu sinni í neðsta sæti þeirra sem kosnir eru, á meðan frambjóðandi sem rétt um 5000 manns líst vel á nær kjöri. Þess vegna er þetta kosningakerfi ónýtt, sama hversu sanngjarnt sumir telja það vera.

Jón Pétur Líndal, 3.12.2010 kl. 12:21

18 identicon

Ertu þá að mæla með því hver kjósandi fái 25 atkvæði og þeir 25 sem fá flest atkvæði komist inn?

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 12:28

19 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Jón. Já, ég er að mæla með því. Og nefndi það strax í upphafi í bloggfærslunni.

Jón Pétur Líndal, 3.12.2010 kl. 12:53

20 identicon

Þá held ég að þú þurfir að kynna þér það kerfi betur. Kallast Block Voting og er troðið af vandamálum.

Alvarlegasta dæmið er það að þeir sem komast inn gætu verið með kosningu tiltörlega fárra. Sem dæmi er að ef Sjálfstæðisflokkurinn nýtir sér gott innra samskiptakerfi og raðar upp æskilegum lista sinna meðlima. Og vegna þess að þeir eru svo gott sem einu hægri menn í framboði á meðan að vinstri flokkar eru dreifðari þá gæti auðveldlega komið inn þing með einungis þeirra meðlimum sem hefur samt á bakvið sig euningis vilja 30-40% kjósenda.

Sem og vandamál með tactical voting. Sem dæmi er ef að fylgjendur eins hóps fórna 5 af sínum atkvæðum í það að kjósa óvinsælli flokk sem er svipaður þeim flokki sem er í samkeppni við þinn hóp. Og minnkað þannig vægi samkeppnishópsins.

Og það eru endalaus fleiri vandamál við þetta kerfi. Make no mistake að þetta sem þú ert að boða er heimsfrægt fyrir að vera ójafnt, ósanngjarnt og á auðvelt með að koma með þing sem fáir kusu.

Vandræðin við kosningarnar núna hinsvegar, og var það sem ruglaði þessu öllu, voru óeðlilegur fjöldi frambjóðenda. Sirka helmingur af þeim voru síðan ekkert í framboði og allavega einn aðili óskaði nafnleyndar sem er undarleg kosningaaðferð. Þetta er mesti fljöldi einstaklinga í einstaklingsframboði í heiminum. Sem olli því að það var erfitt að kynna sér frambjóðendur og það er eitthvað sem hefði gerst í hvaða kosningakerfi sem er. Og það olli líka því að það þurfti að nota þetta bölvaða númerakerfi. Venjulega er bara listi af frambjóðendum með boxi við hliðina á þar sem þú skrifar núna. Með um 500 frambjóðendum hefði svoleiðis kjörseðill verið margra metra langur. Það hefði því þurft að breyta aðeins inntökuskilyrðum þannig að aðeins væri í framboði þeir sem að virkilega höfðu áhuga á.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 13:19

21 identicon

Djöfull þyrfti samt að vera edit takki á comments... Troðfullt af pikkvillum þarna hjá mér sem og villum vegna textabreytinga. Treysti því að þið náið að lesa í gegnum þetta þrátt fyrir það.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 13:27

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Jón Pétur.

Getur þú skýrt út fyrir mér í stuttu máli hversvegna kosið var um sæti í þessum kosningum. Hvað gerði sætaval nauðsynlegt?

Hversvegna var ekki einfaldur atkvæðafjöldi látinn ráða?

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.12.2010 kl. 15:16

23 identicon

@Svanur: Vegna þess at STV fylgir "one man, one vote" reglunni. Þú ert bara með eitt atkvæði til umráða og það fer til þess aðila sem þú kýst í 1. sæti. Ef það kemur í ljós að sá aðili á getur ekki notað atkvæði þitt þá fellur það atkvæði til þess aðila sem þú settir #2. Og svo koll af kolli.

Þetta reynir að tryggja að atkvæði þitt eigi part í að koma manni inn sem þínum fulltrúa.

Önnur kerfi, eins og það sem Jón Pétur var að stinga upp á, á mjög auðvelt með að skilja meirihluta þjóðarinnar eftir án neins fulltrúa á þingi.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 15:28

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já, þetta voru alvarleg mistök. Hver maður hefði átt að fá að velja 25 nöfn og þau nöfn sem komu fyrir á flestum atkvæðaseðlum áttu að fá sæti. Allt annað finnst mér tómt fiff og fíflarí. -

Takk fyrir þetta Jón Grétar :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.12.2010 kl. 17:16

25 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir, ég sé að umræðan heldur áfram um þetta kosningakerfi. Það er auðvitað alveg rétt hjá Jóni Grétari að það er hægt að stilla upp einhverju plani hjá flokkunum til að spila á kosningakerfin. En það er nú líka eitt af því sem er talað um í þessu kerfi sem var notað um helgina að Samfylkingin hafi náð áberandi góðri niðurstöðu úr kosningunni. Varla er það nú tilviljun eingöngu, þannig að þó þetta kerfi sé vægast sagt undarlegt og illskiljanlegt fyrir mig og flesta kjósendur þá er samt hægt að spila á það.

En ég sé svo sem að dyntirnir í þessu kerfi virka þannig að fólk með mjög lítið fylgi á bak við sig getur komist inn. Þannig má segja að á stjórnlagaþing hafi verið kosnir ca. 3/4 fulltrúa en ca. 1/4 hafi unnið sæti sitt í happdrætti en ekki vegna vinsælda hjá kjósendum. Það kalla ég ekki kosningu. En hins vegar má kannski notast við slíka aðferð til að velja fulltrúa fyrir almenning. Slíkt kerfi tryggir auðvitað vissa nýliðun í stjórnmálastofninum sem erfitt er að spila á eða hindra. Ég er svo gamaldags að ég vil frekar hefðbundið kosningakerfi en nútímalegt happdrættiskerfi til að velja mér fulltrúa til starfa.

Jón Pétur Líndal, 3.12.2010 kl. 18:42

26 Smámynd: Ólafur Gíslason

Þetta er alveg hið ágætasta kosningakerfi og svínvirar í einmenningskjördæmum en í þessum kosningum voru nokkur flækjustig og sérstaklega var kynningu á kosningakerfinu ábótavant.  Kannski aðallega af því að þeir sem voru í nefndinni skildu það einfaldlega ekki.  Einnig reyndu fjölmiðlar ekkert að kynna sér reglurnar og frambjóðendur allflestir sýndur úr hverju þeir eru gerðir með því að kynna sér málið ekkert.  Það gefur okkur hinum sem kjósa ekki miklar vonir.  Ég kaus bara fólk sem ég vissi að skildi reglurnar því amk það segir mér að viðkomandi vill setja sig inn í verkefnin og vinna þau.   Annar alvarlegur ágalli var fjöldi frambjóðanda sem gerði alla kynningu og málefnalega umræðu gersamlega vonlausa, kannski olli það áhugaleysi fjölmiðlar.  Þeir einfaldlega höfðu ekki bolmagn í verkefnið.  En kerfið er gott til síns brúks en það þarf að kynna sér það vel og kynna það vel, sérstaklega í fyrsta skipti sem þeim er beitt.   Dæmi um fávísi frambjóðanda var þegar þeir voru að koma sér saman um lista.  Það er í fyrsta lagi gegn anda einstaklingskosninga og í öðru lagi stórhættulegt fyrir þá sem lenda ekki í efsta  sætinu á listanum.  Þá eru verulega líkur á því að atkvæðið verði fullnýtt áður en til þeirra kemur.

Ólafur Gíslason, 8.12.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband