Úr því Steingrímur vill túlka mótmælin sem skuldavanda þá er hér ábending...

Steingrímur er auðvitað að snúa útúr því hann langar að vera ráðherra áfram í ríki sínu. En úr því hann er að kenna skuldavanda um þetta þá vil ég benda honum á nýja nálgun á skuldavandanum.

Í Bandaríkjunum er verið að stöðva nauðunarsölur tímabundið vegna þess að bankarnir hafa ekki gætt þess að bjóða neytendum (skuldurunum) upp á þeim úrræði sem skylt er að gera.

Í Bandaríkjunum mörgum hverjum eru lög um neytendavernd (comsumer protection law) sem gera fjármálafyrirtækjum skylt að bjóða skuldurum aðstoð vegna lána sem þeir geta ekki greitt af áður en gripið er til uppboðs. Því miður hafa bankamenn víst oft gleymt þessu en nú er verið að stöðva tugþúsundir uppboða á meðan skuldurum er boðið upp á aðrar lausnir en nauðungarsölu.

Steingrímur ætti kannski að kynna sér þetta og skoða hvort hann ber hagsmuni íslenskra neytenda eins fyrir brjósti og bandarísk stjórnvöld bera hagsmuni sinna neytenda fyrir brjósti.
Ég er ekki að segja að þetta sé nein töfralausn og ég veit heldur ekki hvað bandarískum skuldurum stendur nákvæmlega til boða. En þó er það athyglisvert að lög um neytendavernd skuli hafa áhrif á uppgjör bandarískra lánasamninga. Hér hafa menn algjörlega hunsað sjónarmið um neytendavernd og forsendubrest þegar dæmt hefur verið í málum skuldara. Svona langt á eftir samtímanum eru íslensk lög, ef gert er ráð fyrir að dæmt sé eftir lögum. Og hverjum er það að kenna, kannski Steingrími og Jóhönnu sem hafa setið á Alþingi í 30 ár eða meira og sett lög fyrir landsmenn. Steingrímur, þú hefur ekki staðið þig, skammastu þín og farðu heim. Það þarf nútímamenn á Alþingi.

Meira um þetta hér:
http://news.yahoo.com/s/ap/20101001/ap_on_bi_ge/us_bank_of_america_foreclosures


mbl.is Óánægja vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband