Afar brýnt fyrir Jóhönnu að sýna sig með Bandaríkjaforseta áður en hún hættir.

Það er greinilega mjög brýnt fyrir Jóhönnu að Bandaríkjaforseti heimsæki hana áður en hún hættir sem forsætisráðherra. Kannski á nú að nota hann, greyið, til að líma eitthvað fylgi á Samfylkinguna aftur eftir háðung Alþingis í vikunni.

Jafnaðarmennskan á Íslandi snýst greinilega um það núna að láta lýðinn svelta og bíða eftir úrlaus sinna mála á meðan Jóhanna viðrar sig upp við Bandaríkjaforseta og býður honum í partý til sín á kostnað þjóðarinnar.
Það er eins gott að hann móðgi nú ekki Íslendinga og Samfylkinguna með því að nenna þessu ekki frekar en þegar honum voru veitt friðarverlaun Nóbels í Noregi. Þá nennti hann ekki að borða með kóngi og drottningu og móðgaði allt liðið og landið í heild sinni.

Svona sýndarmennska getur virkað vel þegar lognmolla er á flestum sviðum þjóðlífsins, en núna þegar allt er á suðupunkti alls staðar þá er þetta bara enn einn dropi í mælinn sem hlýtur alveg að vera að fyllast.

Forgangsröðunin sem þetta heimboð felur í sér, að Jóhanna skuli á þessu tímum vera tilbúin að eyða stórfé í veislur og partý með Bandaríkjaforseta sem aldrei fer neitt nema með óhemju dýru brambolti fyrir þá sem fá hann í heimsókn, er óskiljanleg. Ég legg til að hjálparstofnanir færi úthlutanir sínar og biðraðir að Reykjanesbrautinni þann dag sem Bandaríkjaforseti á leið um hana. Hann sér þá að ástandið hér er að verða eins og í fjölmörgum ríkjum þar sem lýðurinn drepst úr harðræði á meðan stjórnvöld spara ekkert við sig og sína.


mbl.is Jóhanna býður Obama til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Já, en ennþá ógeðfelldara var á níunda áratugnum þegar Vigdís hljóp flaðrandi upp um Ronald Reagan.

Vendetta, 30.9.2010 kl. 18:25

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Vendetta og takk fyrir athugasemdina. Það er hluti af íslensku þjóðarsálinni að vera höfðingjasleikja. Þannig hefur það víst lengi verið og verður sjálfsagt áfram.

Jón Pétur Líndal, 1.10.2010 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband