Bara ein leið út úr kreppu - að nýta tækifærin sem felast í henni.

Það er bara ein leið út úr kreppu.
Hún er ekki sú að skrifa undir fullt af skuldabréfum frá IMF.
Hún er ekki sú að endurreisa gjaldþrota banka.
Hún er ekki sú að halda áfram að bugta sig fyrir gömlum glæpamönnum.
Hún er ekki sú að setja þjóðina á atvinnuleysisbætur.
Hún er ekki sú að láta lántakendur borga margfalt til baka það sem þeir fengu að láni.
Hún er ekki sú að skera niður fjárlögin.

Eina leiðin út úr kreppu er að búa til verðmæti. Fjölga störfum sem skila þjóðarbúinu raunverulegum tekjum. Að nýta tækifærin sem felast í kreppunni. Þetta er eina leiðin.

Í staðinn fyrir að skera niður og hagræða í heilbrigðiskerfinu á að markaðssetja vannýttar einingar þess. Flytja inn sjúklinga í lýtaaðgerðir, tannlækningar, augnaðgerðir, liðskiptaaðgerðir, psoriasis, sækja á hagkvæma markaði nær og fjær.

Í staðinn fyrir að skera niður í menntakerfinu á að nýta fólk og aðstöðu til að kenna útlendingum meira um hafið, orkuna, eldfjöll, jarðfræði, veður, jeppabreytingar o.s.frv á háskólastigi. Nýta allt það sem Íslendingar kunna eitthvað í til að sækja á erlenda markaði.

Í staðinn fyrir að skera niður í útgjöldum til landbúnaðar á að efla lífræna framleiðslu, kornrækt, eldsneytisframleiðslu, ferðaþjónustu o.s.frv. sem sparar gjaldeyri og skapar tekjur og störf.

Í staðinn fyrir að hamast við að styrkja krónuna á að nota þann styrk sem flest í veiku gengi til að efla framleiðslugreinar í ýmsum iðnaði, járnsmíði, trésmíði, hugbúnaði o.fl. til að skapa þar störf og verðmæta framleiðslu til bæði innanlandsnota og útflutnings.

Í kreppunni felst fullt af tækifærum. Við þurfum ríkisstjórn sem nýtir tækifærin í stað þess að draga landið niður í aumingjaskap og enn meiri spillingu.


mbl.is Tekist á um atvinnumál í Silfri Egils
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem mælt úr mínum munni. Hjartanlega sammála.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 14:32

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Alveg eins og hrist fram úr minni ermi!

Næst síðaustu og síðustu greinaskilin þarf ekki að draga upp úr mínum munni, krónan er of hátt skráð, hvað svo sem aðrir segja. Og tækifærin koma ekki vegna þess að atvinnulífið er alltaf að bíða eftir næsta útspil ríkisins..Vörn, endalaus vörn...

Sindri Karl Sigurðsson, 7.11.2010 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband