Þessi skilyrði hafa aldrei staðið í vegi fyrir inngöngu í ESB.
9.11.2010 | 20:33
Óttalegur leikaraskapur er þetta að tala um að Ísland í kaldakoli uppfylli öll pólitísk og efnahagsleg skilyrði fyrir inngöngu í ESB.
Þessu er stillt upp eins og akkúrat núna eigum við að grípa tækifærið til að ganga í ESB af því að nú séu hagstæð skilyrði til þess.
Mín skoðun er sú að það skipti engu máli nokkurn tíma hver efnahagsleg eða pólitísk staða Íslands er. ESB mun alltaf vilja að Ísland gangi í sambandið. Hagsmunir ESB af því eru einfaldlega svo miklir að pólitíska ruglið á Íslandi skiptir engu máli. Skuldirnar heldur ekki.
Íslendingar geta óhræddir reynt að leysa úr sínum vandamálum sjálfir. ESB missir ekkert áhugann á Íslandi þó efnahagsleg eða pólitísk staða Íslands breytist.
Ef þið viljið leggja eitthvað til fyrir stjórnlagaþing um Ísland og ESB má koma með tillögur á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal
Efnahagsleg skilyrði uppfyllt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi hugmynd að Evrópusambandið sé "desperate" að fá Ísland inn í sambandið er einfaldlega fáránleg. Þú rökstyður þetta ekki neitt og þetta er einfaldlega rangt hjá þér.
Egill A. (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 20:45
Sæll Egill. Evrópusambandið hefur áhuga á fiskimiðunum, orkunni, norðurpólnum, efnahagslögsögunni, landrýminu, vatninu, hernaðarlegu mikilvægi og umskipunarhöfninni Íslandi. Um leið er stoppað upp í mögulegt gat á viðskiptahindranir ESB gagnvart USA og Kína í gegn um Ísland. Þó það fylgi með nokkrar hræður og skuldirnar þeirra í svona pakka er þeim sama um það. Í efnahagslegu tilliti er ekki meira mál að innlima Ísland í ESB en sem svarar að taka yfir sem svarar einni lítilli borg í Póllandi.
En segðu mér svo Egill af hverju þú heldur að ég hafi rangt fyrir mér.
Jón Pétur Líndal, 9.11.2010 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.