Var einhver glæpur framinn?

Það er nú bara aulafyndni hjá þessu liði á Alþingi að vera að tala um draga ráðherra fyrir Landsdóm. Fyrst þarf nú að sýna fram á að einhver hafi gert eitthvað af sér. Á meðan enginn útrásarvíkingur er dreginn fyrir dóm og dæmdur fyrir fjármálaglæp hefur enginn glæpur verið framinn. Forsenda þess að ráðherra verði dreginn fyrir Landsdóm og dæmdur þar hlýtur að vera sú að viðkomandi hafi sýnt slíka vanrækslu í starfi að vegna hennar hafi einhverjir glæpir verið framdir, eða glæpamafía starfað án þess að tekið hafi verið á henni með viðeigandi hætti.

En á meðan enginn glæpamaður eða mafíuforingi hefur verið ákærður og dæmdur er ljóst að enginn glæpur hefur verið framinn og þá er líka ljóst að engir glæpir og ekkert óeðlilegt eða ólöglegt hefur gerst í þjóðfélaginu. Og þá skiptir ekki einu sinni máli hvort ráðherrar hafa sýnt vanrækslu á einhvern hátt eða ekki, því ekkert tjón hefur þá hlotist af henni úr því ekkert ólöglegt hefur verið gert.

Það er því bara almenn skynsemi sem segir mér það að ef Jóhanna vill koma pólitískum andstæðingum í bobba með Landsdómi verður hún fyrst að láta stinga vini sínum Jóni Ásgeiri og útrásarfélögum hans í steininn fyrir svindl þeirra í bönkunum og víðar. Ef hún gerir það ekki er hún að lýsa því yfir að engir glæpir hafi verið framdir í tengslum við banka- og efnhagshrunið á Íslandi. Og ef hún lýsir því yfir, þá hefur hún enga ástæðu til að draga fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm. Nema hún geti skipað einhverja pólitíska aftökusveit í Landsdóm sem geti dæmt menn án nokkurra raka og skynsemi.
Landsdómur er þá auðvitað bara íslensk útgáfa af gúlaginu. Kannski er það það sem koma skal hjá kommúnistastjórn Íslands.


mbl.is Skýrslan prentuð í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gleymdist að hafa samband við þig áður en þessi ákvörðun var tekin, eða hljópstu á þig þegar þú gafst þessari leið grænt ljós?

Þú ert greinilega með allt ferli þessa máls á hreinu en Sigurður Líndal sem er einhver gamall rugludallur með lögmannsréttindi telur að lögin um Landsdóm hafi nú sannað tilgang sinn eftir alla þessa áratugi.

En líklega hefur hann ekki haft nein samráð við þig.

Mönnum verður að fyrirgefast þótt þeim förlist með aldrinum.

Árni Gunnarsson, 10.9.2010 kl. 22:20

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Árni. Ég hef svo sem ekkert á móti því að Landsdómur verði kallaður til, en finnst þetta bara allt vera í vitlausri röð. Þessir blessaðir ráðherrar hafa engu stolið, og ef það er enginn glæpur að stela eða láta þúsundir milljarða hverfa úr bönkunum, þá er varla hægt að dæma ráðherrana fyrir það, úr því að vörslumenn fjárins eru ekki dæmdir. Ég held þetta sé bara ósköp einfalt svona.

Jón Pétur Líndal, 10.9.2010 kl. 22:28

3 Smámynd: Durtur

Ef það voru engin lög brotin hlýtur eitthvað hræðilegt að hafa verið að lögunum og/eða aðhaldinu--er það ekki á ábyrgð Alþingis? Annars finnst mér kannski ekkert besta hugmyndin að vera að draga þingmenn fyrir dóm núna, því að framtíðardómar erlendis (hósthóst) gætu byggst að einhverju leyti á því að búið væri að dæma þetta fólk fyrir að klúðra þessu. Persónulega held ég að ramminn um þetta bankafyrirkomulag hafi bara veirð handónýtur, og hann er frá ESB kominn, ef mér skjátlast ekki.

Durtur, 11.9.2010 kl. 04:09

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Durtur og takk fyrir athugasemdina. Ég held það sé rétt til getið hjá þér að lögin og aðhaldið var ekki í lagi. Og hvort tveggja sett upp að ESB fyrirmynd, enda annað ekki leyfilegt hér lengur. Og eins og þú nefnir þá eru lögin auðvitað á ábyrgð alþingis, en ekki ráðherra þannig að þetta er dálítið skrýtið allt saman.

En í mínum huga er það svo þannig að þangað til einhver hefur verið dæmdur fyrir að brjóta lög hafa engin lög verið brotin. Og hafi engin lög verið brotin er varla hægt að finna að starfsháttum ráðherra. Hvers konar pólitík væri það ef þeir væru að skipta sér af fólki og fyrirtækjum sem starfa skv. lögum, halda sér innan ramma laga? Þess vegna er að mínu mati ekkert hægt að vísa neinum málum til landsdóms nema fyrst liggi fyrir dómar um lögbrot útrásarliðsins og bankamannanna sem síðan megi færa sterk rök fyrir að ráðamenn hefðu átt að geta komið í veg fyrir með aðgerðum sem þeir gripu ekki til.

Jón Pétur Líndal, 11.9.2010 kl. 20:23

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll aftur Árni. Ég heyrði það nú haft eftir Sigurði Líndal í kvöldfréttunum að hann telji hverfandi líkur á að nokkur ráðherra verði sakfelldur fyrir landsdómi, þannig að þó við fjarskyldir frændurnir á misjöfnum aldri nálgumst málið á ólíkan hátt virðumst við vera sammála um niðurstöðuna.

Jón Pétur Líndal, 11.9.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband