Æi, hvað er verið að velta henni upp úr einhverju sem hún sagði fyrir löngu síðan.

Aumingja Jóhanna að hafa sagt fyrir 13 árum að fátækt sé þjóðarskömm. Nú er henni velt upp úr þessu þegar sett hefur verið nýtt Íslandsmet í fátækt í hennar forsætisráðherratíð.

Menn verða að skilja að nú hefur Jóhanna annað viðhorf til fátæktar. Hún hefur ekki lengur áhyggjur af fátækt almennings eins og 1997. Nú vinnur hún að því að verja hag útrásarvíkinga og slíkra auðmanna svo þeir verði ekki fátækir. Það gerir ekkert til þó almenningur sé fátækur, en hún passar að þeir sem hafa náð til sín miklum auðæfum verði ekki fátækir aftur. Þetta er bara eitt af því sem er kallað þróun. Þetta er 21. öldin. Nú þurfa verkalýðsleiðtogar að skilja að verkalýðurinn á að vera fátækur, það er nútíminn. Ríkidæmi nútímans snýst ekki um að almenningur hafi peninga. Ríkidæmi almennings er fólgið í hamingjunni. Hjónaböndum samkynhneigðra og norrænu velferðarkerfi og ókeypis megrun undir forystu ríkisstjórnarinnar. Þessir hlutir fást ekki keyptir fyrir peninga. Þetta er miklu mikilvægara en fjárhagslegt ríkidæmi. Þetta er það sem Jóhanna stendur fyrir. Menn verða að skilja það og ættu bara að vera glaðir í stað þess að velta henni upp úr gömlum ummælum sem hún hafði uppi áður en hún náði fullum pólitískum þroska.


mbl.is Spyr Jóhönnu út í þjóðarskömmina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir

Rétt hjá þér, aumingja Jóhanna. Vel skrifað :)

Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir, 10.9.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband