Íslendingar á flótta undan ríkisstjórninni hafna ESB.

Þessi óláns ríkisstjórn sem við höfum virðist láta reka á reiðanum, láta hlutina drasla hér heima fyrir í von um að ESB muni hreinsa upp eftir hana síðar meir þegar búið verður að troða Íslendingum inn í ESB.

Það er aumt að stjórnvöld, sem Íslendingar hafa kosið til að hugsa um hag landsins og landsmanna, skuli einbeita sér að því að koma landinu inn í fallandi efnahagsstórveldi eins og ESB. Á meðan versnar ástandið hér heima, fólk missir atvinnu og eignir og flýr land. Það er hlálegt að vinsælast er að flýja til lands sem stendur utan ESB og er ekkert á leið í þá blokk, Noregs.

Það er raunar merkilegt að skoða tölur Hagstofunnar um búferlaflutninga Íslendinga frá landinu síðustu árin fyrir kreppu og fyrsta heila árið í henni.

Allur flótti Íslendinga frá landinu er í raun til Noregs. Á sama tíma hefur dregið úr fólksflutningum til Danmerkur en aukist tilsvarandi til Svíþjóðar. Athygli vekur að íslenskir flóttamenn virðast hafa meiri áhuga á t.d. Bretlandi, þar sem ekki er ennþá komin Evra og Þýskalandi sem tvímælalaust er lang sterkasta ESB landið heldur en öðrum ESB löndum. Hin löndin fá í raun falleinkun hjá íslenskum flóttamönnum sem og ESB í heild þegar það er borið saman við Noreg.

Hér eru tölur sóttar á vef Hagstofunnar um brottflutning íslenskra ríkisborgara til nokkurra landa á árunum 2006 til 2009. Þetta eru þau lönd sem 100 Íslendingar eða fleiri hafa flutt til eitthvert þessara ára.

Bandaríkin
2006 208
2007 330
2008 219
2009 208

Bretland
2006 161
2007 170
2008 202
2009 217

Danmörk
2006 1.518
2007 1.681
2008 1.528
2009 1.427

Noregur
2006 225
2007 269
2008 278
2009 1.486

Svíþjóð
2006 383
2007 363
2008 452
2009 633

Þýskaland
2006 66
2007 59
2008 62
2009 131

Slóð á vef hagstofunnar er hér:
http://hagstofa.is/Hagtolur/Mannfjoldi/Buferlaflutningar


mbl.is Meinum ekkert með þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband