Gamalt trikk að þæfa málið.

Þessi málaferli eru greinilega í hefðbundnum farvegi þeirra mála þar sem sakborningar reyna að snúa sig út úr málinu með klækjum og með því að þæfa málin.
Þetta er oft gert þegar menn hafa litlar eða engar málefnalegar varnir í lögsóknum sem þessum. Það veit á gott að því leytinu að það gefur von um að sækjendur vinni málið og nái til baka einhverju upp í tjónið sem varð af hruni Glitnis. Hins vegar veit þetta líka á vont að því leytinu að málið getur tekið mörg ár ef verjendur beita öllum tiltækum brögðum til að þæfa það.

Á meðan geta hinir ákærðu valsað um og valdið meira tjóni með því að ráðstafa eignum sem hugsanlega næðust upp í tjónið sem þeir ollu.

Eiga íslensk stjórnvöld að gera eigur stjórnenda og eigenda bankanna upptækar með lagasetningu til að fá sem mest upp í skellinn sem þessir menn hafa valdið þjóðinni með viðskiptum sínum?

Ef menn hafa skoðanir á því hvort heimila megi upptöku eigna í einhverjum tilvikum og setja til þess heimildir í stjórnarskrá má koma með tillögur hingað:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal.


mbl.is Réttarhaldi frestað í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband