Aðalmálið í næstu samningum að verðtryggja öll laun eða afnema alla verðtryggingu.

Burtséð frá samstarfi launþegasamtaka þá sýnist mér að aðalmálið í næstu kjarasamningum verði að endurskoða verðtrygginguna. Nú er verðtryggingin búin að kosta marga launþega aleiguna á örfáum árum vegna þess að lánin eru verðtryggð en ekki launin, nema hjá litlum hópi manna. Er þá ekki ráð að fara að verðtryggja öll launin líka eða afnema alveg verðtrygginu?

Þetta hlýtur að verða aðalmálið í næstu kjarasamningum. Til hvers að semja um nokkrar krónur í launahækkanir í óbreyttu efnahagskerfi sem þróast með allt öðrum hætti en tekjur vinnandi fólks.

Raunar hefur verðtryggingin líka valdið gríðarlegum launamun ákveðinna stétta í þjóðfélaginu sem ég býst við að helstu launþegasamtök landsins vilji hafa í huga í næstu samningum.

Fjármagnseigendur, þeir hafa nefnilega tekjur sínar verðtryggðar, njóta sérstöðu í launamálum. Peningarnir eru verðtryggðir og því hækka tekjur þeirra alveg í samræmi við þá vísitölu sem framreiknar skuldirnar hjá öðrum. Og þar sem þegar er til þetta fordæmi um verðtryggð laun, er þá ekki bara málið að ganga alla leið og verðtryggja öll laun með sama hætti eða leggja verðtrygginguna niður?

Þeir sem vilja fjalla um verðtryggingu í stjórnarskrá mega koma með tillögur um það á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal


mbl.is Kennarar hafna kjarasamráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband