#6791 - Heimsveldin í vörn.

Bandaríkjamenn eru óumdeilanlega öflugasta herveldi heimsins ennþá. En á öðrum sviðum eru aðrir að verða sterkari. Bandaríkin eru í vörn á efnahagssviðinu. Endalausar skuldir ríkisins til að viðhalda hermættinum grafa undan atvinnu og stöðugleika í landinu. Fjárfestar í Bandaríkjunum óttast gríðarlegt tap ef dollarinn verður mikið óstöðugri en hann nú þegar er. Þess vegna er Obama nú enn einu sinni að reyna að tala Kínverja til. Þeir eru með (handónýtan) gjaldmiðil sem þeir handstýra genginu á. Þessi gjaldmiðill hefur fært Kínverjum langt efnahagslegt blómaskeið, eflt landið og styrk þess á öllum sviðum. Nú er svo komið að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum er jafnt undir Kínverjum komin sem Bandaríkjamönnum. Vöxtur í efnahagslífi Bandaríkjanna veltur á því að Kínverjar leyfi hann með því að breyta gengi júansins til að dollarinn og bandaríks framleiðsla verði aftur samkeppnisfær.

Obama er ekki valdamesti maður heims þó hann sé öflugasti herforinginn. Hu Jintao forseti Kína er valdamesti maður heims í dag að flestra áliti. Hann leyfir ekki Obama að hirða þann titil af sér. Obama er að reyna að tala Hu Jintao til, grátbiður hann um að aumka sig yfir Bandaríkin og hjálp við að endurreisa efnahagslífið. Ef Hu Jintao hlýðir Obama, gerir það sem hann biður um þá er Obama aftur orðinn valdamesti maður heims. Þess vegna mun Hu Jintao ekki hlýða Obama. Þess vegna verður áfram ólga í efnahagslífi heimsins. Menn eru að átta sig á því bæði í USA og ESB að Kínverjar ráða nú mestu um þróun efnahagsmála í heiminum.

Vilja lesendur setja í stjórnarskrá ákvæði um samleið Íslands með ESB frekar en USA eða Kína í framtíðinni?

Þeir sem hafa skoðun á þessu mega koma með tillögur á:
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is


mbl.is Leiðtogar G20 ræða gjaldeyrismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband