Er Steingrímur að gera út á sjálfsmorðsöldu?

Fólk er að fyrirfara sér í stórum stíl vegna þess að alls staðar er þrengt að því. Skuldirnar eru hækkaðar að geðþótta bankanna og dómstóla, ríkið hækkar skattana og öll neysluvara og rekstrarkostnaður heimila hefur hækkað mikið. Það hækkar allt nema launin.

Enda er allavega helmingur landsmanna í vandræðum með að láta enda ná saman og fjölgar jafnt og þétt í þeim hópi eftir því sem fleiri hækkanir dynja á lýðnum.

Nú á að hækka erfðafjárskattinn, tvöfalda hann, svo að sem minnst verði eftir fyrir erfingja fari svo að efnaðir arfleiðendur hrökkvi uppaf. Það er kannski taktískt að gera þetta núna þegar sjálfsmorðsalda virðist vera að skella á landinu. Það má ekki láta svoleiðis hvalreka fram hjá ríkissjóði fara. Það er um að gera að Steingrímur borgi skuldir útrásarvíkinga með blóði og dauða landsmanna. Heldur þykir mér þetta þó langt gengið og óttast samt að ekki dugi þetta langt, því það er nú þrátt fyrir þetta og fleira sem boðað er í fjárlagafrumvarpinu ekki annað að sjá en að skuldir ríkisins muni halda áfram að stóraukast á næsta ári. Enda hljóðar fjárlagafrumvarpið upp á að drepa niður alla starfsemi sem skapar verðmæti og að taka allt sem talist getur verðmætt nema það sem bankaræningjarnir stálu og afhenda það til bankaræningjanna og viðskiptafélaga þeirra.

Þannig er nú þetta fjárlagafrumvarp Steingríms.
Er nokkuð minnst þar á tekjur af endurheimtum ránsfeng úr bankagjaldþrotunum?


mbl.is Erfðafjárskattur hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grítum Skattgrími og druslunni henni Jóhönnu út af Alþingi mánudaginn 4 Október ásamt öllu hinu spillta pakkinu.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 20:02

2 Smámynd: Björn Birgisson

"Fólk er að fyrirfara sér í stórum stíl vegna þess að alls staðar er þrengt að því."

Stórum stíl? Nefndu tölur þessu til staðfestingar.

Björn Birgisson, 3.10.2010 kl. 20:31

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Þessu hyski er ekkert heilagt þegar kemur að skattheimtu. Þetta minnir mann á að ekkert er öruggt í þessum heimi nema skatturinn og dauðinn.

Örn Gunnlaugsson, 3.10.2010 kl. 20:49

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdir.

Björn, ég hef engar tölur til að styðjast við, aðeins ummæli opinberra starfsmanna sem að slíkum málum koma. Þeir segja mörg tilvik undanfarna mánuði, þar sem fólk tekur eigið líf vegna fjárhagsvandræða. Það er nóg fyrir mig til að vekja athygli á vandanum.

Jón Pétur Líndal, 3.10.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband